Morgunn - 01.12.1984, Blaðsíða 108
182
MORGUNN
gjörð, þreyttur og þjáður. Fór ég snemma í rúmið eftir
ópíumskammt og flóaða mjólk, sem eiginkonan bar mér á
sængina. Svefnherbergi okkar hjóna var þá austur af
borðstofunni á neðri hæð hússins. Notuðum við það eink-
um að sumarlagi. Höfðum við oft hálfopið fram í borðstof-
una og opna glugga þar, til þess að njóta sem best úti-
loftsins eftir góðvirðisdaga. Þetta kvöld vakti ég vanheill
fram yfir kl. 12 eins og svo oft áður. Vegna hitamollu
herbergisins hafði ég ýtt sænginni til hliðar og lá því í
náttfötum einum saman. Konan var sofnuð í rúmi sínu
hægra megin við mig og dró andann djúpt og reglulega.
Eflaust hefir hugur minn á þessari stund leitað hjálpar
æðri máttarvalda og hærri heima. Ekki beindist þó von
mín og þrá um hjálp að Margréti frá öxnafelli og þeim
undraverða mætti til lækninga, sem hún var talin ráða
yfir. Var ég hálfvegis búinn að afskrifa hana með sjálfum
mér, þar sem ekkert hafði gerst af hennar hálfu. En þá
skeði undrið allt í einu, undrið sem ég aldrei mun gleyma.
Um kl. 12.30 koma þrjár mannverur úr dagstofunni inn
í svefnherbergið. Gengu þær hljóðlaust í röð inn fyrir
fótagaflinn á rúmi mínu. Allar báru þær hvítar skikkjur,
sem læknar eða hjúkrunarkonur. Staðnæmdust þær vinstra
megin við mig í þeirri röð, er nú skal greina. Næst höfði
mínu var ung kona, Ijóshærð og féll að vöngum, þétt-
vaxin en ekki hávaxin. Virtist höfuð mitt, háls og brjóst-
hol vera starfsvið hennar. Við vinstri hlið hennar stóð
maður, sem vakti sérstaklega athygli mína. Hann var
tæplega meðalmaður á hæð, grannvaxinn, skarpleitur með
tindrandi dökk augu. Hár hans var gljásvart, andlitið frem-
ur þeldökkt og á því yfirvaraskegg, nærskorið og vel snyrt
að austurlenskum sið. Starfssvið hans sýndist vera mið-
hluti líkama míns, maginn og meltingarfærin. Alvaran og
einbeittnin í svip þessa manns minnti mjög á lækni að
starfi. Honum til vinstri handar og lengst frá höfði mínu
stóð svo miðaldra kona dökkhærð, grannvaxin og góðleg á