Morgunn - 01.12.1984, Blaðsíða 20
94
MOKGUNN
sér. Þetta var opinskár og hreinskilinn maður, og er hann
hafði veitt erkibiskupi og fylgdarliði hans ágætar veiting-
ar í mat og drykk féllst hann á að sýna listir sínar. Hann
kvaðst mundu senda sál sína til bústaðar erkibiskups í
Uppsölum og aðgæta hvað erkibiskupsfrúin væri að sýsla,
og jafnframt sanna að hann hefði verið þar. Lördal, en
svo hét Saminn, sótti nú pönnu og brenndi þar á þurrk-
aðar jurtir, og andaði að sér reyknum. Hann tók ioforð
af öllum viðstöddum að enginn mætti snerta sig, trufla
sig eða vekja meðan hann væri í dáinu, — það gæti orðið
sinn bani. „Af því,“ sagði hann, „að sálin fer úr líkaman-
um og ég verð eins og dauður. Eftir klukkustund kemur
sálin aftur og ég vakna.“ Þegar hann hafði andað að sér
reyknum féll hann í dá og héldu menn að hann væri lát-
inn. Læknir, sem var í hópnum vildi reyna lífgunartii-
raunir, en erkibiskup bannaði að hreyfa manninn. Eftir
kiukkustund færðist aftur roði í kinnar Lördais, hjartað
barðist ofsalega í brjósti hans og rétt strax tók hann til
mats. Hann sagði, að erkibiskupsfrúin væri í eldhúsinu
og lýsti þar öllu í smáatriðum. „Og til sönnunar fyrir því,
að ég kom þarna þá tók ég giftingarhring frúarinnar og
faidi í kolafötunni. Hringurinn rann af fingrinum þegar
hún var að elda matinn.“ Erkibiskup lét það verða sitt
fyrsta verk að skrifa konu sinni og biðja hana að segja
nákvæmlega hvað hún hefði aðhafst þessa tilteknu stund
á deginum. Hún skrifaði honum, að á þeim tima hefði
hún verið í eldhúsinu að laga mat. Þetta væri sér einkar
minnisstæður dagur vegna þess að hún hefði týnt gift-
ingarhringnum sínum og þrátt fyrir mikla leit hefði hún
ekki fundið hann aftur. Grunaði sig helst, að velklæddur
Sami, sem snöggvast kom í eidhúsið þennan morgun hefði
stolið honum. Hann hefði farið þegjandi út þegar hún
talaði til hans. Giftingarhringurinn fannst svo síðan í
kolafötunni þegar eftir var leitað. (Hultkrantz, 1955: 49
o.á.).°
1 íslenskri þjóðtrú og reynslu eru fjölmargar hliðstæð-