Morgunn


Morgunn - 01.12.1984, Blaðsíða 30

Morgunn - 01.12.1984, Blaðsíða 30
104 MORGUNN að búa hinn dauða undir för til dauðraríkis. Þetta hefur oft verið túlkað sem ósk hinna eftirlifandi, að gera hinn látna lifandi líkan, ef það mætti tefja för hans, halda í hann í þeirri von, að hann lifnaði við. Vegna þess hve hug- myndin um tilveru sálar, er farist ekki í dauðanum, er út- breidd virðist mér óskynsamlegt að búast við öðru en hér sé á reynslu byggt, að menn hafi á sama hátt og allar þekktar þjóðir nú hugsa sér framhaldslíf af einhverju tagi, þá hafi Neanderthalsmenn orðið fyrir sömu reynslu, og því hafi þeir búið um líkin sem raun ber vitni. Einnig má ætla, að þeir hafi dregið svipaðar niðurstöður af draumum og margar frumstæðar þjóðir, sem telja ein- mitt draumana bestu sönnunina fyrir tilveru sálnanna. Umbúnaður um dauða er liður í sálnatrúnni og gætir þar tveggja meiginhugmynda. 1 fyrsta lagi, að á svipaðan hátt og sýna verður veiðidýrinu fulla virðingu svo eig- andi þess snúist ekki gegn mönnunum, þá verði að sýna líkama framliðins fulla virðingu, og hindra þannig sálina í að verða að illum anda, sem hefni sín grimmilega á hin- um eftirlifandi, og þá auðvitað einkum ættingjum sem vanrækt hafa helgar skyldur sínar. Sýni þeir ekki hinum dauða virðingu er sál hans yfirgefin og nýtur ekki gleði og nægta hinum megin. Hin hugmyndin er sú, að með orðum og athöfnum verði að aðstoða sálina við að kom- ast til dauðraheima og að halda til jafns við aðrar sálir. Gjafir af ýmsu tagi, sem settar eru í grafir eru til þess fyrst og fremst að auðvelda för hins látna. Oft þarf hinn látni mat í langa hríð eftir að iíkaminn deyr. Leifar þeirr- ar trúar eru í draugatrúnni þegar gefa þarf afturgöngum mat eins og iifandi fólki. f Gilgamesh-ljóðinu fá Babýlon er sagt frá því hvernig hinum látna verður sýnd virðing, og hvernig ættingjarnir geta auðveldað líf sálar hans í dauðraheimum. Þar segir á einum stað;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.