Morgunn - 01.12.1984, Blaðsíða 68
142
MORGUNN
er mismunandi langur, rennur upp nýr vinnudagur í efn-
isheiminum og við byrjum enn á þessari hringrás, sem
er þó ekki bara hringrás, því við lærum alltaf eitthvað
nýtt á hverjum degi og bætum í „sarpinn".
Við höfum bara svo litla yfirsýn yfir okkar ytra sem
innra líf, vitum svo lítið um fyrri tilveru okkar — ef við
vissum meira hefðum víðari yfirsýn — þá væri allt auð-
veldara.
Það er karma, segja þá sumir, en hvað er „karma“?
Er það hið sama og sáðmaðurinn fær — uppskeran fer
eftir sáðkorninu — eða hvernig árstíðin hefur verið, eða
hvernig moldin hefur verið?
Ef við gefum ekki gaum að tilfinningum okkar og ann-
arra — gæti þá verið að við fæðumst sem bitbein fólks?
Ef við fæðumst með góðan huglíkama og misnotum
hann, fæðumst við þá næst með veikburða samband við
huglíkamann?
Ef við förum illa með jarðlíkamann, fæðumst við þá
með erfiðan jarðlíkama?
Fer líf okkar eftir því, hve vel eða illa við förum með
ljósið, kjarnann, eða það sem okkur var trúað fyrir.
Við vörpum mörgum spurningum út í hið óþekkta, eða
til meistara okkar, til guðs okkar, en hver eru svörin,
gæti verið að við finndum svör ef inn á við væri leitað . . .
Þegar við höfum öðlast meiri þekkingu verðum við
öruggari og viss um, að framtíð okkar og líf eru í höndum
Hans — sem er alvitur og almáttugur.