Morgunn


Morgunn - 01.12.1984, Blaðsíða 98

Morgunn - 01.12.1984, Blaðsíða 98
172 MORGUNN „Konan þarna í kápunni, jú þú sem situr þarna út við súluna. Ég sé að á bak við þig stendur gráhærður maður og hann styður höndunum á axlir þínar. Mér finnst eins og hann sé að reyna að koma einhverjum skilaboðum til þín en ég heyri þau illa. Ég sé jafnframt á áru þinni að þú elskar lífið, þér þykir gaman að vera til. Þú ert þó jafnframt dálítið ráðrík. Mér finnst eins og gráhærði mað- urinn sé að segja, að þó að þú sért ofurlítið ráðrík, þá sé það nú þannig að þú hafir oftast á réttu að standa. Ég sé jafnframt ljósmynd af þér og ungum manni og mér finnst eins og þó gætir verið u. þ. b. 16 ára þegar þessi mynd var tekin. Þetta er brúðkaupsmynd og gráhærði maðurinn var svaramaður þinn eða eitthvað svoleiðis. Hann mun hafa dáið stuttu eftir að þú giftir þig. Getur þetta pass- að“? Konan svarar ofurlítið hikandi: „Nei ég minnist þess ekki að það hafi verið tekin nein mynd þegar ég gifti mig“. Miðillinn: „Ég er nú ekki alveg sammála, það var örugglega tekin ljósmynd af ykkur. Þú skalt athuga þetta í rólegheitum. Það á örugglega að vera til mynd sem var tekin þennan dag eða stuttu á eftir, sem brúðkaupsmynd." Orðaskipti sem þessi mátti heyra á skyggnilýsingafundi hjá Sálarrannsóknarfélagi fslands á Hótel Hofi á dögun- um. Sá sem hér hefur tveggja heima sýn er hinn þekkti sænski miðill, Torsten Holmqvist, en hann er þekktur víða um lönd fyrir hæfileika sína. Útsendari Helgartímans var á fundinum og fékk tæki- færi á því að ræða við miðilinn eftir fundinn. Samkomusalurinn í kjallara hótelsins var þétt skipaður áhugafólki um spíritisma en óvíða mun vera jafn mikiil áhugi á slíkum málum og hér á landi. Það gætti nokk- urrar spennu meðal gesta þegar miðillinn hóf fundinn. Honum til aðstoðar var Guðmundur Einarsson verkfræð- ingur en hann er forseti Sálarrannsóknarfélags íslands. Guðmundur var jafnframt túlkur en Holmqvist talaði á ensku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.