Morgunn - 01.12.1984, Blaðsíða 33
SÁLNAHUGMYNDIR . . .
107
Ég held, að um það verði ekki fjallað í stuttu máli.
Hitt er annað mál, að ég hefi fallist á þá kenningu Tylors,
að sálnatrúin sé byggð á reynslu manna, sé túlkun á fyrir-
bserum, sem menn heyra, sjá, skynja, dreymir eða hugsa.
Þá vil ég ennfremur benda á, að við rannsóknir á ís-
lenskum þjóðsögum og þjóðtrú verður ekki gengið fram
hjá kenningum þeirra, sem einkum hafa fjallað um sálna-
trúna. Ég nefni sem dæmi draugatrúna og sögur tengdar
henni, huldufólkstrúna, sem geymir ótal minni, sem endur-
tekin eru víðs vegar um allar byggðir manna. Sem dæmi
get ég nefnt, að á öldum áður var það siður á Norðui’-
löndum að dúka borð á jólanótt svo hinir fi’amliðnu gætu
komið þar og notið kræsinganna. Hér er um sið að ræða,
sem endui’speglast í sögunum urn huldufólk, sem kemur
á bæi á jólanótt þegar heimilisfólk er farið til kii’kju og
slær upp veislu. Þó er ég ekki að halda fram, að huldu-
fólk sé sálir framliðinna, heldur er hér um sömu sögn,
sama atriðið að ræða. Huldufólk er vafalaust tengt sálna-
trúarhugmyndum, sem rekja má um norðui’hluta Evi’ópu
°g Asíu, en sálnatrú má alls ekki blanda saman við trú á
sálir framliðinna einvöi’ðungu.
Eg vil ljúka þessum kafla með því að vitna í Eskimó-
ann, sem sagði við Kud Rasmussen: „Sálin er hið mei’ki-
tegasta af öllu og jafnfi’amt hið óskiljanlegasta".
Tilvitnanir
1) Hultkrantx. Ake.
1953 Conceptions of the Soul among North American Indians,
Stockholm.
2) Einarsson, Sigurbjörn.
1954 Trúai’brögð mannkyns, Reykjavík.
3) Tylor, E.B.
1871 Primitive Culture I—II, London.
4) Árnason, Jón.
1954 Islenskar þjóðsögur I, Reykjavik.