Morgunn - 01.12.1984, Blaðsíða 18
92
MORGUNN
sé gert. Er lítill vafi á, að Semsveinar er heiti fengið beint
frá Sömum. Lappi er niðrandi orð, alveg eins og Eskimói
eða mörlandi. En þetta er útúrdúr. Lýsingin á reglunum,
sem fylgja ber þegar Semsveinar fara til íslands eru sam-
hljóða siðari tíma lýsingum á dásvefni og sálförum Sama.
Þeir fara á afvikinn stað, enginn má trufla þá og einkum
ber að forðast að nefna nafn þeirra. Nafnið er tengt sál-
inni meðal margra þjóða, og sé nafn manns í dái nefnt
kippist sálin við og leitar aftur til líkamans. Þetta getur
haft í för með sér ýmiss konar hættu. Bæði er, að sálin
getur þá ekki lokið erindi sínu, og sé hún langt í burtu
nær hún ekki manninum áður en hann vaknar, og hrekkur
hann þá upp og er sálarlaus. Getur hann þá látist, af þvi
að það tekur talsverðan tíma að fara yfir hafið og norður í
vitið, sem táknar einfaldlega það, að sálin verður viðskila
við líkamann. Máttur nafnsins er mikiil og stundum er
hættulegt að láta aðra fá vitneskju um nafn sitt. Það er
eins og láta annan ná valdi yfir einhverju í sjálfum sér.
Hvert mannsbarn á Islandi þekkir sögurnar um Gilitrutt
og kirkjusmiðinn á Reyn. Þær eru ekki bara hluti af mik-
illi sagnahefð, sem teygist um alla jörð, þar sem gátur
og lausn þeirra er viðfangsefnið. Þær eru líka um kraft
nafnsins. Sá, sem veit nafn manns hefur hann á valdi sínu.
Þá er það einnig merkilegt við söguna um fslandsförina,
að það tekur talsverðan tíma að fara yfir hafið og norður í
Vatnsdal. Semsveinar eru þrjá sólarhringa í förinni, að
visu langtum skemur en tæki að fara á skipi þessa leið,
en samt talsverðan tíma. Þeir eru líka nokkra stund að
finna gripinn, og kenna um aðgerðum Finnunnar. Sálirn-
ar eiga við sitthvað að stríða á ferðum sínum, og ekki
hvað síst er þar um að ræða viðureign við aðrar sálir,
illar og góða. Um það verður fjallað nánar þegar segir
frá fylgjum og ráðendum dýra. 1 fornum sögum er oft tal-
að um að leita frétta og er ekki ósennilegt, að aðferðirnar
hafi ekki verið ólíkar aðferðum Samanna, eins og Jón