Morgunn - 01.12.1984, Blaðsíða 12
86
MORGUNN
Tylor hélt fram þeirri skoðun, að trúin á sálir væri
kjarni allra trúarhugmynda. Sálnatrúin er samkvæmt því
kveikjan að öllum hugmyndum um guði, anda, illa og góða.
Trúr þróunarhyggjunni, sem setti mark sitt á fjölmarga
vísindamenn á síðari hluta 19. aldar leitaði Tylor frum-
stigs menningar og trúarbragða, og fann í sálnatrúnni
þetta stig sem einkenna átti fyrstu hugmyndir manna um
æðri verur, og urðu kveikjan að guðshugmyndun eingyð-
istrúarbragða, sem eru samkvæmt Tylor æðsta stig átrún-
aðar. Tylor skilgreindi sálnatrúna sem trú á að allt væri
lífi gætt, hefði sál sem væri eftii’mynd hins lifandi líkama.
Þessi eftirmynd er tengd líkamanum en á sér annars sjálf-
stæða tilvei'u, er úr öðru og fíngerðara efni en líkaminn.
Þessar sálir sjást oft, bæði sem svipur lifandi veru eða vofa
hins látna. Vitneskjan um sálirnar er byggð á í’eynslu.
Menn hafa margséð sálirnar bæði í vöku og í svefni. 1
draumum hittast sálir lifandi og dauðra. Þar mætast sálir
fjarstaddra vina og kunningja, og eigin sál yfirgefur líkam-
ann í svefninum og fer út um allar ti’issur.
Eins og vikið verður að hér á eftir, þá eru sálnahug-
myndirnar tengdar margvíslegum öði’um viðhoi’fum, til
dæmis afstöðunni til sjúkdóma, dauða, framhaldslifs o. s.
frv. Og ekki má gieyma því, að endui'holdgunarkenningar
eru nátengdar sálnatrúnni, og byggja raunar á henni.
Foi’feðradýi’kunin er tengd henni. Því er mjög víða
trúað, að sálir þeirra, sem deyja, fari í börn, sem fæðast
næst eftir fráfall þeirra. Meðal svai’tra þræla í Ameríku
var um hi’íð nokkuð um það, að þeir fremdu sjálfsmorð
af því að þeir trúðu því fastlega, að þeir myndu endur-
mæðast í fornum heimkynnum sínum í Afi’íku. Ótal hug-
myndir eru um sálnaflakk, það er að sálirnar fari til skipt-
is í dýr og menn, eða séu jafnvel sameiginlegar fyrir dýr
og fólk. Vitranir, fjarskyggni, hamfarir og hugsanaflutn-
ingur hefur verið skýrður með sáinahugmyndum.
Ágætt dæmi um þessa tegund sáinati’úar er að finna í
ísienskum þjóðsögum. Þar er til dæmis sagt frá Dalakútn-