Morgunn - 01.12.1984, Blaðsíða 67
DAUÐI OG UPPRISA
141
INNSÆISHEIMUR
Minningar mínar frá innsæisheimi eru endalausar vídd-
ir, væri auðvelt að týnast þar. Þar er fegurð, friður og
frelsi.
Þar er tónlistin undursamleg og allar listir stórkost-
legar, allt fegurra og fíngerðara.
Af fjólubláa sviðinu man ég eftir tignarlegum muster-
um, þar lifa menn trúna, þar tigna allir sömu lífsupp-
sprettuna.
Þar er hægt að fara úr tívaþróuninni* yfir í mannþróun-
ina og öfugt.
Nemendahóparnir birtast oft í fuglalíki, bjartar sálir
með björtum leiðbeinendum (sagan um Jónatan Máv í
bók Richard Back, er í ætt við þessa sýn).
Mávarnir minna á frelsið.
Svanirnir minna á ævintýri og fegurð.
Ernirnir minna á skilning og yfirsýn.
Uglurnar minna á frið.
I innsæisheimi hef ég séð þær fegurstu, stærstu — skýr-
ustu — og ljósmestu mannverur, sem fyrirfinnast í heim-
um þessarar plánetu.
Já — líf manna er miklu lengra en við getum hugsað
°kkur. Við erum neistar úr einni stórri sól, sól guðdóms-
ins, við eigum líka eftir að verða fullkomin, en við eigum
bara svo langt í land með að ná hinni guðdómlegu full-
komnun.
Við getum hugsað okkur þá samlíkingu, að líf manns-
ins sé eins og einn dagur í tíma eilífðarinnar. Eins og
við klæðumst og göngum til vinnu okkar dag hvern og
afklæðumst að kveldi, klæðist manneskjan sínum jarð-
neska líkama og þegar tíminn er útrunninn leggur hún
þennan ytri búning til hliðar. Eftir hvildartimann, sem
* Tívar, annað orð yfir engla.
5