Morgunn - 01.12.1984, Blaðsíða 106
180
MORGUNN
undir Eyjafjöllum, með því að presturinn þar, séra Jakob
Ó. Lárusson, iá helsjúkur í Reykjavík. Þá var og séra
Sveinbjörn Högnason, prestur að Breiðabólstað í Fljóts-
hlíð, kosinn alþingismaður Rangæinga 1931. Við það féll
í minn hlut smávegis aðstoð og eftirlit í prestakalli hans
um þingtímann. Var það eðlileg afleiðing þess, að ég var
þá eini staðsetti presturinn í austurhluta sýslunnar, sem
7 kirkjur heyra til. Var ég því oft á ferðinni á þessum
árum og alltaf á hestbaki þar sem brýrnar á vötnin voru
ekki komnar.
Um vegalengdir má nefna að nær 40 km voru frá Berg-
þórshvoli til fjarlægustu kirkjunnar, Eyvindarhóla undir
Eyjafjöllum.
1 æsku hafði ég verið fremur veill í maga og það ágerð-
ist mjög á þessum árum. Lágu til þess ýmsar ástæður og
vil ég nefna nokkrar þeirra. 1 fyrsta lagi stundaði ég
mjög á þessum árum ádrátt fyrir sjóbirting í Affallinu að
sumarlagi. Fylgdi því oftast mikið vos og áreynsla. 1 öðru-
lagi átti ég á þeim árum mikinn og traustann hest, rauð-
an að lit, skagfirskan að uppruna. Var hann jafnframt af-
burða vatnahestur, sem þá kom sér vel þar eystra. Hins-
vegar var hann fremur harðgengur og þvi nokkuð þreyt-
andi á langleiðum. Fann ég það best er ég skipti yfir á
annan hest mýkri, sem ég jafnan hafði með í langferðum.
1 þriðja lagi áttu svo — að mínum dómi — blessaðar hús-
freyjurnar nokkra sök á magaveiki minni, og það af ein-
tómri rausn og hjartagæsku. Þá var venja að bera fram
súkkulaði, kaffi og sætar kökur ýmiskonar, prestum og
öðrum góðum gestum til handa. Annað þótti ekki við hæfi.
1 þéttbýlinu í austurhluta Rangárþings, þar sem dagarnir
entust tii húsvitjana á 6—8 bæjum, varð þetta mér einatt
hreinasta píslarganga. Blessaðar frúrnar héldu fast að
mér sætabrauðinu og sæta drykknum og sögðu oftast eitt-
hvað á þessa leið: „Ó þetta er svo ófullkomið hjá mér,
presturinn getur ekki bragðað á þessu“. Og ég sem, allt
vildi fyrir þessar ágætu húsfreyjur gjöra, féll langoftast