Morgunn - 01.12.1984, Blaðsíða 96
170
MOHGUNN
við aðra á þessu sviði mínu en þá, sem þekkja mig og eru
mér samstilltir.
Hér er minnzt á þessa hversdagslegu skýringu á mætti
hugsunarinnar aðeins tii þess að sýna yður, hve miklu
nær vér erum komnir uppsprettu sköpunarmáttarins. Við
erum smátt og smátt að læra að iifa í líkama og án hans.
Hér verð ég að láta staðar numið. Því fer fjarri, að
ég ætli að halda því fram, að í þessari bók, sem ég hef
verið að glíma við, sé svarað öllum spurningum vorum
um annað líf. Því siður er það gert í þessu ágripi af nokkr-
um hluta bókarinnar, sem ég hef nú flutt yður. En hinu
held ég fram, að ef þessar lýsingar eru teknar gildar, þá
fái menn þar svör við ýmsum mikilvægum spurningum
og alvarleg íhugunarefni. Um það, hvort menn eigi að
taka þær gildar, verð ég að þessu sinni að láta við það
sitja að segja yður, að ég er alveg sammála þeim um-
mælum Sir Olivers Lodge, sem ég hef þegar tilfært: „Ég
trúi því, að þetta sé áreiðaleg viðleitni við að gefa mönn-
um hugmyndir, sem séu nálægt því að vera réttar“.
Og svo bið ég yður að virða á hægra veg fyrir mér
þessa tilraun til að skýra frá nokkru af því, sem stendur
í þessari nokkuð þungu og torskildu, en að því er ég álít,
merkilegu bók.
fMorgunn, XIV. árg. 1933, bls. 11/01.