Morgunn - 01.12.1984, Blaðsíða 19
sálnahugmyndir ... 93
Hnefill Aðalsteinsson hefui’ getið til í riti sínu um kristni-
tökuna á Islandi.
Fjölmargar sagnir um shamanisma Sama eru til og eru
þær flestar í sama farvegi og frásögn Vatnsdælasögu. Ég
leyfi mér að geta hér tveggja sem báðar eru úr ritgerð
Arbmans um shamanisma.
Hin fyrri hljóðar svo í lauslegum úrdrætti:
„Það var á bóndabæ í Lomsjö, í Norður-Svíþjóð, að
fólk var samankomið og beið eftir sýslumanninum, sem
ætlaði að halda þing. Þetta var um vetur og var svo mikill
skafrenningur, að skaflar hlóðust á vegi. Sýslumaðurinn
tafðist því og kom ekki þegar við honum var búist. Menn
ui’ðu órólegir og undruðust um hann. Við ofninn í stof-
Unni sat gamall Sami. Menn vissu að hann gat spáð og
galdrað og þegar sýslumaðurinn kom ekki sagði einhver
við hann: ,Þú ættir að komast að hvað orðið hefur um
sýslumanninn“. Eftir nokkuð þref kvaðst hann mundu
reyna. En hann vildi vera einn og enginn mátti trufla
hann. Hann fór inn í kames. Þar lá hann lengi, og þegar
hienn undruðust hvað hann væri að gei’a gægðist einhver
inn um gættina. Saminn lá á rúminu eins og dauður væri.
Eftir nokkra stund kom hann fram og sagði: „Hann kem-
Ur eftir tvo tíma.“ Tveim tímum síðar kom sýslumaður,
fór úr vosklæðum og heilsaði fólkinu. En er hann kom
auga á Samann gamla varð hann undrandi. „Hvernig
homst þú hingað?“ sagði hann. „Við hittum þig fyrir
tveimur tímum niðri á Löngumýri og spurðum þig til veg-
ar.“
Hin sagan er ekki svo ólík sögunum í Vatnsdælu, eink-
Um vegna þess, að þar er getið um hvernig sálfarir sann-
&st með því að áþreyfanlegir gripir eru fluttir til.
Það var um miðja 17. öld, að erkibiskupinn í Uppsöl-
um fór norður í Lappland til að kveða niður hjáguða-
öýrkun og galdraiðkun Samanna. Hann kom til velstæðs
Sama, sem hafði orð á sér fyrir að kunna ýmisleg fyrir
2