Morgunn - 01.12.1984, Blaðsíða 79
NÝJUSTU KENNINGAR . . .
153
ég hafi flutt með mér frá fyrra jarðlífi, er mjög oft ekki
frá mínu lífi, heldur frá lífi sálar, sem hefur verið mörg-
um árum á undan mér á jörðunni og skilið eftir handa
mér uppdráttinn, sem réð mínu jarðlífi. Ég hef líka í mínu
jarðneska lífi búið til uppdrátt handa öðrum, sem heyrir
til mínum hóp. Allir erum vér sérstakar verur, þó að vér
verðum fyrir áhrifum frá öðrum í voru samfélagi á ýms-
um sviðum tilverunnar.
„Þegar Búddistinn talar um hringrás fæðinganna, stöð-
uga endurkomu mannsins til jarðarinnar, þá segir hann
ekki nema hálfan sannleikann. Og oft er hálfur sannleik-
ur ónákvæmari en fullkomið ranghermi. Ég mun ekki lifa
aftur á jörðunni, en ný sál, sem bætist við okkar hóp,
mun innan skamms fara inn í þann uppdrátt eða karma,
sem ég hef orðið fyrir hana á jörðunni. Auðvitað nota ég
orðið karma hér ekki í réttum skilningi. Því að það er
nokkuð meira og nokkuð minna en karma, sem þessi sál
erfir.
„Þér kunnið að svara mér því, að sálarmanninum nægi
ekki eitt jarðlíf. En meðan vér erum að þroskast hér, kom-
umst vér inn í þær endurminningar og þá reynslu frá
öðrum jarðlífum þeirra sálna, sem hafa verið á ferðinni á
undan oss og heyra til vorum hóp.
„Ég segi ekki, að þessi kenning sé algild. En hún er
áreiðanlega sönn og að svo miklu leyti, sem mín þekk-
ing og reynsla nær.
„Hér í framhaldslífinu verðum vér þeim mun meira
varir við hópsál, sem vér tökum meiri framförum. Að því
kemur, að vér fáum hlutdeild í reynslu bræðra vorra.
„Það má vel vera, að ýmsir menn vilji ekki trúa þess-
um staðhæfingum mínum. Þeir þrá annaðhvort óskerðan-
legt einstaklingseðli í framhaldslífinu eða nokkurs konar
andlegt ómegin í lífi guðs. Þér munuð skilja það af skýr-
ingu minni af hópsálinni, að vér erum einstaklingar og
partar af einni heild. Og þegar þér komið á fjórða stigið,
og enn betur á fimmta stigiu, munuð þér komast að raun