Morgunn - 01.12.1984, Blaðsíða 28
102
MORGUNN
myndum um að sumir hafi heppnina með sér, séu gæfu-
samir, lukkist það, sem þeir taka fyrir hendur. Stundum
eru þessir andar sálir framliðinna, en oftar þó sjálfstæðir
andar, sem tengdir eru öðrum heimi fastari böndum en
reikandi sálir framliðinna. Sumir hafa svo sterka sál, að
hún verður að verndaranda einhvers eftir dauðann.
Lífssál og lansasál
Rannsóknir á sálnahugmyndum í frumstæðum trúar-
brögðum hafa einkum verið stundaðar af kappi við há-
skólann í Stokkhólmi. Prófessor Arbman setti fram fyrir
nær fimmtíu árum meginhugmyndir sínar um hvers eðlis
þessi trú væri og hvernig unnt væri að flokka hugmyndirn-
ar þar að lútandi. Með athugunum sínum á sálnahug-
myndum í hindúasið tók hann eftir, að hægt væri að flokka
sálnahugmyndirnar í tvo aðalflokka: annars vegar í lífs-
sálir, hins vegar í lausasál. Lífssálin er hreyfiafl líkam-
ans, tilfinningar hans, andai’drátturinn, og hún greinist
oft í margar undirsálir, sem stjórna einstökum pörtum
líkamans. Oft er hún kölluð andardráttarsál, enda er and-
ardrátturinn skýrasta merkið um, að hún sé i líkaman-
um. Þegar andardrátturinn hvei’fur þá er maðurinn dauð-
ur, lífsál hans er á bak og burt. Eins og ég gat um áðan
þá er einnig algengt að telja veikindi stafa af þvi, að iíf-
sálin eða lífsálirnar hafi farið úr líkamshlutum (Arbman,
1927).12 Við dauðann hverfur þessi sál eða sálir, stundum
strax en stundum eftir nokkurn tíma. Fróðlegt væri að
rekja hvernig þessar hugmyndir tengjast draugatrúnni eins
og hún birtist til dæmis í fjölmörgum íslenskum þjóðsög-
um. Þar er mikill munur á hvort draugurinn er vakinn
upp eða hann fer á kreik áður en lífsálin hefur algeriega
yfirgefið líkamann. Draugur, sem vakinn er upp volgur,
það er meðan lífsálin er enn í eða nálægt líkamanum verð-
ur margfalt magnaðri og langlífari en hinn, sem kannski