Morgunn - 01.12.1984, Blaðsíða 65
DAUÐI OG UPPRISA
139
Ég hef líka mikið samband við móðurfólk mitt, en margt
af því býr i Geðheimum en aðrir í Hugheimi, og er eins
°g þau sem lengra eru komnir, hafi heimili í báðum
heimum, eru eins og að bíða eftir öllum úr ættinni, eða
fjölskyldunni og ætla þá að flytja.
Oft er svo að þeir sem deyja barnungir koma oft fljótt
aftur, einnig ungt fólk og þeir sem ungir eru í anda, ungir
leitendur, en fólk, sem bundið er sterkum minningum og
ftiyndum úr jarðheimi er oft lengi að vinna úr sínu og líður
því lengra á milli æviskeiða.
Inni á hinu bláa sviði geðheims eru margar kirkjur —
allskonar guðshús og moskur, er fólk fjarskalega trúrækið
t>ar í ,,landi“ og oft jafn fastheldið og hér, enda er líka hægt
að finna þar þungar trúarbragðadeilur.
Mjög þroskaðir menn koma á mörg þúsund ára fresti,
því hér er ekkert sem freistar þeirra.
Aðrar verur en manneskjur eru í geðheimi, þar er mikið
dýralíf og furðulegt álfakyn.
HUGHEIMAR
Á hinu fjólubláa sviði hugheims lærir fólk á blekk-
mguna. Hér er að finna einsetumenn, sem iðka og kenna
töfra — takið eftir — ég segi töfra, en á fjólubláu sviði
geðheims eru galdrar.
Hér lærum við að ráða yfir ljósinu og nota það til góðs
— því ljósið er orka, líf og tími. Að virkja ljósið er snilld,
að eyða með því er mikil ábyrgð. Hér eru fallegar kirkjur
°g allskonar guðshús, moskur sem musteri. Hér þekkja
rr*enn trúna.
Inn á 2., 3. og 4. sviðum hugheims er lífið að sjá líkt
°g í geðheimi, en er þó allt öðruvísi. Þar eru margir lista-
menn — myndhöggvarar og tónlistarfólk. Þar eru mjög
aberandi fallegir, stórir skrúðgarðar og mjög fallegir trjá-
Mndir og garðar fullir af höggmyndum. Þarna er gaman