Morgunn


Morgunn - 01.06.1990, Síða 7

Morgunn - 01.06.1990, Síða 7
Ævar Jóhannesson: UNDARLEG ATBURÐARÁS Inngangur Síðastliðinn áratug hafa verið að gerast undarlegir atburð- ir í lífi mínu, sem ég í fyrstu ræddi við fáa. Þessir atburðir hafa stöðugt haldið áfram að koma fram og virðast stefna að ákveðnu marki sem ég hef smátt og smátt verið að gera mér ljóst. I fyrstu var ég mjög tortrygginn og forðaðist að ræða þessi mál við aðra en bestu vini mína. Síðan kom langt efasemda- tímabil þar sem ég gat ekki annað en tekið eitthvað mark á þessum síendurteknu atburðum, en var þó mjög tortrygg- inn og með köflum vantrúaður. Eftir því sem tíminn leið og fleiri einstaklingar flæktust inn í atburðarásina dró úr tortryggni minni. Verði einhver ein- staklingur fyrir undarlegri reynslu einn sér, getur hann auðveldlega farið að hugsa sér að allt þetta sé upprunnið í eigin vitund. Hann getur jafnvel ímyndað sér að geðheilsu hans sé í einhverju ábótavant. Séu fleiri en einn vitni að því sama, er hinsvegar lítil hætta á slíkum hugrenningum. Það síðasttalda varð niðurstaðan hvað mig varðaði. Næst- um því allir þeir undarlegu atburðir sem mig hafa hent, tengjast öðrum einstaklingum og í tímans rás hafa fleiri og fleiri, oft algerlega óskyldir aðilar, orðið hluti þessa púslu- spils þar sem nýir og nýir bitar eru sífellt að koma í ljós og skýra heildarmyndina. 5

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.