Morgunn - 01.06.1991, Side 16
Mér var stýrt í þetta starf
MORGUNN
- Við erum alltaf að hitta fólk sem við höfum hitt áður og
þekkt, sálirnar þekkjast. Ég kynntist t.d. konu þegar ég var
fertug. Það er alveg sama hvar við erum þegar við hittumst,
þá er eins og við hefðum sést fyrir klukkutíma. Þetta er hún
Halla Haralds, listakona í Keflavík. Veistu hvernig ég kynnt-
ist henni?
Ég sat á læknastofu með blað í höndunum. Ég var að fletta
og hugsa: „Nei sko, krossgáta, best að vita hvort einhver er
með blýant." Þá kemur hún og segir: „Heyrðu, er það ekki
þetta sem þú ert að leita að?"
Þarna eru sálir sem þekkjast, þetta er engin tilviljun.
Ég get alveg sagt þér hafsjó af svona sögum, því að ég hef
lifað í þessu alla ævi. Dauðinn er í rauninni enginn dauði.
Maður er bara hérna um stundarsakir. Trúirðu því að uppá-
haldslagið mitt er Hótel Jörð?
Maður getur verið hér í eitt ár og maður getur verið hér í
hundrað ár. Það fer bara eftir því hvað maður á að afgreiða.
Börn og fyrra líf
Það er Uka eitt sem mér finnst svolítið gaman að hugleiða,
og það eru börnin. Þegar sonur minn einn var pínulítill sat
hann alltaf í jógastellingu. Það er örugglega eitthvað sem
hann þekkti, þó að það sé ekki endiiega frá síðasta lífi. Hann
var alveg bersköllóttur þegar hann fæddist og fram eftir
öllum aldri var hann mjög rór. Bræðurnir voru að harnast í
kringum hann, en hann gat setið svona í jógastellingu
langtímum saman. En allt í einu stóð minn upp og sló þá í
hausinn með blaði eða einhverju.
Þessar minjar fyrri lífsskeiða koma aðallega fram hjá börn-
um en eldast svo af. En hafir þú skoðað þetta, kannski spurst
fyrir og punktað eitthvað hjá þér verðurðu færari um að
stýra sjálfum þér í framtíðinni.
Sem móðir held ég að þetta sé afar mikiivægt. Það er alveg
greinilegt að við krakkarnir mínir höfðum öll verið mjög
mikið saman í fyrri tilverum. Þau koma öll oft í heimsókn
14