Morgunn


Morgunn - 01.06.1991, Side 48

Morgunn - 01.06.1991, Side 48
Jeanette Rowden: VERTU MIÐILL BLESSUNAR Það er eins og að allir séu að tala um miðla í dag. Það eru jafnvel haldin námskeið þar sem þú getur lært að vera þinn eigin miðill. Fyrir nokkrum mánuðum síðan horfði ég á dagskrá á vegum Oprah Winfrey um nýaldarhreyfinguna. Einn af gestunum var miðill frá vestur ströndinni. Hún lýsti því hvernig framliðin vera hefði birst sér og beðið leyfis til þess að mega nota líkama hennar í þeim tilgangi að koma skila- boðum til mannkynsins. Hún samþykkti það og stundar nú ábatasama miðilsstarfsemi. Áheyrendur fengu beinan fyrirlestur. Umleið og ég horfði og hlustaði á það sem þessi vera hafði að segja, þá velti ég því fyrir mér hver í veröldinni vildi borga fyrir að hlusta á svona óljós skilaboð. Og ég gerði mér þá ljóst að þó að einhver vera vildi nota efnislegt starfstæki annarrar þá væri ekki nokkur trygging fyrir því að þessi vera hefði eitthvað að segja semkæmi einhverjum að gagni. Edgar Cayce sagði oft að þegar manneskja hefði flust yfir til þess „fyrir hand- an" þá bættist henni ekki nein meiri vitneskja en hún hefði búið yfir á meðan hún dvaldi hérna megin. í dálestrum Edgar Cayce er margt um „miðilsstarfsemi.” Ég kynntist þessari fræðigrein fyrst fyrir mörgum árum þegar ég fór að kynna mér dálestrana. Ég hafði afar lítinn andlegan skiining til að bera þá en ég skildi það þó þegar Cayce sagði að við yrðum öll hugleiðendur ef við ykjum skilning okkar. Hann kvað fyrsta skrefið vera það að koma sér upp andlegri hugsjón sem markmiði í lífinu. Ég valdi skilning sem mitt fyrsta andlega markmið. Næsta skref var að velja einkunnarorð til þess að nota sem markmið í hugleiðslu og sem hefði hagnýtt gildi í daglegu lífi. 46

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.