Morgunn


Morgunn - 01.06.1991, Page 62

Morgunn - 01.06.1991, Page 62
Lífið fyrir handan MORGUNN en fyrir þeim sem lifa fyrir handan er hið huglæga raun- veruleikinn en efnisheimurinn skugginn. Ykkur mun eflaust veitast erfitt að meðtaka þetta en þið munið finna fullkomna hliðstæðu ef þið hugsið um drauma ykkar. Þegar ykkur dreymir þá er allt sem þar gerist raun- verulegt á þeirri stundu sem það á sér stað. Það verður aðeins að draumum þegar þið vaknið. Ef þið mynduð aldrei vakna og það að dreyma væri við- varandi ástand tilveru ykkar þá yrði það ykkar raunveru- leiki. Andlegi heimurinn er aUsstaðar umhverfis okkur. Sumt fólk sér hann og heyrir frá honum vegna þess að það getur stillt sig inn á tíðni hans. Hann er ekki staðsettur í einhverri fjarlægri heimsálfu. Hann er hluti alheimsins og blandast saman við efnisheiminn. Þið verðið að losa huga ykkar við þá gamaldags hugmynd að eftir „dauðann" sé ekkert nema ótruflaður eilífur svefn. Það kann að eiga sér stað í fyrstu stuttur hvíldartími til þess að gera þeim nýkomna kleift að aðlagast hinu nýja b'fi sínu. Þetta tekur yfirleitt stuttan tíma. 60

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.