Morgunn


Morgunn - 01.06.1991, Side 78

Morgunn - 01.06.1991, Side 78
Unnur Guðjónsdóttir MINNING * Kveðjuorð frá Sálarrannsóknafélagi Islands Látin er Unnur Guðjónsdóttir, huglækningamiðilJ. Með henni er gengin til æðri heima og starfa mikilfengleg kona og yndisleg sál, sem margir eiga mikið að þalcka fyrir und- ursamlega hjálp er hún veitti með aðstoð sinna hjálpenda að handan. Unnur var sérstaldega fórnfús manneskja, sem ekkert aumt mátti sjá og var alltaf reiðubúin að rétta hjálparhönd þeim sem þrautir liðu og um sárt áttu að binda. Við hjá Sálarrannsóknafélagi Islands eigum Unni margt og mildð að þakka fyrir ósérJilífni og elskulegheit sem hún alJa tíð sýndi félaginu og margir eru þeir er borið gætu vitni um næsta ótrúlegan bata sem þeir hlutu fyrir hennar tilstilli. Unnur hafði dulræna hæfileika allt frá barnæsku og sagði hún mér eitt sinn frá því að móðir hennar, sem var höfuð- veik, hefði fljótt fundið það út að hún hefði lælcningamátt í höndunum og bað hún Unni oft að taka um höfuð sér og brást þá eklö að líðan hennar varð allt önnur og betri við það. Og margir áttu eftir að njóta lílcnandi handa Unnar síðar á lífsleið hennar en hún starfaði við huglælcningastörf hjá Sálarrannsóknafélagi Islands um nærfellt 20 ára skeið. Unnur var einnig félagi í Landssambandi breskra heilara en þessi samtök vinna eftir mjög ströngum reglum varðandi þessi atriði og viðurkenna ekki innan sinna samtaka aðra en þá sem sýna ótvíræða hæfileika til heilunarstarfa. Með sína mikilhæfu heilunarhæfileika átti Unnur greiðari að- gang að þessum samtökum. Unnur var manneskja sem gaf mikið af sjálfri sér og átti virðingu allra sem áttu þess kost að umgangast hana. Henni 76

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.