Morgunn


Morgunn - 01.06.1991, Page 79

Morgunn - 01.06.1991, Page 79
morgunn Minning þótti alltaf ákaflega vænt um samferðafólk sitt og betra viðhorf er vart hægt að hugsa sér fyrir manneskju sem starfar að þeim málum er Unnur gerði. Fyrr á árum gerði hún einnig nokkuð af því að fara út á land til starfa svo fleiri mættu fá líkn þrauta fyrir hina undursamlegu náðargáfu hennar. A sjötíu ára afmæli Sálarrannsóknafélags íslands var hún heiðruð af stjórn félagsins fyrir heilladrjúgt starf hjá félag- inu og það traust sem hún alltaf sýndi því. Unnur var hógvær kona og vildi aldrei gera mikið úr hæfileikum sínum. Vildi hún alltaf taka skýrt fram að hún væri aðeins tengiliður fyrir aðra og meiri læknendur. Það dylst þó engum sem þessi mál hefur kynnt sér að það þarf tvo til og það er ekki minnsta málið að farvegur þeirrar lækningaorku, sem okkur er hér í efninu búum er gert kleift að njóta með þessum hætti, sé hreinn, vammlaus og vel af Guði gerður. I því efni var Unnur svo sannarlega rétt mann- eskja í réttu starfi. Ekki hefur umræða og viðhorf um dul- ræn málefni alltaf verið jafn opin og hún er í dag og hefur Unnur áreiðanlega munað tímana tvenna í þeim efnum, eins og þeir fleiri sem lengi hafa að þessum málum starfað. En í hennar huga var aldrei nokkur efi um raunveruleika þessara mála og að líf væri að loknu þessu. Þar var hún föst fyrir eins og hún jafnan var í þeim málum sem hún taldi sönn og rétt. 77

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.