Morgunn - 01.06.1991, Page 83
MORGUNN
Minning
Mikill er sá fjöldi fólks sem fékk hj álp frá Unni og huglækn-
um hennar á þessu tímabili og vandamálin voru margs
konar sem leyst voru, þó að aldrei væri hægt að leysa vanda
allra.
Góð vinátta tókst miHi okkar og við höfðum áhuga á að
rannsaka læknasamband hennar og árangur þess. Ekki
tókst okkur að upplýsa hverjir störfuðu þar, en svörin voru,
að árangurinn skipti mestu máli, sem við urðum auðvitað
að samþykkja. Unnur var óvenju hlédræg og hógvær í
framkomu, einlæg og jákvæð við alla sem til hennar leituðu.
Unnur hefur nú lokið miklu þjónustuhlutverki hér, en
góðverkin eru eini gjaldmiðillinn, sem hægt er að flytja milli
tilverustiga, og væntum við þess að Unnur uppskeri þar
nkulega, og óskum við henni fararheillar.
Haraldi, Sigrúnu, Fjólu og Þresti vottum við samúð og
kveðjum góðan vin.
Lilja og Guömundur Einarsson
81