Morgunn


Morgunn - 01.06.1991, Side 86

Morgunn - 01.06.1991, Side 86
Útdráttur úr skýrslu MORGUNN aukist ört og er nú um stundir orðinn rétt um 3100 einstak- lingar. Óhætt er að fuUyrða að svo margir hafa félagsmenn aldrei verið áður í sögu félagsins. Og oft og víða hafa menn spurt sjálfa sig og aðra hver sé eiginlega ástæðan fyrir svo geysilega auknum áhuga fólks á þessu og tengdum málefnum. Því er vissulega erfitt að svara. Mín skoðun er þó sú að hluta skýringarinnar megi finna í sífellt aukinni fjölmiðlun og opnara samfélagi yfir- leitt. Ég held að hinn svo oft nefndi þögli meirihluti hafi alla tíð haft mikinn áhuga á svo kölluðum dulrænum málefnum en þessi þögli meirihluti hefur einfaldlega í gegnum tíðina ræktað sinn áhuga í kyrrþey. Hér spilar einnig inn í tel ég, að áhersla starfsins hefur færst lítillega til, á þann veg að farið er að vinna meira með einstaklingnum sjálfum, kenna fólki að greina meir eigin hæfileika, opna fyrir því heim ótæmandi möguleika til skynjunar. Skynjunar sem í raun- inni hefur alltaf verið fyrir hendi en sem fólk oft á tíðum ekki hefur gert sér grein fyrir að það væri að beita. Þessu höfum við hjá Sálarrannsóknafélagi íslands fylgt eftir og um leið gert okkur grein fyrir að þetta væri krafa félaganna og tímans í dag. Þannig höfum við breitt nokkuð úr starfsem- inni, m.a. tekið inn hugleiðsluþjálfun og djúpslökun, leið- beint fólki sem hefur leitað til félagsins og frætt það um dulræna hæfileika, stuðlað að þjálfun miðla og heilara, auk hefðbundins miðla- og huglæknastarfs. En upp úr stendur samt sem áður, þrátt fyrir ýmsar nýjar áherslur í starfinu, þungamiðja þess nú sem og áður, þ.e. sjálft miðilsstarfið og huglækningamiðlunin. Og þar kem ég enn að einum þætti hins geysimikla áhuga fólks á starfsemi Sálarrannsóknafélagsins, en það er nú staðreynd að nú starfar á vegum þess íslenskur miðill, Þórunn Maggý Guð- mundsdóttir. Maggý hefur sýnt það ogsannað að hæfileikar hennar eru ótvíræðir og margar þær sannanir sem hún hefur lagt á borð verið mjög góðar. Ég minntist hér áðan á hinn þögla meirihluta sem í gegn- um tíðina hefði alltaf fylgt spíritismanum að málum, þó ekki hefði kannski hátt farið. Þar hefur forsjónin líka, eða þjónar hennar á eilífðarbrautinni, lagt sitt af mörkum. 1 gegnum 84

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.