Morgunn - 01.06.1991, Side 92
Útdráttur úrskýrslu
MORGUNN
það að ræða við félagsmenn, einn eða fleiri hverj u sinni, allt
eftir óskum viðkomandi, um flest það er lýtur að starfsemi
félagsins og ýmislegt er lýtur að dulrænum hæfileikum.
Verður ekki annað sagt en að hlutverk það sem nefndin
ætlaði sér hafi mælst vel fyrir og hefur jafnan verið fullbók-
að á fundi hennar, ef frá er talinn sá síðasti á starfsárinu.
Reyndar kom í ljós að málefni félagsins sem slíks voru ekki
mikið til umræðu á þessum fundum en aðallega vildi fólk
fræðast um ýmsa dulræna hæfileika sem það hafði fundið
fyrir hjá sér og hvernig það ætti að bregðast við þeim. Tel ég
að nefndin hafi sýnt fram á nauðsyn sína og að flestir gesta
hennar hafi gengið ánægðir af fundi. Tel ég einnig alveg
nauðsynlegt að félagsmenn geti með þessum hætti haft
aðgang að fólki með reynslu af þessum málum og geti
þannig leitað sér upplýsinga og fræðslu.
í nefndinni voru við stofnun hennar auk undirritaðs, Kor-
mákur Bragason, Þórunn Maggý Guðmundsdóttir, Unnur
Guðjónsdóttir og Sigurbjörn Svavarsson. Við fráfall Unnar
kom Hafsteinn Guðbjörnsson inn í nefndina. Vil ég þakka
þessu fólki öllu gott samstarf innan nefndarinnar í vetur.
í febrúar hóf Anna Herskind að leiðbeina félagsmönnum
er þess óskuðu í hugleiðslu og djúpslökun. Var hún með
tíma á hverjum föstudegi. Hefur þessi nýbreytni í félags-
starfinu mælst vel fyrir og hefur Anna sýnt að hún er mjög
hæfur leiðbeinandi í þessum efnum. Má segja að með þessu
sé félagið að sinna vissum grundvallaratriðum er varða
þjálfun dulrænna hæfileika.
Félagsfundir, fyrir utan aðalfund, voru aðeins tveir á ár-
inu, og má segja að opnu húsin hafi að mestu tekið við
hlutverki félagsfundanna. Þessir félagsfundir voru haldnir
í janúar og apríl.
Á janúarfundinum flutti undirritaður þýtt erindi er nefnd-
ist „Hugrekki til að syrgja" og á aprílfundinum hafði Anna
Herskind framsögu um karmalögmálið auk þess sem rædd
voru félagsmál.
Hafsteinn Guðbjörnsson sem verið hefur í heilunarþjálf-
un á vegum Zenu Davies hefur verið aðal lækningamiðill
félagsins eftir að Unnur Guðjónsdóttir féll frá. Hefur Haf-
90