Morgunn


Morgunn - 01.06.1991, Side 93

Morgunn - 01.06.1991, Side 93
morgunn Útdráttur úr skýrslu steinn sýnt mikla hæfileika til heilunar og árangur starfs hans verið mjög góður. Hann hefur starfað einu sinni í viku, þ e. á miðvikudagskvöldum og hefur aðsókn til hans farið hraðvaxandi og mun nú svo komið að fólk þarf að bíða í yfirleitt þrjár til fjórar vikur til þess að komast að hjá honum. Það er því ljóst að þörfin á þessu líknarstarfi er mikil og hefur stjórn félagsins því lagt áherslu á að fá fleiri góða heilara til starfa sem fyrst. A vegum félagsins hafa starfað 5 þróunar- og bænahringir i vetur og það er gaman að geta greint frá því að innan þeirra hafa komið fram talsvert af verulega hæfileikaríkum mann- eskjum á ýmsum sviðum þessara mála og m.a. heilun. Vil eg færa umsjónarmönnum hringanna, þeim Kormáki Bragasyni, Auði Hafsteinsdóttur og Þórunni Maggý Guð- wundsdóttur bestu þakkir fyrir afar gott og hvetjandi starf á þeim vettvangi. Eins og ég gat um áðan var Hafsteinn í heilunarþjálfun og skóla hj á Zenu Davies og er hann nú orðinn félagií breskum heilunarsamtökum, The Christian spiritualist association, °g starfar því m.a. skv. þeirra reglum og sl<yldum, sem eru afar strangar. Zena hefur á sama hátt tekið í sérstakt nám 4 aðila úr fyrrgreindum þróunarhringjum og erum við að vona að það fólk geti komið til starfa á næsta starfsári. Sumt af þessu fólki situr reyndar nú þegar sem stuðningsaðilar á fundum hjá Hafsteini, auk þess sem vel gengur með þjálfun vænt- anlegra skyggnilýsingamiðla. Það er því óhætt að segja að verulega bjart sé yfir þessum þætti starfseminnar og ljóst að félagið á Zenu Davies mikið að þakka fyrir velvilja hennar og ósérhlífni við að aðstoða okkur í þessu máli. Einu sinni í mánuði voru einnig hafðar svo kallaðar heil- onartilraunir á vegum félagsins, þar sem fólk úr þróunar- hringum gat þjálfað sig og kynnst heilun. Umsjón með þessum tilraunum höfðu að mestu þær Þórunn Maggý og Auður Hafsteinsdóttir og færi ég þeim hér með bestu þakkir fyrir gott starf að því máli.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.