Morgunblaðið - 21.12.2008, Side 4

Morgunblaðið - 21.12.2008, Side 4
4 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 EINS OG greint var frá í Morg- unblaðinu á fimmtudag keypti FS7, félag í eigu Finns Ingólfssonar, fjórðung í Langflugi í desember 2007. Langflug hafði mánuði áður keypt 32% hlut í Icelandair. Keypti FS7 hlutinn á einn milljarð, en tók á sig um leið ábyrgð á fjórðungi skulda Langflugs, eins og Finnur benti sjálfur á í Morgunblaðinu á föstudag. Þann 21. febrúar var samþykkt að veita FS7 kauprétt að tveimur milljörðum í Langflugi að nafnvirði, en hlutafé Langflugs var þá fjórir milljarðar. Í ágúst 2007 skipti Finnur á bréfum sínum í Langflugi og 7,9% hlut í Icelandair. Þá keypti Finnur bréf af öðrum hluthöfum í Ice- landair, þ. á m. AB 57, félagi í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Samtals safnaði Finnur saman 15,5% í Ice- landair, sem hann seldi á genginu 32 og keypti Máttur bróðurpartinn af þessum bréfum. Hagnaður FS7 af sölu sinna 7,9% í Icelandair var um 400 milljónir. Að þessum viðskiptum loknum nýtti FS7 sér kaupréttinn að tveim- ur milljörðum í Langflugi og greiddi fyrir það tvo milljarða króna. Eftir þau viðskipti ræður FS7 yfir tveimur þriðju hlutum í Langflugi á móti einum þriðja hluta Giftar. Hlutur Langflugs í Ice- landair er 23,8% og óbeinn eign- arhlutur FS7 því um 15,9%. Viðskiptin voru gagnrýnd af stjórnarmönnum í Gift og sagði einn þeirra að aðstaða Giftar til að fá gott verð fyrir sinn hlut væri verri en áður. Markmiðið með kaup- réttarsamningnum við FS7 hefði verið að minnka hlut Giftar í Lang- flugi, en ekki að skapa kauprétt á lágu verði til að endurselja á hærra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýtti sér kauprétt ICELANDIC Gro- up varð til í júní 2005 við samein- ingu SH og Sjó- víkur og fengu hluthafar Sjóvík- ur þriðjung í hinu sameinaða félagi. Sjóvík hafði ár- ið áður keypt Ice- land Seafood Corporation af SÍF, en einn eigenda Sjóvíkur var félagið Serafin Shipp- ing. Fékk Serafin í sinn hlut um 6% hlut í Icelandic. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins var Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður SÍF, eigandi Se- rafin. Hann mun hins vegar hafa haldið þessum eignatengslum leyndum fyrir stjórn SÍF, þegar ákveðið var að selja Iceland Sea- food til Sjóvíkur. Við afgreiðslu málsins í stjórn SÍF tók Ólafur ekki þátt í lokafrágangi þess og bar við tengslum sínum við Sund, stærsta eiganda Sjóvíkur. Sund var þá hluthafi í Keri ásamt Ólafi. Minntist hann hins vegar ekki á eignarhald sitt yfir Serafin. Að sameiningunni lokinni var eignarhluta Serafin í Icelandic skipt upp á milli tveggja félaga, Fordace Limited og Deeks Associates. Með 6% hlut í Icelandic hefði Serafin orðið tilkynningarskylt við Kaup- höllina. Eftir skiptin var hlutur For- dace í Icelandic 4,47% og hlutur Deeks 1,49%. Hvorugt félagið var því með yfir 5% í Icelandic Group og því ekki tilkynningarskylt til Kauphallarinnar. Leyndi eignarhaldi Ólafur Ólafsson. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is U m mitt ár 2006 keypti Exista allt hlutafé VÍS eignarhaldsfélags, móð- urfélags Vátryggingafélags Íslands, og greiddi fyrir með hlutum í Ex- ista. Stærsti eigandi VÍS var Kaup- þing, með 29,6%, en þá áttu Samvinnutryggingar 25,8%, Hesteyri ehf., 24,7%, Samvinnulífeyrissjóð- urinn 10% og Andvaka 5,3% í VÍS. VÍS hafði orðið til árið 1989 með sameiningu Brunabótafélags Íslands og Samvinnutrygginga. Eignarhaldsfélagið Andvaka bættist í eigendahóp VÍS þegar Lífís varð hluti af félaginu. Andvaka var að helmingi í eigu Samvinnutrygg- inga, síðar Giftar, og þá áttu Samvinnutryggingar þriðjung í Hesteyri. Aðrir eigendur Hesteyrar voru Skinney-Þinganes, félag í eigu Halldórs Ás- grímssonar og fjölskyldu, og Fiskiðjan Skagfirð- ingur, síðar FISK Seafood. Fiskiðjan er dótt- urfélag Kaupfélags Skagfirðinga, en kaupfélagsstjórinn, Þórólfur Gíslason, var jafn- framt stjórnarformaður Samvinnutrygginga. Gift gat ekki selt sinn hlut Exista átti fyrir 20% í VÍS, en verðmæti hluta- fjárins, sem aðrir eigendur fengu í Exista, var metið á um 53 milljarða króna. Eftir sameiningu Exista og VÍS áttu Samvinnutryggingar 5,7% í Exista og Hesteyri átti önnur 5,7%. Andvaka átti hins vegar 1,6%. Ári síðar, í júní 2007 er tekin ákvörðun um að breyta Eignarhaldsfélaginu Sam- vinnutryggingum í hlutafélag, sem bera átti nafnið Gift. Eigendur yrðu tryggingatakar í Sam- vinnutryggingum og Brunabótafélaginu, auk sjálfseignarstofnunarinnar Samvinnusjóðsins. Á stjórnarfundi í Gift hinn 7. nóvember var eign- arhluti félagsins í Exista gerður að umtalsefni. Töldu sumir stjórnarmenn að óvarlegt væri að meira en helmingur eigna Giftar væri í Exista og hlutdeildarfélögum og var lögð fram tillaga um að eignarhlutur Giftar í þessum fé- lögum yrði minnkaður. Sam- kvæmt fundargerðum, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, greindi stjórn- arformaðurinn, Þórólfur Gíslason, þá frá „óformlegu samkomulagi“ við Exista um að hlutur Giftar yrði ekki seld- ur fyrr en á árinu 2008. Hendur Hesteyrar voru hins vegar ekki bundnar á sama hátt, en eins og áður segir á dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, sem Þórólfur Gíslason stýrir, þriðjungs- hlut í Hesteyri. Hinn 22. des- ember 2006 barst til- kynning til Kauphall- arinnar um að Hesteyri hefði selt 1,91% í Exista og var í fjölmiðlum talað um að sölugengið hefði verið 23. Fékk Hesteyri því 4,9 milljarða króna fyrir hlutinn. Eftir söluna átti Hesteyri 3,82% í Exista og voru viðskipti félagsins með hluti í Exista því ekki lengur tilkynning- arskyld. Söluréttur Hesteyrar Af þeim sökum er ekki vitað hvenær nákvæm- lega Hesteyri seldi afganginn af bréfum sínum í Exista, en í dag er félagið ekki lengur í hópi 20 stærstu hluthafa í Exista. Til samanburðar má nefna að Andvaka er enn á þeim lista, en eign- arhlutur Hesteyrar í Exista var í upphafi fjórum sinnum stærri en hlutur Andvöku. Samkvæmt gögnum, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, var hlutur Giftar ekki einungis bundinn fram á árið 2008, sam- kvæmt samkomulagi stjórnarformannsins við Exista, heldur var Hesteyri með sölurétt á sínum hlut til Exista. Hagsmunir Hesteyrar og eigenda þess voru því mun betur tryggðir en hagsmunir Giftar. Hlutur Giftar í Exista var aldrei seldur og er nú nær verðlaus, en gengi bréfa Exista hleyp- ur nú á nokkrum aurum, en fór í júlí 2007 yfir 40. Hefði 5,7% hlutur Giftar verið seldur á því gengi hefðu 24,5 millj- arðar fengist fyrir hlutinn. Á gengi síð- asta föstudags, fimm aurum á hlut, fengj- ust hins vegar að- eins um 30 milljónir króna fyrir hlutinn. Hendur Giftar bundnar  Ekki var jafnræði með hluthöfum VÍS þegar samið var um sameiningu VÍS og Exista  Hlutur Giftar var bundinn til ársins 2008, en Hesteyri hafði sölurétt á sínum hlut Morgunblaðið/Kristinn Ráðherrar Halldór Ásgrímsson og Finnur Ingólfsson, fyrrver- andi ráðherrar, tengdust S- hópnum með ýmsum hætti. ÞEGAR Búnaðarbankinn var einka- væddur árið 2003 var kaupandinn hópur fyrirtækja sem kallaður var S-hópurinn. Voru það fyrirtæki sem áttu rætur sínar að rekja til Sam- bands íslenskra samvinnufélaga (SÍS). Félögin, sem keyptu 45,8% kjölfestuhlut í Búnaðarbankanum, voru Ker, VÍS, Samvinnulífeyr- issjóðurinn og Samvinnutrygg- ingar. Ólafur Ólafsson var, og er, stærsti eigandi Kers. Helstu eignir félagsins voru Olíufélagið, tæplega 50% hlutur í Samskipum, um 14% hlutur í SÍF og 11% hlutur í Vinnslu- stöðinni. Eins og áður hefur komið fram voru Samvinnutryggingar stór hlut- hafi í VÍS, en þá átti Hesteyri stór- an hlut í félaginu auk Andvöku og Samvinnulífeyrissjóðsins. Hesteyri var svo í eigu Skinneyjar-Þinga- ness, félags í eigu fjölskyldu Hall- dórs Ásgrímssonar, FISK Seafood, dótturfélags Kaupfélags Skagfirð- inga (KS) og Samvinnutrygginga. Stjórnarformaður Samvinnutrygg- inga var Þórólfur Gíslason, sem einnig var stjórnarformaður VÍS og kaupfélagsstjóri KS. Samvinnutryggingar voru hins vegar gagnkvæmt félag, líkt og kaupfélögin gömlu voru. Eigendur voru tæknilega þeir sem voru í við- skiptum við félagið á hverjum tíma, en eftir stofnun VÍS töldust eig- endur Samvinnutrygginga þeir sem verið höfðu í viðskiptum við félagið nokkur ár fyrir 1989. Þetta voru þeir aðilar, sem áttu að verða hlut- hafar í Gift, þegar ákveðið var að breyta Eignarhaldsfélaginu Sam- vinnutryggingum í hlutafélag. Fulltrúaráð Samvinnutrygginga skipaði í stjórn félagsins, en eig- endur þess, tryggingatakarnir, höfðu ekkert um stjórn félagsins að segja. Tengsl þessara fyrirtækja voru náin og krosseignatengsl töluverð. Nokkuð dró hins vegar úr tengslum Kers og Samvinnutrygginga/VÍS þegar Ker seldi eignarhlut sinn í VÍS til Kaupþings. VÍS átti hins veg- ar hluti í Samskipum, SÍF, Vinnslu- stöðinni og öðrum fyrirtækjum tengdum Keri. Ljóst er að eignir VÍS-hluta S- hópsins hafa minnkað til muna, en þessir aðilar áttu stóra hluti í Kaup- þingi og Exista, sem nú eru nær verðlausir. Gift, áður Sam- vinnutryggingar, eru tæknilega gjaldþrota. Leifar Sambands íslenskra samvinnufélaga Morgunblaðið/Þorkell Kátir Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson eftir kaupin á Bún- aðarbankanum árið 2003. Stjórn Þórólfur Gíslason var stjórnarformaður Samvinnutrygginga við samruna VÍS og Exista. Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.