Morgunblaðið - 21.12.2008, Síða 18

Morgunblaðið - 21.12.2008, Síða 18
18 Tónlist MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 ÍS L E N S K A S IA .I S U T I 44 21 0 11 .2 00 8 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Brettapakkar 20% afsláttur Brettadeildin er í Kringlunni Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is B ergþóra Jónsdóttir, koll- egi minn, segir Þorleif Gauk stórflinkan munn- hörpuspilara og segist viss um að hann eigi eftir að gera stóra hluti. Bergþóra dugar mér alveg, ég þarf ekki frekari vitna við. Grípa öll í hljóðfæri Hann er nýorðinn 17, þegar við tölum saman, var að taka bílprófið, sem hann „missir“ um leið og fjöl- skyldan flytur til Noregs 22. desem- ber. Þar í landi þarftu að vera 18 til þess að hafa bílpróf. „Ég var búinn með bóklega hlutann og tíminn fyrir þann verklega var að renna út. Svo ég ákvað að skella mér bara í prófið. Vonandi fæ ég það viðurkennt með einhverjum hætti í Noregi.“ Þau eru fimm systkinin og hafa öll fengið tónlistarlegt uppeldi. „Við grípum öll í eitthvert hljóðfæri. Og yngri systir mín syngur. Við gætum þess vegna stofnað fjölskylduband.“ Faðir hans, Davíð Sigurðsson, er smiður og móðir, Sesselja Guðrún Guðjónsdóttir, kennari og hann seg- ir þau bæði komin með vinnu í Staf- angri. Sjálfur ætlar hann að sinna tónlistinni áfram. Munnharpan kom í kaupbæti „Ég byrjaði fimm ára á trommur, man reyndar ekki af hverju ég valdi þær. En svo tók blokkflautan við. Ég æfði mig stanzlaust og foreldrar mínir létu það yfir sig ganga. Þau hafa alltaf verið mjög hvetjandi. Tónlistin er meira úr mömmu, bróð- ir hennar er Þorleifur Guðjónsson, bassaleikari í KK bandi, og heima hjá þeim voru menn alltaf að spila í kjallaranum. Þar komu allir þeir beztu; KK og Bubbi þar á meðal. Níu, tíu ára fór ég að spila á gítar og var kominn í fyrstu hljómsveitina á Skaganum 13 ára.“ Hann brosir ei- lítið vandræðalegur, þegar hann man ekki hvað fyrsta hljómsveitin hét. Munnhörpunni kynntist hann fyr- ir 2-3 árum. Þá keypti hann gítar á netinu og munnharpa fylgdi með í kaupbæti! „Ég fór að fikta við hana, af einhverri rælni, þreifaði mig áfram og fannst hún ótrúlega skemmtilegt hljóðfæri. Ég lærði mest á hana af netinu; af Adam Gus- sow, og svo var bara að æfa og æfa. Fyrir svona ári byrjuðum við Tommi vinur minn svo að spila sam- an, ég á munnhörpu og hann á gítar. Við köllum okkur Devil’s train.“ – Hvers konar nafn er það á ung- lingahljómsveit á Akranesi? „Djöflalestin, það er lestin sem sækir blúsleikarana sem hafa gert samning við kölska. Menn trúðu því að þeir sem sköruðu framúr hefðu selt djöflinum sálu sína. Öðruvísi náðu þeir ekki á toppinn. Sögurnar fengu svo byr undir báða vængi, þegar gítarleikarinn Robert Johnson hvarf af sjónarsvið- inu í ár og kom svo aftur betri en nokkru sinni fyrr. Hann var sagður hafa ferðazt með draugalestinni og hann ýtti undir sögusagnirnar með því að búa til lög um draugalestina og halda henni þannig gangandi.“ – Ekki átt þú von á þeirri lest, eða hvað? „Nei, ekki svo ég viti,“ segir Þor- leifur Gaukur og flissar. Í hans til- felli dugar það til þess að verða góð- ur að vera Skagamaður og óhræddur við að gefa hjátrúnni langt nef. Fyrir nokkrum mánuðum hóf hann að leika í hljómsveitinni Fer- legheit á Skaganum og auðvitað að- allega blús. „Það er eitthvað við blúsinn sem sækir stöðugt á mig, leggst í mig aftur og aftur.“ Og hann ætlar að læra á djassgítar, er reynd- ar byrjaður og hefur innritað sig í tónlistarháskólann í Stafangri í haust. „Það er gott að hafa tvennt í takinu til að skipta á milli.“ – Hvar hefurðu verið að spila? „Ég hef spilað mikið hérna á Skaganum. En svo líka á blús- kvöldum á Kaffi Rosenberg í Reykjavík.“ – Þú ert bara sextán, nýorðinn sautján! „Já, já, ég þyrfti náttúrlega að vera átján. En mamma og pabbi fylgjast með mér, þau koma alltaf þegar ég spila einhvers staðar svo þetta gengur.“ Hann kvíðir Noregsferðinni ekki. „Mér lízt vel á það. Svona tækifæri er bara til þess að grípa það. Það lengist kannski eitthvað á milli mín og vina minna en ég hitti þá seinna. Og svo eignast ég efalaust nýja vini.“ Og hann er með framtíðina á hreinu: „Í sumar ætlum við Tommi að gerast götuspilarar, byrja í Staf- angri og ferðast svo bara eftir því sem vindurinn blæs. Við erum búnir að taka upp disk og erum að ganga frá honum aðallega fyrir götuna í sumar. Þetta eru sextán lög eftir okkur sjálfa, blúslög auðvitað.“ Þegar ég bið hann að nefna uppá- haldsmunnhörpuleikarann nefnir hann Little Walter, bandarískan munnhörpuleikara „sem spilaði með öllum frægustu gæjunum“. – Eins og þig dreymir um? „Ég hef nú spilað með rjómanum hér heima,“ segir hann, ekki til þess að hreykja sér heldur bara til þess að benda á ákveðna staðreynd. „En það er aldrei að vita hvernig fram- tíðin verður.“ Blúsinn leggst í mig aftur og aftur Morgunblaðið/Einar Falur Í góðum gír Þorleifur Gaukur Davíðsson er stórflínkur munnhörpuspilari og hefur þóttt ungur sé þegar spilað með þeim beztu í bransanum. Sextán ára gamall hefur hann vakið athygli fyrir munnhörpublús. Skagamaðurinn Þorleif- ur Gaukur Davíðsson hefur spilað með þeim beztu og alltaf haft for- eldri í horninu til þess að dekka sig því hann er of ungur til þess að koma fram á öldurhús- um. Og nú liggur leiðin til Noregs þar sem hann ætlar m.a. að undirbúa sig sem götuspilari fyrir næsta sumar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.