Morgunblaðið - 21.12.2008, Page 26
26 Matur og vín
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008
Vaxtalaus greiðslukjör
í allt að 12 mánuði
(visa/euro) Engin útborgun
Sjóntækjafræðingar með
réttindi til sjónmælinga
og linsumælinga
Eftir Steingrím Sigurgeirsson
sts@mbl.is
Þ
að eru erfiðir tímar og því meiri ástæða en áður að vanda vel valið á
jólavíninu og huga vel að samspili verðs og gæða. Raunar er það
áberandi þegar hillur vínbúðanna eru skoðaðar að það er ekki eins
mikið um hágæðavín og fyrir síðustu jól. En líklega er eftirspurnin
ekki heldur sú sama. Það er þó hægt að finna nóg af góðu víni.
Gott austurrískt vín klikkar aldrei og nú er Weingut Brundlmayer Grüner
Veltliner Kamptaler Terrasen 2007 komið með skrúfutappa sem varðveitir
ferskleikann enn betur. Kryddað með kíví, límónu og perum, mjög arómatískt,
piprað og brakandi ferskt. Ljúffengt. 1.980 krónur. 90/100
Chablis er sömuleiðis hvítvín sem ávallt stendur fyrir sínu og gott er að
grípa til með flestu. Kíkjum á eina fernu þaðan, en líkt og annað hvítt Búrg-
undarvín er þetta 100% Chardonnay. Þrjár tegundir (Malande, Leflaive og Pin-
son) eru frá litlum, vönduðum fjölskyldufyrirtækjum en hin þriðja frá vínsam-
laginu Chablisienne sem er einn besti framleiðandi héraðsins.
Domaine des Malandes Petit Chablis 2007 er ungt, létt og ferskt með mild-
um sítrus, eplum og hressandi sýru í lokin. 2.190 krónur. 88/100
La Chablisienne Chablis 2005 er þykkara, jafnt í ávexti sem áferð, nokkuð
míneralískt, vel uppbyggt og þægilegt. 2.199 krónur. 89/100
Domaine Pinson Freres Chablis Premier Cru 2006 er tignarlegt með ferskj-
um og apríkósum í nefi, vanillu og eldspýtustokk. Löng og þétt uppbygging
með góðri sýru. 3.689 krónur. 91/100
Svo að lokum er þess virði að rifja upp eitt besta hvítvín ársins, Olivier Lef-
laive „Les deux Rives Chablis“ 2006, sem er toppklassa-Chablis. Þurr stein-
efnakenndur ilmur, brennisteinn, sítrónubörkur og fíkjur. Þétt og langt,
straumlínulagað og tignarlegt. 2.450 krónur. 92/100
En þá að rauðvíninu. Líkt og ávallt á Bordeaux-vín sinn örugga sess þegar
hátíðarvín er annars vegar. Það er einfaldlega ekkert annað vínhérað í heimi
sem framleiðir eins mikið af stórkostlegu víni.
Chateau de Barbe Blanche 2005 hefur verið með bestu kaupunum í vínbúð-
unum frá því að það kom í hillurnar fyrir rúmu ári. Það er enn 2005-árgang-
urinn stórkostlegi sem er í sölu, þéttur og fínn og á enn töluvert inni. 2.830
krónur. 89/100
Chateau Lamothe Vincent 2005 er annar Bordeaux á góðu verði, raunar
verður að segjast eins og er að þarna eru frábær kaup miðað við verð. Djúpur
og þykkur ávöxtur með mjúkum tannínum og alltumlykjandi eik. Hér er mikið
fyrir peninginn – ekta kreppu-Bordeaux! 1.991 króna. 89/100
Brio de Cantenac 2002 er hins vegar Bordeaux í öðrum klassa. Þetta er
„annað“ vín Chateau Cantenac Brown, þ.e. vín af þrúgum sem ná ekki flokkun í
„stóra“ vínið yfirleitt vegna þess að um er að ræða yngri vínvið. Hér kemur
klassinn í gegn, Grand Cru-uppruninn leynir sér ekki, það bætist önnur vídd
við vínið. Sedrusviður og kaffi blandast saman við sólberjaávöxtinn sem er far-
inn að gefa eftir fyrir dýpri angan og meiri dýpt. 4.499 krónur. 90/100
Cepparello 2003 er vín sem nálgast það að vera stórkostlegt. Sangiovese-vín
gerist ekki miklu flottara. Paolo di Marchi, sem heimsótti Ísland í fyrra og
leiddi m.a. smökkun á öllum Cepparello-árgöngum frá upphafi, getur verið
stoltur af þessu. Það er meira að segja eitthvað jólalegt við það, nefið er krydd-
að, þarna eru kanil og möndlur, þroskaður kirsu- og krækiberjaávöxtur og
uppbyggingin einstaklega fínleg, ekki síst miðað við að þarna er hitabylgjuárið
mikla á ferðinni. 4.870 krónur. 93/100
Ciacci Piccolimini d’Aragona Brunello di Montalcino 2003 er annað dæmi
um stórfenglegt Toskana-vín frá þessu sama ári en þó gjörólíkt. Hér er kraft-
urinn meiri, dökkt með mikilli eik, leðri og kaffi. 7.897 krónur. 92/100
Peppoli Chianti Classico 2006 er ekki í sama flokki og þessi tvö en engu að
síður virkilega gott og vandað Chianti Classico með þurrkuðum berjum, vanillu
og mildu kryddi og tannínum. 2.299 krónur. Flott matarvín. 89/100
Ítalirnir allir njóta sín t.d. vel með góðu nautakjöti.
Volnay N. Potel 2005 er vín fyrir Búrgúndarfríkin, en eins og allir vita eru
fáar þrúgur eins flottar og vel gerður Pinot Noir. Djúpur, lagskiptur berjaá-
vöxtur, skógarber, rifsber, dökkt með þungum og miklum tannínum. Með rjúp-
unni? 4.270 krónur. 92/100
Frá Rioja á Spáni er svo Finca Monasterio 2005 en þar er í nefi mokkakaffi,
vanilla, djúpur rauður og fjólublár ávöxtur. Langt og mjúkt, með ristuðum eik-
arkeim og þéttum en mjúkum tannínum. 2.999 krónur. 91/100
Peter Lehmann Stonewell Shiraz 2002 er athyglisvert vín. Stonewell er
„stærsta“ vín Lehmans og alltaf mikið um sig. 2002 var hins vegar svalt ár í
Ástralíu og stíllinn því örlítið frábrugðinn því sem aðdáendur Stonewell eiga að
venjast, aðeins fínlegri og ekki eins yfirþyrmandi með skarpari sýru sem gerir
það enn matvænna. Svartur, djúpur ávöxtur með tjöru, myntu og tóbaki,
þykkt, feitt og langt. Vín sem þolir alla villibráð og allt meðlæti. 5.298 krónur.
92/100
Austurrískt Wein-
gut Brundlmayer
2007 er ljúffengt.
Franskt Domaine Pin-
son Freres Chablis
Premier Cru 2006.
Franskt Chateau La-
mothe Vincent 2005 er
Bordeaux á góðu verði.
Hvít og
rauð jól
Franskt Chateau de
Barbe Blanche 2005.
Með bestu kaupunum.
Franskt La Chablisienne
Chablis 2005, vel upp-
byggt og þægilegt
Franskt Domaine des
Malandes Petit Chablis
2007. Ungt, létt og ferskt
Franskt Olivier Lef-
laive „Les deux Ri-
ves Chablis“ 2006.
Ítalskt Peppoli Chi-
anti Classico 2006 er
flott matarvín.
Franskt Volnay N. Po-
tel 2005 er vín fyrir
Búrgúndarfríkin.
Ástralskt Peter Lehmann
Stonewell Shiraz 2002
þolir alla villibráð.
Franskt Brio de
Cantenac 2002. Klass-
inn kemur í gegn.
Ítalskt Ciacci Piccolim-
ini d’Aragona Brunello
di Montalcino 2003.