Morgunblaðið - 21.12.2008, Qupperneq 31
31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008
Árni Heiðar: „Það munar 12 árum á okkur Bjarna. Ein-
hverjar fyrstu minningar mínar af honum eru þegar hann
var í Menntaskólanum við Hamrahlíð og keyrði um á
skellinöðru, mjög flottri Hondu að mig minnir. Hann var
oft næstum því búinn að drepa sig á skellinöðrunni. Svo
var hann mikið í fjallgöngum og klifri. Hann var alltaf í
einhverjum gönguferðum. Hann var mikið í útivist og fór í
allskonar svaðilfarir. Ég hef sterka minningu af honum
alltaf í einhverri lífshættu! Hann er oft næstum því búinn
að drepa sig, höfuðkúpubrotnaði með
því að detta í stiganum heima hjá okk-
ur. Svo datt hann af hjóli úti í Banda-
ríkjunum og höfuðkúpubrotnaði.
Hann var alltaf í stórhættu en hann
hefur lagast með árunum. Hann fer
sér ekki lengur svona mikið að voða
eins og hann gerði þegar hann var
drengur. Það var mikið beðið fyrir
honum í fjölskyldunni og allir með
sérstakar áhyggjur af honum. Bjarni
skeggræddi mikið við foreldra mína
og aðra í fjölskyldunni um guðfræði
og trúmál. Hann hefur haft einlægan
áhuga á guðfræði frá því hann var
ungur og var líka mikið í félagsskap í
kringum KFUM og Þjóðkirkjuna og
vann í sumarbúðum á þeirra vegum.
Ég náði að vera í nokkrum flokkum í
sumarbúðum þegar hann var forstöðumaður með honum í
Ölveri og Laugargerðisskóla. Það var ógleymanlegt að
fara þar með honum í svaðilfarir úti í náttúrunni og ég
held ég geti þakkað honum það að hafa lært að njóta þess
að fara í fjallgöngur.
Hjálpsamur að eðlisfari
Ég hef verið svo heppinn að vinna með Bjarna í kirkju-
starfi, bæði í fermingarfræðslu og spilað með honum í at-
höfnum og barna- og unglingastarfi. Þá koma tengsl okkar
vel í ljós því samstarfið gengur svo smurt. Svo vann ég
með honum eitt sumar í sumarbúðum Þjóðkirkjunnar við
Vestmannsvatn í Aðaldal. Ég var þá 13 ára og vann hinn
ýmsu störf sem þurfti að gera. Núna hittumst við reglu-
lega og förum í bíltúr saman og spjöllum um heima og
geima, oft um það sem hann ætlar að tala um næsta
sunnudaginn eða það sem hann er að spá í heimspeki og
guðfræði. Ég hef mjög gaman af því að tala við hann og
mér finnst ég alltaf uppgötva eitthvað í þessum samtölum
sem ég hafði ekki hugsað um áður. Bjarni er síglaður,
hann er nær alltaf í góðu skapi og hefur ótrúlega létta
lund. Hann er mjög hjálpsamur að eðlisfari og alltaf tilbú-
inn létta undir með fólki. Hann er einstaklega ósérhlífinn
maður og er til staðar fyrir þá sem þurfa á því að halda.
Hann er líka afskaplega bjartur karakter, bjartsýnn og
með sterka réttlætiskennd. Honum er líka mjög hugleikið
að enginn sé skilinn útundan og allir
séu með og finnst mér það eiginlega
vera grundvallarþráður í gegnum allt
sem hann gerir.
Með mjúkan leiðtogastíl
Í Laugarneskirkju er fullt af fólki að
vinna í sjálfboðavinnu og grasrót-
arstarfi og mér sýnist hann ná ótrúleg-
um árangri í því að leyfa öðru fólki að
blómstra í kringum sig. Það er alltaf
eitthvað að gerast í kirkjunni hjá hon-
um og svo greinilegt að það laðast gott
fólk að honum í þessi störf. Hann er
með mjúkan leiðtogastíl og stundum
alls ekki sjáanlegan og hann gerir sig
alls ekki ómissandi þar sem hann kem-
ur. Eitt er það þó sem háir honum í
starfinu og það er hvað hann er
ómannglöggur. Við erum það báðir! Nöfn og andlit eru
ekki okkar sterkasta hlið. Það er hinsvegar líka alveg frá-
bært því að það geta skapast skemmtilegar og vandræða-
legar aðstæður, sem gaman er að rifja upp þegar tækifæri
gefst.
Sem ræðumaður nær hann einstaklega vel að tala við
fólk á venjulegum nótum, hann fer ekki í neinn ákveðinn
prestastíl. Hann talar um hlutina eins og þeir eru og segir
skoðanir sínar á þeim. Honum tekst að vera leiðtogi því
hann getur sagt hlutina eins og þeir eru á þann hátt að
maður skilur það. Svo nær hann að halda áfram og gefa
fólki heilbrigða sýn á það sem lífið hefur uppá að bjóða og
hvað skiptir virkilega máli. Hann getur talað af sannfær-
ingu um samfélagsmál af því að hann er í tengslum við
venjulegt fólk í landinu og veit hvað er því ofarlega í huga.
Svo smitast allir af því hvað hann hefur jákvætt viðhorf til
lífsins og tekur sjálfan sig ekki of alvarlega.“
Bjartur karakter í lífshættu
‘‘BJARNI ER SÍGLAÐUR,HANN ER NÆR ALLTAF ÍGÓÐU SKAPI OG HEFURÓTRÚLEGA LÉTTA LUND.
HANN ER MJÖG HJÁLP-
SAMUR AÐ EÐLISFARI
OG ALLTAF TILBÚINN
LÉTTA UNDIR MEÐ FÓLKI.
Bjarni Karlsson fæddist 6.
ágúst 1963. Bjarni og Árni
Heiðar eru synir Karls Sævars
Benediktssonar og Helgu
Steinunnar Hróbjartsdóttur.
Bræður þeirra eru báðir læknar
og heita Flosi, f. 1960, og Hró-
bjartur Darri, f. 1961. Bjarni er
kvæntur sr. Jónu Hrönn Bolla-
dóttur, sóknarpresti í Garða-
prestakalli. Þau eiga þrjú börn,
Andra 25 ára, Matthildi 20 ára
og Bolla Má 16 ára.
Bjarni lauk embættisprófi
frá guðfræðideild Háskóla Ís-
lands haustið 1990 og meist-
araprófi í guðfræðilegri sið-
fræði frá sama skóla haustið
2007.
Hann starfaði sem aðstoð-
arfangaprestur og aðstoð-
arprestur í Laugarneskirkju
veturinn 1990-91. Var sókn-
arprestur í Vestmannaeyjum
1991-98. Tók þá við sem sókn-
arprestur í Laugarneskirkju og
starfar þar enn.
BJARNI
KARLSSON
ÁRNI HEIÐAR
KARLSSON
Árni Heiðar Karlsson fæddist í
Reykjavík 6. júlí 1975. Hann er
í sambúð með Maríu Kristínu
Jónsdóttur hönnuði. Hann er
með Master of Music (M.M.)
frá College-Conservatory of
Music í Cincinnati í Bandaríkj-
unum. Ennfremur hefur hann
lokið burtfararprófi frá Tón-
listarskólanum í Reykjavík og
burtfararprófi frá djassdeild
Tónlistarskóla FÍH. Hann hefur
unnið sem píanóleikari síðan
1995.
Hann var að gefa út plötuna
Fegursta rósin með Nýja
kvartettinum og voru af því
tilefni útgáfutónleikar í Þjóð-
menningarhúsinu í gær. Einnig
spilar Árni Heiðar á jóla-
tónleikum með Björgu Þór-
hallsdóttur
sópransöng-
konu í Iðnó í
dag kl. 17.
Gleðileg jól
M
b
l1
06
41
30 Síðumúla 3 · Reykjavík · 553 7355
Undirföt • náttföt • náttkjólar • sloppar
Kvenfatnaður
Gjafabréf
Glæsilegar jólagjafir
Opið til kl. 21.00 alla daga til jóla