Morgunblaðið - 21.12.2008, Page 35
35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008
Morgunblaðið/Golli
A
ðild að Evrópusambandinu
hefur verið til umræðu á
Íslandi árum og áratugum
saman, án þess að komast
nokkurn tímann efst á
hina pólitísku dagskrá
fyrr en nú. ESB-aðild hef-
ur til dæmis aldrei orðið
að einu af helztu kosn-
ingamálunum. Ástæð-
urnar eru fyrst og fremst tvær. Annars vegar
má færa rök fyrir því að Íslendingar hafi ein-
faldlega haft það svo gott utan ESB að þeir
hafi aldrei verið knúnir til að velta fyrir sér að-
ild að sambandinu. Hin ástæðan fyrir því að
málið hefur ekki komizt efst á dagskrána, er að
allir stjórnmálaflokkarnir hafa í raun verið
klofnir í afstöðunni til aðildar.
Breyttar forsendur
Í skýrslu Evrópunefndarinnar, sem starfaði
undir forsæti Björns Bjarnasonar dóms-
málaráðherra, náðu fulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs saman um hreinskilnislega fram-
setningu á stöðu Evrópumálanna innan flokk-
anna: „Ljóst er, að innan stjórnmálaflokka eru
ólíkar skoðanir á þessu álitaefni og ákvörðun
ríkisstjórnar um að sækja um aðild að ESB
mundi valda miklum stjórnmálaóróa innan og
milli stjórnmálaflokka.“ Þrátt fyrir mismun-
andi skoðanir innan allra stjórnmálaflokkanna
hafa þeir allir haft stefnu annaðhvort með eða
á móti aðild; Samfylkingin hefur verið eini
flokkurinn sem hefur haft aðild á stefnu-
skránni, aðrir hafa verið á móti.
Nú eru forsendur í Evrópuumræðunni gjör-
breyttar. Efnahagshrunið hefur ýtt Evrópu-
málunum efst á hina pólitísku dagskrá. Afleið-
ingar gjaldmiðilskreppu blasa við almenningi
daglega. Það var runnið upp fyrir mörgum áð-
ur en bankakerfið hrundi, að íslenzka krónan
væri ónýtur gjaldmiðill. Nú liggur það í augum
uppi og fáir vilja lengur halda í krónuna. Hags-
munir jafnt atvinnulífsins sem almennings af
því að taka upp nýja mynt eru nú fullkomlega
augljósir. Aðild að Evrópusambandinu er sú
leið, sem við blasir til að fá nýjan gjaldmiðil og
eiga jafnframt fulltrúa við fundarborðið, þar
sem peningamálastefnan er ákveðin. Einhliða
upptaka annars gjaldmiðils, evru eða t.d. doll-
ars, er bæði áhættusamari og tekur af Íslandi
sjálfstæða peningamálastefnu án þess að
nokkur áhrif komi í staðinn. Hins vegar liggur
það fyrir að upptaka evru mun taka einhver ár,
komi til þess að Ísland gangi í Evrópusam-
bandið.
Efnahagsleg og pólitísk kreppa
Stundum er talað um að Ísland eigi að sækja
um ESB-aðild í styrkleika en ekki veikleika;
þ.e. vinna sig út úr erfiðleikunum áður en
ákvörðun er tekin um að sækja um aðild. Flest
þau ríki, sem fengið hafa aðild að Evrópusam-
bandinu á undanförnum áratugum, hafa hins
vegar alls ekki sótt um hana þegar vel gengur.
Þau hafa einmitt sótt um í kreppu, efnahags-
legri, pólitískri eða hvort tveggja. Þau hafa
metið það svo að með ESB-aðild fengju þau
aðstoð annarra við að vinna sig út úr erfiðri
stöðu og jafnframt áhrif á ákvarðanir, sem
óhjákvæmilega snerta hagsmuni íbúa þeirra.
Ísland er nú í sömu stöðu. Kreppa okkar er
ekki eingöngu efnahagsleg, hún er líka póli-
tísk. Ísland er býsna einangrað á alþjóðavett-
vangi þessa dagana og orðspor landsins hefur
skaðazt verulega, eins og rakið var hér á þess-
um stað fyrir viku. Aðild að innsta kjarna sam-
starfs vestrænna lýðræðisríkja er leið út úr
þessari einangrun.
Við getum rifjað upp þegar vinaríki okkar
Finnland sótti um aðild að Evrópusamband-
inu. Finnum fannst þeir einangraðir og á jaðr-
inum eftir að kalda stríðinu lauk. Með aðild
sinni að ESB færðu þeir sig inn í miðju hins
evrópska samstarfs. Þeir hafa markvisst tekið
virkan þátt í Evrópusamstarfinu, virkari en til
dæmis Svíar og Danir. Upptaka evrunnar var
þáttur í því. Hún kom til ekki eingöngu af efna-
hagslegum ástæðum, heldur ekki síður póli-
tískum. Finnar vildu einfaldlega vera í innsta
hring. Fyrir nokkrum árum sagði Jari Vilén,
þáverandi utanríkisviðskiptaráðherra Finn-
lands, í viðtali hér í blaðinu: „Upptaka evr-
unnar efldi þjóðarstoltið. Þegar Finnar fara til
stóru landanna sunnar í álfunni og nota evr-
urnar sínar þar, finnst þeim þeir vera meðlimir
í sama klúbbi.“ Þannig fóru Finnar vissulega
inn í ESB í veikleika, í djúpri efnahagslegri og
pólitískri kreppu, en þeir hafa sótt styrk í aðild
sína að Evrópusambandinu.
Klofnir flokkar
Það hefur ekkert breytzt að stjórnmálaflokk-
arnir eru flestir klofnir í afstöðu sinni til ESB.
Nú neyðast þeir hins vegar til að taka um-
ræðuna, jafnerfitt og það getur reynzt. Þjóð-
arhagsmunir fara framar flokkshagsmunum í
þessu máli þessa dagana.
Það er forvitnilegt að rýna í skoðanakann-
anir, sem sýna hvernig fylgismenn flokkanna
skiptast í afstöðu sinni til ESB. Þá nýjustu
gerði Capacent Gallup í nóvember fyrir Sam-
tök iðnaðarins. Niðurstöðurnar voru birtar 5.
desember. Þar var m.a. spurt um afstöðu til
þess hvort fara ætti í aðildarviðræður við
ESB, hvort fólk styddi aðild að sambandinu og
hvort taka ætti upp evru í stað krónunnar.
Langflestir telja að taka eigi upp evruna.
Samtals eru 67,7% hlynnt því. Aðeins 18% eru
á móti og rúmlega 14% hafa ekki gert upp hug
sinn.
Sömuleiðis er yfirgnæfandi meirihluti á
þeirri skoðun, að ganga eigi til aðildarvið-
ræðna við ESB. Samtals eru 64,3% hlynnt því,
tæplega 24% eru á móti og um 12% taka ekki
afstöðu.
Hins vegar er ekki jafnafgerandi meirihluti
hlynntur aðild að ESB. Alls eru 47,3% með að-
ild, tæplega 32% á móti og tæplega 21% hefur
ekki ákveðið sig.
Þetta sýnir stöðu mála ágætlega í hnot-
skurn. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar
vill nýjan gjaldmiðil. Flestir átta sig á því að
líklegasta leiðin til að fá hann er aðild að Evr-
ópusambandinu. Meirihlutinn er hlynntur því
að sækja um aðild og fara í aðildarviðræður, en
margir væntanlega ekki reiðubúnir að svara til
um afstöðu sína til ESB-aðildar fyrr en þeir
sjá niðurstöðuna úr slíkum viðræðum.
Ef horft er aðeins á svörin um stuðning við
aðild, kemur í ljós að nánast allir stuðnings-
menn Samfylkingarinnar sem afstöðu taka
styðja hana. Þannig segjast tæplega 79% vilja
aðild, tæplega 17% eru óviss og aðeins 4,3% á
móti. Enda er Samfylkingin sá flokkur, sem
hefur aðild að ESB á stefnuskránni.
Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins og
Frjálslynda flokksins eru neikvæðastir í garð
aðildar og skiptast svipað í afstöðu sinni. Þeir,
sem segjast myndu gefa Sjálfstæðisflokknum
atkvæði sitt, skiptast þannig að 25% eru
hlynnt aðild, önnur 25% óviss og um helmingur
á móti. Nú kunna menn að spyrja hvort ein-
hver tilgangur sé í því fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn að endurskoða Evrópustefnu sína þegar
staðan er þessi. En þá þarf að hafa í huga að á
þeim tíma, sem þessi könnun var gerð, naut
Sjálfstæðisflokkurinn aðeins rúmlega 20%
fylgis, samanborið við 37% í þingkosningunum
í fyrra, og gera má ráð fyrir að hópurinn, sem
er farinn frá flokknum, sé mun Evrópusinn-
aðri en þeir, sem eftir eru. Þannig vildu um
37% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins að-
ild að ESB í könnun, sem var gerð í ágúst í
fyrra, svo dæmi sé tekið, en 45% voru á móti.
Þá mældist fylgi flokksins helmingi meira en
nú. Það veltur ekki sízt á stefnumótun sjálf-
stæðismanna í Evrópumálum hvort þessi hóp-
ur snýr aftur til flokksins.
Stuðningsmenn Framsóknarflokksins, þeir
fáu sem eftir eru, skera sig úr í könnuninni í
nóvember að því leyti að um helmingur þeirra
hefur ekki gert upp hug sinn til ESB-aðildar.
Um 29% eru henni hlynntir og 22% á móti.
Í ljósi stefnu forystu Vinstri grænna í Evr-
ópumálum er svo forvitnilegt að skoða skipt-
inguna hjá stuðningsmönnum þeirra; ríflega
34% vilja aðild að ESB, 18% óviss og tæplega
helmingur á móti.
Þetta sýnir mætavel að enn eru flokkarnir,
aðrir en Samfylkingin, klofnir í afstöðu sinni til
ESB. Stóra spurningin, sem þeir standa nú
frammi fyrir, er hvernig þeir taki afstöðu til
þessa stóra og mikilvæga máls, sem hrópar á
úrlausn, án þess að „stjórnmálaóróinn“ verði
þeim óbærilegur.
Erfið staða sjálfstæðismanna
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið settur í
þrönga og erfiða stöðu í Evrópumálunum.
Hinn stjórnarflokkurinn, Samfylkingin, leggur
ofuráherzlu á að sótt verði um aðild að ESB.
Það er ekki lengur hægt að láta málið liggja á
milli hluta í stjórnarsamstarfinu, eins og fyrir
kreppu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formað-
ur Samfylkingarinnar, gaf það skýrt til kynna í
útvarpsviðtali um síðustu helgi, að styddi
Sjálfstæðisflokkurinn ekki umsókn um aðild
að ESB, myndi Samfylkingin slíta stjórn-
arsamstarfinu og beita sér fyrir því að kosn-
ingar yrðu haldnar á næsta ári.
Vinstri grænir, sem njóta nú mikils fylgis í
skoðanakönnunum á sama tíma og stuðningur
við Sjálfstæðisflokkinn er í sögulegu lágmarki,
hafa meðvitað opnað glufu í Evrópustefnu
sinni með því að tala um að leggja beri málið í
dóm þjóðarinnar. Þetta gerir VG bæði til að
friða þann stóra hóp stuðningsmanna sinna,
sem eru hlynntir ESB-aðild og til að hætta að
útiloka sig frá stjórnarsamstarfi við Samfylk-
inguna.
Sjálfstæðismenn eiga þannig á hættu, breyti
þeir ekki afstöðu sinni til aðildar að ESB, að
slitni upp úr stjórnarsamstarfinu og þeir þurfi
að fara í kosningar, þar sem flokkurinn fengi
að öllum líkindum mjög slaka niðurstöðu. Eftir
kosningar væru kostir flokksins mjög tak-
markaðir; samstarf við Samfylkinguna kæmi
ekki lengur til greina og afar ólíklegt er að
Sjálfstæðisflokkurinn og VG gætu náð saman
um stjórnarmyndun.
Það er ekki hægt að gefa sér að niðurstaðan
á landsfundi Sjálfstæðisflokksins verði sú að
flokkurinn breyti afstöðu sinni í Evrópumál-
unum. Í hinum harða kjarna flokksmanna er
töluverð andstaða við ESB-aðild. ESB-and-
stæðingar virðast líka betur skipulagðir í að-
draganda landsfundarins og eiga meiri tilfinn-
ingahita og hugsjónaeld en þeir, sem tala enn
fyrst og fremst um kalt hagsmunamat.
Staðan, sem Sjálfstæðisflokkurinn er kom-
inn í, leiðir það hins vegar af sér, að verði nið-
urstaðan sú að flokkurinn vilji ekki beita sér
fyrir því að sótt verði um aðild að ESB, mun
stór hluti kjósenda, sem telur slíka umsókn
brýna, snúa sér annað og kemur ekki aftur til
flokksins. Flokkurinn fær þá líklega litlu ráðið
um hvenær verður efnt til kosninga og á á
hættu að lenda í stjórnarandstöðu með lítið
fylgi. Ef niðurstaðan verður hins vegar sú að
sótt verði um aðild að ESB og farið í aðild-
arviðræður, eiga ESB-andstæðingarnir innan
Sjálfstæðisflokksins auðvitað annað tækifæri
til að stöðva ESB-aðild; í þjóðaratkvæða-
greiðslu um aðildarsamning.
Þar hafa menn ákveðið fordæmi frá Noregi.
Forysta norska Verkamannaflokksins beitti
sér eindregið fyrir ESB-aðild landsins og að
Noregur fengi eins góðan aðildarsamning og
kostur væri á. Stór hópur innan flokksins tók
hins vegar höndum saman við nei-fólk úr öðr-
um flokkum og felldi ESB-aðild Noregs í þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Þetta lifðu norsku stjórn-
málaflokkarnir af, þótt fleiri en Verkamanna-
flokkurinn væru klofnir í málinu.
Evrópumálin og stjórnmálaóróinn
Reykjavíkurbréf
201208
Með
28,9%
25%
28,5%
78,9%
34,4%
Óvissir
49%
24,8%
26,6%
16,9%
17,8%
Á móti
22%
50,2%
44,8%
4,3%
47,8%
Afstaðan til
aðildar að ESB
Heimild: Könnun Capacent Gallup í nóvember
B
D
F
S
V