Morgunblaðið - 21.12.2008, Síða 44

Morgunblaðið - 21.12.2008, Síða 44
44 Sakamál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 Claus von Bülow  Fæddist 11. ágúst 1926 í Kaupmannahöfn.  Foreldrar hans voru Jonna, dóttir Fritz Bülow, lögfræðings og dómsmálaráð- herra Danmerkur 1910-1913, og Svend Borberg, leikskáld, sem eftir stríð var sakaður um að hafa verið vinveittur nasistum. Þau skildu þegar Claus var fjögurra ára.  Hann var sendur til náms í Sviss, síð- an Englandi, þar sem hann útskrifaðist frá Trinity College í Cambridge. Hann starfaði sem lögfræðingur í London á sjötta áratugnum. Martha Sharp Crawford von Bülow  Fæddist 1. september 1932 í Manassas í Virginíu.  Hún var einkabarn foreldra sinna, Annie- Laurie Warmack og Georges Crawfords auð- jöfurs, sem lést 1936 og arfleiddi dóttur sína að milljónum dollara. Móðir hennar gift- ist Russell Aitken, sem var þekktur myndhöggvari og rithöfundur.  Hún útskrifaðist frá Chapin- stúlknaskólanum í New York, en fór ekki í frekara framhaldsnám þrátt fyrir góðar ein- kunnir. Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is M artha von Bülow, eða Sunny eins og þessi fræga bandaríska auð- og yfirstétt- arkona var oftast kölluð, lést hinn 6. þessa mánaðar, 76 ára að aldri, á hjúkrunarheimili í New York. Hún hafði legið meðvit- undarlaus í 28 ár, eða allt frá því hún féll í dá á Clarendon Court, fjöl- skyldusetri sínu í Newport, Rhode Island, fyrir nákvæmlega 28 árum, 21. desember 1980. Og ekki í fyrsta skipti. Sama var upp á teningnum 26. desember 1979, en þá var hún í snarhasti keyrð á sjúkrahús þar sem hún var endurlífguð. Martha von Bülow tók með sér í gröfina leyndarmálið um svefninn langa, sagði heimspressan. Að vísu ekki alveg hárnákvæmt, því einn, sekur eða saklaus, en ofar moldu, hlýtur að vita leyndarmálið; Claus von Bülow, þáverandi eiginmaður hennar og erfingi, sem sakaður var um að hafa að yfirlögðu ráði spraut- að hana með of stórum skammti af insúlíni. Hann bar tvívegis fyrir rétti, 1982 og 1985, að eiginkona sín hefði sjálf verið völd að ástandinu og var sýknaður í seinni réttarhöld- unum. Vörn lögfræðings hans, Alans Dershowitz, byggðist á því að frúin, sem var sykursjúk, hefði verið áfengissjúklingur og neytt lyfja í svo miklum mæli að hún hefði hlotið heilaskaða. Engu að síður þótti mörgum Claus von Bülow tor- tryggilegur í meira lagi – og þykir enn. „Vandamálið við Claus er að hann dvelur ekki í Sannleikshöllinni. Sjáðu til, hann er loddari. Hann hef- ur alltaf verið loddari. Nafn hans er plat. Líf hans er gervi. Hann hefur skapað persónu, sem hann leikur,“ sagði einn nánasti vinur Claus von Bülows við Dominick Dunne, sem kynnti sér sögu von Bülow-hjónanna og fjallaði um síðari réttarhöldin fyrir Vanity Fair. Og þannig hefst einmitt grein Dunnes í tímaritinu í ágúst 1985, en hann hefur árum saman fjallað um sakamál fræga fólksins og er býsna lunkinn að koma sér í mjúkinn hjá málsaðilum. Fráskilin, fjáð og forkunnarfögur En eitt er að vera loddari, annað morðingi. Leiðir þeirra Claus og Sunny lágu saman í kvöldverðarboði í London 1966. Fráskilin, fjáð og forkunnarfögur kom prinsessa Martha von Auersperg, eins og hún gat með réttu kallað sig þótt hún væri nýskilin við austurríska prins- inn og tenniskennarann Alfred von Auersperg, til borgarinnar með börnin sín tvö, Annie-Laurie prins- essu, sjö ára, og Alexander Georg prins, sex ára, til að lyfta sér svolítið upp. Claus von Bülow bauð af sér góð- an þokka, var fágaður, metn- aðargjarn og snobbaður, sem lýsti sér m.a. í því að hann hafði tekið upp eftirnafn móður sinnar svo fólk gengi ekki að því gruflandi að hann væri sannur aðalsmaður. Hann var lögfræðingur að mennt og starfaði sem slíkur á sjötta áratugnum, en gerðist aðstoðarmaður olíu- auðjöfursins J. Pauls Gettys 1959, sem þá hafði nýverið flutt höf- uðstöðvar sínar frá Los Angeles til London. Starf hans fólst m.a. í að sinna flestum erindum Gettys á er- lendri grund, því þeim gamla var raun að flugi. Á þeim tíma þegar spilavíti voru ólögleg var von Bülow tíður gestur í boðum, sem efnt var til í þeim tilgangi að spila fjár- hættuspil. Hann hafði líka getið sér orð fyrir að vera besti kotruspilari Evrópu og töluverður kvennabósi. Þótt Sunny hafi verið orðin veru- lega þreytt á daðri og dufli aust- urríska prinsins síns, framhjáhaldi hans og lygum féll hún samstundis fyrir von Bülow og virðist hrifningin hafa verið gagnkvæm, þótt ólík væru. Hún var feimin og undi sér vel í allsnægtum með fjölskyldu sinni og í þröngum vinahópi, hann var sjálfsöruggur og mikið sam- kvæmisljón. Þau giftust sumarið 1966, fluttust ásamt börnum hennar til New York og árið eftir fæddist þeim dóttirin Cosima. Í fyrstu bjó fjölskyldan í glæsiíbúð Sunny við Fimmta breið- stræti en fljótlega varð Clarendon Court, 23 herbergja villa í gregor- ískum stíl í Newport á Rhode Island aðalheimili hennar. Og vettvangur harmleiksins. Hjónaband á brauðfótum Meint áfengis- og eiturlyfjafíkn Sunny, sem gerði eiginmanninn að aðalerfingja auðæfa sinna, er sögð hafa orðið til þess að smám saman fór að síga á ógæfuhliðina í hjóna- bandinu. Árið 1979 var ljóst að ást- arglæðurnar voru kulnaðar, þótt samskipti þeirra virtust á vinalegum nótum. Þau bjuggu saman að nafn- Svefninn langi Á meðan allt lék í lyndi Sunny og Claus von Bülow uppábúin í samkvæmi árið 1968. Leiðir þeirra lágu saman 1966 þegar Sunny var nýskilin við austurrískan eiginmann sinn.  CLAUS VON BÜLOW VAR FUNDINN SÝKN SAKA AF MORÐTILRAUN Á FORRÍKRI EIGINKONU SINNI 1985.  HÚN ER NÝLÁTIN EFTIR 28 ÁR Í DÁI.  HANN UNIR SÉR VEL Í LONDON.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.