Morgunblaðið - 21.12.2008, Side 46

Morgunblaðið - 21.12.2008, Side 46
46 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 2. H vað sem aldri okkar líður er ekki ýkja langt í það, að við hverfum af jarðnesku sviði, úr mannlegri augsýn. Lífið er stutt og líðun manns líkt draumi hverfur skjótt. Svo kvað Bólu-Hjálmar. Lífið manns hratt fram hleypur hafandi enga bið segir Hallgrímur. Þriðja skáldið, miklu eldra, (Sálm. 90) segir um ævi- daga mannsins: Þeir líða í skyndi og vér fljúgum burt. Dæmum af þessu tagi mætti fjölga endalaust. Og í slíkum vitnisburðum má víða finna þunga og beiskju sakir þess, hvað ævin er skammvinn, lífið brot- hætt, hver unaðsstund hraðfleyg. Veistu hvað gleðin tefur tæpa stund en treginn lengi segir Hannes Pétursson í minnilegu ljóði. Þá er tilveran þungbúin og köld á svipinn, ef það þyk- ir víst, að treginn eigi sterkari stöðu í henni en gleðin. Slíkt getur vissulega hvarflað að mönnum á erfiðum stundum. Það hefur margur reynt. En þótt hið góða skáld sé næmt á tregastefin í mann- lifinu gefur list þess gleði, sem stendur lengi við hjá þeim, sem njóta hennar. Hebreska skáldið, sem ég vitnaði til og var uppi fyrir 25-30 öldum, er að tala við Guð í sínu ljóði. Drottinn, þú hefur verið oss athvarf frá kyni til kyns frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð. Þú lætur manninn hverfa aftur til duftsins og segir: Hverfið aftur þér mannanna börn. Hina skammvinnu ævi manns, það andartak, sem við fáum að lifa hér í heimi, sér þetta skáld í ljósi þess Guðs, sem hefur skapað allt. Lífið er gjöf hans. Og í hendi hans að eilífu. Skáldbróðir þessa manns (sálm. 139) er líka að hugsa um leyndardóm sinnar hraðfleygu ævi og svipula lífs. Og hann segir við Drottin: Augu þín sáu mig er ég enn var ómyndað efni. Já, það var sú tíð, að við vorum ekki til. Og ekki held- ur langt síðan það var. Er það ekki líka íhugunarvert? Og merkilegt? Heimspekingurinn Wittgenstein segir, að stóra gátan sé ekki sú, hvernig hlutirnir eru í veröldinni, heldur það að nokkur hlutur skuli vera til. Það eru margar flóknar gátur, sem mæta okkur í líf- inu. En ætli það sé ekki mesta gátan í sambandi við okkur hvert og eitt, að við urðum til og erum til? Og ætli það sé ekki mesta undrið að geta horft í gegn- um þessa gátu þannig, að maður mæti sjáandi, hlýjum, eilífum augum handan hennar og skynji skapandi um- hyggju og kærleika í því andliti, sem birtist þar? En æviskeið mannsins er ekki langt. Okkur er markað skeið hér á jörð, við erum innan þröngra mæra, eins þótt æviárin verði mörg. Óhagganlegra mæra í bak og fyrir og ógagnsæ hula yfir þeim mærum báðum. Eða er kannski búið að svipta allri hulu af þeim mær- um, sem eru að baki? Vita ekki allir, hvernig við verðum til í móðurlífi? Jú, jú, mikil ósköp! „Uppfræðsla“ um það samneyti karls og konu, sem eru skilyrði þess, að ný mannvera geti orðið til, er ríkulega úti látin. Þar er ekki um neina hulu, vébönd eða helgi að ræða lengur. Á sviði kynlífsmála rísa „upplýsingaþjóðfélög“ nú- tímans rækilega undir nafni. En hvað þau eru vinveitt og heilnæm mennsku lífi og framtíð í þessum efnum er meira vafamál. Ég er barn þeirrar tuttugustu aldar, sem var m.a. æði stórvirk í því að gera „ástina“ ábyrgðarlausa gagn- vart lífinu og þar með fjandsamlega sjálfri sér, sínu eig- in áskapaða eðli og köllun. Þessi mengun hefur ekki hjaðnað á efstu árum mín- um. Nema síður sé. Albert Camus, franskur maður frægur, krýndur verðlaunum Nóbels, skrifaði eitt sinn: „Það er leyndarmálið við Evrópu, að þar er lífið ekki elskað lengur.“ En tæru orðin í fyrsta kafla Biblíunnar færa með sér enn og áfram alla tíð sömu heiðríkju, sömu helgi: „Guð skapaði manninn eftir sinni mynd. Hann skap- aði hann eftir Guðs mynd. Hann skapaði þau karl og konu. Og Guð blessaði þau.“ Leit og svör Sigurbjörn Einarsson » Já, það var sú tíð, að við vorumekki til. Og ekki heldur langt síðan það var. Er það ekki líka íhugunarvert? Og merkilegt? Í bæjarstjórn Kópa- vogs þann 19. desember var fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 lögð fram til seinni umræðu. Í fyrsta skipti í sögu bæjarins var hún lögð fram og unnin af öllum flokkum í bæjarstjórn Kópavogs og samþykkt samhljóða. Samstarfið var til mikillar fyr- irmyndar þar sem menn töluðu sig niður á sameiginlega niðurstöðu og er afraksturinn málamiðlun flokkanna sem þeir geta allir sætt sig við. Það er ekki hægt að segja að vinnan hafi verið ánægjuleg því okkar verk- efni var fyrst og fremst að skera niður útgjöld bæjarins til að mæta vænt- anlegu tekjufalli komandi árs. Rauði þráðurinn í þessari vinnu var að draga úr útgjöldum. Þá þarf að vega og meta hvar má bera niður og hvernig hægt er að valda sem minnstu tjóni. Við miðuðum við að skerða ekki grunn- þjónustu við bæjarbúa, reyna eftir megni að auka ekki álögur á þá sem minnst hafa milli handanna og standa vörð um fjölskyldurnar í bænum. Hækkunum á matarverði í grunn- og leikskólum er haldið í algjöru lág- marki og eru langt undir verðlagsþróun. Það er gert ráð fyrir verulegri hækkun í rekstri fé- lagsþjónustunnar á árinu þar sem grunn- fjárhæð hækkar m.a. um rúm 17%. Það er ljóst að allar stofnanir bæjarins munu finna fyrir niðurskurði í rekstri á komandi ári og þeirra bíða erfiðir tímar að láta enda ná saman. Það er ömurleg staða en óumflýjanleg. Líklega verða fáir ánægðir með niðurstöðuna en við þessar aðstæður var nákvæmlega ekkert annað í stöðunni en að stíga fast á bremsuna. Kópavogsbær gerir ráð fyrir að hækka útsvar á komandi ári en fyrir Alþingi liggur frumvarp er heimilar sveitarfélögunum að hækka útsvar um 0,25%. Í deiglunni er ýmislegt sem mun verða til þess að styðja og styrkja fjölskyldur í bænum sem eiga um sárt að binda á erfiðum tímum. Innan fé- lagsþjónustunnar er í skoðun að breyta úthlutunarreglum og koma til móts við bæjarbúa sem lenda í greiðsluerfiðleikum af einhverju tagi. Talsverð óvissa ríkir þessa dagana og óljóst hvað árið 2009 ber í skauti sínu. Hjá bænum verður vandlega fylgst með þróun mála og fjárhagsáætlun endurskoðuð reglulega. Með þeim hætti er hægt að grípa inn í ef þörf krefur eða aðstæður breytast. Ég vil þakka starfsmönnum Kópa- vogsbæjar fyrir þrotlausa vinnu þeirra undanfarnar vikur og gott sam- starf. Ég vil þakka sérstaklega fé- lögum mínum í bæjarráði gott sam- starf og líflegar umræður þessa daga sem við lágum yfir gögnum um hvað- eina sem varðar rekstur bæjarins, við veltum við hverjum steini. Ég vona að vinna undanfarinna vikna verði upp- haf að áframhaldandi þverpólitískri samvinnu í Kópavogi nú þegar við höf- um séð hversu góðri niðurstöðu það skilar þegar mikið liggur við. Ég leyfi mér að vona að þegar við setjumst nið- ur að ári verði léttari á okkur brúnin og við getum farið að slaka á sultaról- inni og séð fram á betri tíma. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2009 Guðríður Arn- ardóttir segir frá samvinnu við gerð fjárhagsáætlunar í Kópavogi »Ég vona að samstarf við fjárhagsáætlun 2009 verði upphaf að áframhaldandi þver- pólitískri samvinnu í Kópavogi. Það skilar okkur bestri niður- stöðu! Guðríður Arnardóttir Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í bæjarstjórn Kópavogs. „ERTU vitlaus maður, þetta er mín lífæð,“ varð manni nokkrum að orði þegar hann var spurður að því hvernig honum lit- ist á hugsanlegan brottflutning Reykja- víkurflugvallar úr Vatnsmýrinni. Þessi maður býr á Norðurlandi og er með nýrnabilun á lokastigi. Engin meðferð er til sem læknar skemmd og óstarfhæf nýru. Þegar nýrnabilun er komin á loka- stig er markmið meðferðar að við- halda lífi og lífsgæðum. Völ er á tvenns konar meðferð, ígræðslu nýra eða blóðhreinsun, svokallaðri skilun. Til eru tvær tegundir af skil- un, blóðskilun sem fer aðeins fram á Landspítalanum við Hringbraut og kviðskilun sem fólk framkvæmir sjálft heima hjá sér. Hins vegar geta ekki allir notað kviðskilun og eru því tilneyddir til þess að fara reglulega, oftast þrisvar í viku, á Landspít- alann í blóðskilun til þess að halda lífi. Þessari meðferð nær umræddur Norðlendingur með tveimur flug- ferðum. Önnur ferðin er dagsferð, hann flýgur suður að morgni og heim um eft- irmiðdaginn. Í hinni ferðinni fer hann í blóð- skilun tvo daga í röð og gistir þá eina nótt í höf- uðborginni. Þetta er mikið og oft erfitt ferða- lag ár út og ár inn en undan því verður ekki vikist ef maðurinn vill halda áfram að lifa. Nú- verandi borgarstjórn hefur lýst því yfir að stefnt skuli að því að færa miðstöð innanlandsflugsins úr Vatnsmýrinni upp á Keflavíkurflugvöll þvert á vilja meirihluta landsmanna sem vilja að flugvöllurinn sé áfram við bæjardyr Landspítalans. Ef flugvöllurinn verður fluttur er manninum gert ókleift að búa áfram á sínu heimili fyrir norðan vegna þess að þá kemst hann aldrei fram og til baka á einum degi. Þetta er ekki saga af einum ákveðnum manni. Þessi saga gildir fyrir alla þá sem búa fyrir vestan, norðan eða austan og þurfa að sækja meðferð við lokastigsnýrnabilun til Reykjavíkur. Og einnig alla þá sem þurfa að fara reglulega til Reykja- víkur til eftirlits vegna þess að þeir eru að veikjast af alvarlegum, lang- vinnum nýrnasjúkdómi eða hafa íg- rætt nýra. Á meðan Landspítalinn er eini staðurinn á landinu sem veitir nýrnasjúkum þjónustu verður Reykjavíkurflugvöllur að vera áfram í Vatnsmýrinni. Hann er líflína nýrnasjúkra sem búa fyrir vestan, norðan eða austan. Jórunn Sörensen segir Reykjavík- urflugvöll líflínu margra sem búa úti á landi Jórunn Sörensen »Reykjavíkurflug- völlur við bæjardyr Landspítalans er líflína nýrnasjúkra sem búa fyrir vestan, norðan eða austan. Höfundur er formaður Félags nýrnasjúkra. Reykjavíkurflug- völlur – líflína nýrnasjúkra Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.