Morgunblaðið - 21.12.2008, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008
Vikuferð fyrir tvo til Lungau í Austurríki á tímabilinu 24.
janúar til 21. febrúar. Gisting í tvíbýli með hálfu fæði
í „Comfort“-herbergi á Lifestyle-hotel Der Wastlwirt í
bænum St. Michael. Skíðasvæðið í Lungau er frábært
og skíðabrekkur við allra hæfi, sem og þá sem kjósa
snjóbrettin fram yfir skíðin.
Moggaklúbburinn er nýjung fyrir áskrifendur Morgunblaðs-
ins. Félagar í Moggaklúbbnum njóta margskonar fríðinda
og ávinnings. Í hverjum mánuði fá áskrifendur frábær
tilboð um vörur, þjónustu og afþreyingu á mjög hagkvæm-
um kjörum auk þess sem
dreginn er út glæsilegur
ferðavinningur.
Með Moggaklúbbnum á
skíði í Austurríki
– meira fyrir áskrifendur
Desembervinningur:
Skíðaferð fyrir tvo til Lungau í Austurríki að verðmæti 520.000 kr.
Innifalið í verði ferðar:
• Flug og flugvallaskattar til Salzburg og aftur til Keflavíkur
• Gisting í tvíbýli á Lifestyle-hotel Der Wastlwirt í 7 nætur
• Ferðir til og frá flugvelli
Ekki innifalið:
• Skoðunarferðir
Moggaklúbburinn
Allir skráðir áskrifendur eru
félagar í Moggaklúbbnum og
njóta þar með tilboða um góð
kjör á ýmiss konar afþreyingu;
bíómiðum, listviðburðum,
bókum og hljómdiskum,
auk þess sem dreginn er út
glæsilegur ferðavinningur
mánaðarlega.Fáðu þér áskrift ámbl.is/askrift
eða í síma 569 1122
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
mbl.is/moggaklubburinn
.inningurregið 22. desember
Á þessum tímum eru
margir sem kíkja í
budduna og huga að því
hvernig þeir geti spar-
að. Eitt af því sem fólk
kannski veltir fyrir sér
að sleppa er líkams-
ræktin. Ég mæli þó ein-
dregið gegn því þar
sem eitt aðalráðið við
streitu er hreyfing og
aftur hreyfing. Ganga, hlaupa, synda,
dansa, hjóla, pumpa, syngja og lengi
mætti telja ... allt þetta stuðlar að
framleiðslu hins náttúrulega gleðilyfs
endorfíns – morfíns líkamans. Mor-
fíni sem kemur innan frá (endo),
framleitt af líkamanum sjálfum – og
veitir okkur vellíðan. Kannski ekki
meðan á streðinu stendur en eftirá.
Regluleg hreyfing gerir okkur háð
endorfíninu og líkaminn kallar á
meira – meiri vellíðunartilfinningu.
Ekki er ætlunin að láta þennan
pistil hljóma eins og ritgerð í hjúkr-
unarfræði heldur meira sem tilraun
til að hvetja fólk til sundiðkunar með
því að líta á skemmtilegar hliðar
þeirrar íþróttar. Pistillinn er upp-
spunninn í huga mínum sem, meðan á
sundferðum mínum stendur, reikar
vítt og breitt og býr yfir óstöðvandi
ímindunarafli (hugarleikfimi).
Ég hef komist að því að sund er ein
öflugasta, skemmtilegasta og jafnvel
ódýrasta hreyfing sem völ er á í dag –
líklega næst á eftir göngum og hlaup-
um, sem kosta ekkert en krefjast efn-
ismeiri fatnaðar og skóbúnaðar. Auk
styrkara stoðkerfis.
Fyrir það fyrsta verður fólk af-
skaplega frísklegt ef það stundar
sundlaugarnar. Allavega ef það fylgir
umferðarreglunum í viðkomandi laug
(oftast hægri umferð) og skellur ekki
á næsta manni. Þeir sem þekkja til,
vita að í sundi gilda ákveðnar umferð-
arreglur, hægri umferð og ekki vera
fyrir eru reglur 1 og 2 (í Laugardals-
laug og fleiri laugum). Þetta lærist
ótrúlega fljótt.
Í laugunum er frísklegt fólk af öll-
um stærðum og gerðum. Ýmsir kar-
akterar fleyta sér fram og til baka í
vatninu, ótal ferðir milli bakka. Karl-
ar með hár og/eða
skalla, sumir með
(sund)gleraugu. Ein-
hverjir með brjóstkass-
ann á réttum stað og
flottan sixpack. Aðrir
með brjóstkassan í
kringum naflann og
hangir hann niður í
laugina. Sumir eru með
björgunarhring (ekki úr
frauðplasti) eða möff-
ins-vöxt svokallaðan.
Svo eru konur með ægi-
lega fína barma og
maga af öllum stærðum og gerðum.
Sumir hverjir hafa hýst nokkur börn
og gera jafnvel enn. Þessu er öllu
vandlega komið fyrir á réttum stöð-
um í sundbolunum. Einhverjar eiga
það til að synda í bikini en venjulega
er hraðinn ekki mikill á þeim og það
er svo sannarlega erfitt að stinga sér
með stæl i bikini. Ekki má gleyma
sundhettunum en þær eru margar
hverjar jafn skrautlegar og eigend-
urnir. Ég sakna þó soldið blómasund-
hettnanna og hvet þær sem eiga svo-
leiðis að nota þær áfram.
Fyrir utan það hvað það er
skemmtilegt að fylgjast með öðru
fólki – ef maður er með góð sundgler-
augu og passar sig á að hlæja ekki á
innsoginu með hausinn oní… þá er
einnig hægt að synda á óteljandi
vegu.
Sumir fleyta sér fagurlega á allan
hátt, greinilega búnir að læra tökin,
hægri, vinstri, uppúr með höfuðið,
anda og aftur. Einhverjir súpa hvelj-
ur í hverju sundtaki, berja vatnið með
hnefunum svo ekki fer fram hjá nein-
um að þarna er púlað (eða er verið að
hugsa um ákveðna menn í þjóðfélag-
inu)? Aðrir synda voða krúttlega,
svona eins og litlir selkópar, með
hausinn uppúr, skimandi í kringum
sig.
Hver sem tæknin er, má svo velja
að synda á mismundandi hraða. T.d.
bara jafnt og þétt, fram og til baka og
láta ekkert trufla sig. Þá er auðvelt að
láta hugann reika, maður getur talið
flísarnar á botninum – hvað eru
margar flísar á einni braut og marg-
falda svo, og út frá því hvað eru marg-
ar í allri lauginni. Svo getur maður
ímyndað sér að hver flís sé 5000 kr.
seðill – og þá hefst gamanið. Hver
getur ekki hugsað sér að synda í seðl-
um í dag. ? Það er hægt að gleyma
sér við þetta! Svo er hægt að telja
ferðirnar en það getur verið soldið
langdregið og einhæft og ef maður
ruglast getur teygst óhóflega úr
sundferðinni.
Einnig er hægt að setja sér það
markmið að synda á móti straumi og/
eða leyfa aldrei neinum að vera á eftir
sér. Með því móti notar maður kraft-
ana til hins ýtrasta. Hvernig? Jú, ég
skrifa þetta út frá sjónarhorni konu
af því ég er kona (gæti samt verið
stelpa afþví ég er orðin svo hraustleg
og ungleg af því að synda). Eitt vitum
við konur, að karlar horfa alltaf á
ákveðna líkamsparta á konum. Mér,
persónulega, finnst því óþægilegt ef
karlmaður er á sömu braut og nær að
elta mig uppi. Það er því ekki annað
til ráða en að bregðast við og nýta sér
þessa samnýtingu á braut. Gefa í,
stinga viðkomandi af og þar af leið-
andi taka meira á því og auka úthald-
ið. Eða, hægja á sér, leyfa steggnum
að taka framúr og reyna svo að halda
í við hann. Á þann hátt auka enn
meira úthaldið og kraftana, þar sem
maður syndir núna á móti straumi og
öldugangi steggsins.
Hver er svo tilgangur minn með
þessari grein? Jú, mig langaði ein-
faldlega bara að tala, hugsa og skrifa
um eitthvað jákvætt. Um eitthvað
annað en PÍP og peninga (syndi bara
í þeim). Í stuttu máli. Syndið, gangið,
hlaupið, dansið, hjólið, pumpið, syng-
ið og þar af leiðandi styrkið líkama og
sál í þessari PÍP-tíð.
Synt á móti straumi í „píp-tíð“
Guðrún Þorláks-
dóttir mælir með
sundi fyrir alla
» Fyrir utan það hvað
það er skemmtilegt
að fylgjast með öðru
fólki – ef maður er með
góð sundgleraugu og
passar sig á að hlæja
ekki á innsoginu með
hausinn oní… þá er
einnig hægt að synda á
óteljandi vegu. Guðrún Þorláksdóttir
Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Í Morgunblaðinu 11.
desember nýliðinn
skrifar Ragnheiður
Davíðsdóttir um drög
að nýrri reglugerð um
skoðun ökutækja. Hún
gagnrýnir breytingar á
reglunum harðlega og
er reyndar einkennilegt
að ekki skuli fleiri hafa léð máls á
þessu. Það væri til dæmis fróðlegt að
vita hver rökin væru fyrir því að
breyta núverandi reglum. Varla get-
ur ástæðan verið hinn mikli fjöldi
óskoðaðra ökutækja sem eru í um-
ferðinni, því það er fyrst og fremst að
kenna slóðaskap þeirra sem eiga að
framfylgja núverandi reglum. Ekki
kom fram í nýlegri frétt af fjölda
óskoðaðra ökutækja hvort þar væru
meðtalin þau ökutæki sem koma ekki
til endurskoðunar innan ákveðinna
tímamarka. En þar getur margt kom-
ið til, svo sem t.d. að fá verkstæð-
ispláss og útvegun varahluta. Eins er
með ólíkindum að halda því fram að
fjöldi ökutækja hafi ekki verið færður
til skoðunar í sjö ár eða meir. Gæti
ekki verið að þar á meðal væru bílar
og bifhjól, sem eru ekki á númerum
og hafa ekki verið send í úreldingu,
en bíða síns tíma að það verði flikkað
upp á þau, samanber alla fallegu forn-
bílana. Skoðunarstöðvar senda eig-
endum ökutækja aðvörun, ef tilskil-
inn frestur er liðinn og
þar við situr. Víða á
landinu skellti löggan
rauðum og hvítum miða
á hliðargluggann öku-
mannsmegin, og minnti
þar með á að færa bílinn
til skoðunar, en aðrir
lögreglumenn voru svo
bráðir að þeir klipptu
númerin af bílnum án
aðvörunar. Við skulum
vona að báðar aðferð-
irnar hafi verið sam-
kvæmt reglugerð. Að
reglugerðin hafi ekki gert kröfu um
kurteisi. Það var mikil framför í skoð-
un ökutækja þegar núverandi skoð-
unarstöðvum var komið á fót, með öll-
um þeim tækjum sem gerir mönnum
kleift að skoða stýrisliði, bremsur o.fl.
af kostgæfni. Hér áður fyrr gátu
skoðunarmenn nánast aðeins séð
hvort öll ljós væru í lagi, flautan,
rúðuþurrkur og hjólbarðar og ef til
vill fleira sem kom kannski umferð-
aröryggi ekkert við. Svo var ekið af
stað til að prófa stýri og bremsur og
þá gjarnan út á malarveg og ef
drullupollur var á veginum þar sem
nauðhemlað var kom fyrir að bíllinn
snerist í hálfhring. Var því ekki að
undra þótt þessir skoðunarmenn
væru oft í illu skapi og létu það gjarn-
an bitna á bíleigendum. Enda var það
svo að eitt það fyrirkvíðanlegasta sem
sumir bíleigendur gerðu á árinu, var
að fara með bílinn í skoðun. Nú er
þetta liðin tíð sem betur fer, og skoð-
unarmenn hinir kurteisustu, enda
verkið unnið við önnur og betri skil-
yrði. Nú segja þeir manni frá því
kurteislega ef eitthvað amar að öku-
tækinu og skrifa það niður á blað og
veita frest til úrbóta ef ökutækið er
ekki stórhættulegt. Það er ekki sjálf-
gefið að allir ökumenn skynji ástand
ökutækisins. Svo er farið með öku-
tækið á verkstæði, sem lagfærir það
og vottar það að viðgerð hafi farið
fram — málið dautt. Nú ef gallinn er
það smávægilegur að ekki þarf að
fara á verkstæði er farið í endur-
skoðun. Um þetta allt eru til reglur í
dag sem eru fullnægjandi. Það þarf
bara að fara eftir þeim. Það væri mik-
il sóun á verðmætum ef bílaverkstæði
almennt færu að koma sér upp tækja-
búnaði og húsnæði til aðalskoðunar
en verkstæðin eiga að halda rétti til
endurskoðunar.
Það minnir á sukkið hjá bönkunum
og olíufélögunum sem eru allir/öll
með útibú og afgreiðslu í mörgum
smáplássum víða um land.
Um skoðum ökutækja
Sigurjón Antonsson
skrifar í tilefni af
væntanlegum
breytingum á skoð-
un ökutækja
» Það var mikil fram-
för í skoðun öku-
tækja þegar núverandi
skoðunarstöðvum var
komið á fót, með öllum
þeim tækjum sem gera
mönnum kleift að skoða
stýrisliði, bremsur o.fl.
af kostgæfni.
Sigurjón Antonsson
Höfundur er rafmagnsiðnfræðingur.