Morgunblaðið - 21.12.2008, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 21.12.2008, Qupperneq 49
Umræðan 49 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 Gefðu áskrift að Morgunblaðinu Gjafabréf Morgunblaðsins er frábær gjöf til þeirra sem eiga allt.Hægt er að velja um ýmsar áskriftarleiðir og því hægt að finna eitthvað sem hentar öllum. Nánari upplýs- ingar er hægt að fá á www.mbl.is/askrift. – handa þér Gjafabréfin fást í afgreiðslu Morgunblaðsins, Hádegismóum. Nánari upplýsingar í síma 569-1100. Áskrift að Morgunblaðinu er áheit á fréttir, fræðslu og skemmtun dag eftir dag. Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 3 64 71 Aðeins 6 íbúðir í boði! Heimsferðir bjóða ótrúlegt sértilboð á síðustu sætunum til Kanarí 4. og 11. febrúar. Nú er rétti tíminn til að tryggja sér vetrarfrí í sólinni á hreint frábærum kjörum. Aðeins 6 íbúðir í boði á þessu ótrúlega sértilboði! Frá kr. 99.950 - Vikuferð með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku 11. febrúar. Brottför 4. febrúar kr. 5.000 aukalega. Verð m.v. 2 fullorðna kr. 109.990. • Fjölskylduvænt hótel • Veitingastaður • Sundlaugarbar • Fallegur garður • Internetaðgengi • Nuddpottur • Barnaklúbbur • Barnaleikvöllur • Skemmtidagskrá • Tennisvöllur • Mini-golf • Íþróttaaðstaða ... o.fl, o.fl. Kanarí 4. og 11. febrúar Ótrúlegt sértilboð! Turbo Club Apartments ALLT INNIFALI Frá kr. 99.950 - Vikuferð með allt innifalið UMRÆÐAN um ýmsar aðgerðir stjórn- valda, við núverandi aðstæður í þjóðfélag- inu, er oftast byggð á tilfinningum ein- staklinganna og þeim áföllum, sem þeir per- sónulega hafa orðið fyrir. Þetta er skilj- anlegt í mörgum tilfellum. En öðru máli gegnir, þegar umræðan um vandann er á sama tilfinningagrunni innan upplýstra hagsmunasamtaka fyrirtækja í ýmsum greinum at- vinnulífsins. Í blöðum og á heimasíð- um hafa hagsmunasamtök sett fram athugasemdir og mótmæli vegna skattahækkana, eins og þegar Al- þingi samþykkti hækkun um 12% á olíu- og áfengisgjaldið. Vegna þessa hefur komið fram að ferðaþjónustan sé ein af þremur meginstoðum ís- lensks atvinnulífs og sú grein, sem hafi vaxið hvað mest. Hún ætti mikla möguleika á áframhaldandi vexti, ef rekstrarumhverfi hennar væri við- unandi. Þetta er mikið rétt. Að fyr- irtækin í greininni hefðu gengið í gegnum mikla erfiðleika vegna er- lendra lána og gríðarlegra kostn- aðarhækkana vegna gengisfalls krónunnar. Nefnd hafa verið dæmi um olíuverðið, sem væri að sliga hópferðafyrirtækin, jeppaferðafyr- irtæki og bílaleigur. Upplýsandi framsetning Það, sem ég hef hnotið um, er misvísandi framsetning mótmæla, miðað við fyrri mótmæli aðila í greininni. Í mótmælum undanfarin ár hefur fyrst og fremst verið jagast við stjórnvöld vegna þess, að gengi krónunnar væri allt of hátt, sem hefði haft mjög neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu. Blaðinu er snúið við og nú virðist vandamál greinarinnar vera allt of lágt gengi krónunnar. Væri ekki eðlilegra, bæði fyrir þá sem ekki þekkja og faglegra hjá greininni að kanna úrtak fyrirtækja, rekstur þeirra, hve hátt hlutfall hans sé í ís- lenskum krónum, bæði tekju- og gjaldamegin. Eru fyrirtækin með tekjurnar og lánin í evrum og rekstrargjöldin í krónum eða eru þau með hvort tveggja í evrum eða krónum? Í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, sem gerð var um gengismál og ferðaþjónustu fyrir samgöngu- ráðuneytið og var aðallega gerð vegna þess, að ferðaþjónustan hafði kvartað yfir of háu gengi, segir m.a.: „Gera má ráð fyrir að um 45% af tekjum fyrirtækja í ferðaþjónustu á Ís- landi verði til í erlendri mynt, en einungis 25% kostnaðar. Misvægið nemur því um 20% af tekjum. Hér er sérstök ástæða til að staldra við þá stöðu sem inn- lendar ferðaskrifstofur og flugfélög eru í. Um 90% af tekjum inn- lendra ferðaskrifstofa verða til við sölu á ferðum og þjónustu til erlendra aðila sem greiða oftast fyr- ir í evrum. Á móti kemur að einungis um þriðjungur kostnaðar þessara aðila er í erlendum gjaldeyri. Um tveir þriðju hlutar tekna íslenskra flugfélaga verða til í erlendri mynt en 35-45% af kostnaðinum“. Láta útskýringar fylgja Komið hefur fram að olíuverð sé að sliga fyrirtækin. Rétt er, að hátt olíuverð hefur slæm áhrif víða í greininni. Staðreyndin með bílaleig- urnar er þó, að viðskiptavinir þeirra greiða bróðurpartinn af bensíni á bílana. Verð áfengis hækkar lítillega vegna hækkunar stjórnvalda um 12% á áfengisgjaldi, sem er aðeins hluti af verði þess. Áfengisgjaldið er föst tala í verði áfengis á lítra eftir styrkleika og því hlutfallslega hærra á ódýrara víni en því dýrara. þetta hefur hlutaáhrif á endaverð neyt- andans og er ætíð velt út í verðlag. Þannig eru það þeir, sem taka á sig þessar verðhækkanir stjórnvalda en ekki fyrirtækin. Skýrsla frá samgönguráðuneytinu nefnist „VERÐLAGNING ÁFENGIS Á ÍSLANDI“ – „Er áfengisgjaldið vandamál?“ og er eft- ir Reyni Ragnarsson MBA og lög- giltan endurskoðanda. Skýrslan kom út í desember 2004. Í niðurstöðum og lokaorðum skýrslunnar, segir m.a.: „Það er ljóst að áfengisgjald er lagt á áfengi í nánast öllum ríkjum Evrópu, álagning gjaldsins á Íslandi sker sig úr með því að vera hæsta gjaldið“. „…Ef lækka á áfengisverðið á Ís- landi verða hagsmunaaðilar, bæði ríkið og handhafar vínveitingaleyfa, að taka höndum saman í þeim efnum með því að lækka bæði áfeng- isgjaldið og álagninguna hjá veit- ingahúsunum…“. Eins og fram kemur er áfengisgjaldið hæst hér á landi en það sem skiptir þó meira máli er að samkvæmt yfirliti í skýrslunni var álagning veitinga- húsa á franskt rauðvín allt að 215%. Málefnalegt aðhald Að lokum, eins og segir í bókinni góðu um lífsreglurnar fjórar: „Hafðu hugrekki til þess að spyrja spurninga og til að biðja um það sem þú raunverulega vilt“. Aðhald með stjórnvöldum er gott en á að byggjast á að spyrja spurninga og láta svo umræðuna snúast um stað- reyndir en ekki um tilfinningar, oft vegna rangra forsenda eða álykt- ana. Okkar dýrmæta tíma nú, við erfiðar aðstæður, er best varið, að mínu mati, til þess að hvetja stjórn- völd til samvinnu og átaks með okk- ur í ferðamálum. Ferðaþjónustan er fyrst og fremst atvinnugrein mannlegra samskipta og hug- lægrar vöru. Þess vegna sýnum við sanngirni í samskiptum við stjórn- völd og einbeitum okkur nú að því að nýta öll tækifæri ferðaþjónust- unnar til aukinna umsvifa og ávinn- ings fyrir land og þjóð. Pétur Rafnsson skrifar um mik- ilvægi ferðaþjón- ustu » Væri ekki eðlilegra, bæði fyrir þá sem ekki þekkja og faglegra hjá greininni að kanna úrtak fyrirtækja, rekst- ur þeirra, hve hátt hlut- fall hans sé í íslenskum krónum… Pétur Rafnsson Höfundur er verkefnastjóri Ferða- málastofu og formaður Ferðamála- samtaka Íslands. Málefnalegt aðhald með stjórnvöldum MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út-gáfudaga aðsendar umræðugrein-ar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg-unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs-ins. Formið er undir liðnum Senda inn efni ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Móttaka aðsendra greina @ Fréttir á SMS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.