Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 51
Umræðan 51BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 Gefðu áskrift að Morgunblaðinu Gjafabréf Morgunblaðsins er frábær gjöf til þeirra sem eiga allt.Hægt er að velja um ýmsar áskriftarleiðir og því hægt að finna eitthvað sem hentar öllum. Nánari upplýs- ingar er hægt að fá á www.mbl.is/askrift. – handa þér Gjafabréfin fást í afgreiðslu Morgunblaðsins, Hádegismóum. Nánari upplýsingar í síma 569-1100. Áskrift að Morgunblaðinu er áheit á fréttir, fræðslu og skemmtun dag eftir dag. FORMAÐUR versl- unarmannafélags Reykjavík- ur, lífeyrissjóða VR og stjórnarmaður í Kaupþingi var á dögunum í Kastljósi Rúv. Svo mikill sakleys- issvipur var á formanninum og stjórnarmanninum, að ég bjóst við að vængir spryttu út úr honum þá og þegar. Hann segir í Kastljósi að hann hafi barist gegn of- urlaunum í þjóðfélaginu á undanförnum árum. Ekki veit ég hvað umræddur for- maður hafði í laun hjá VR eða Kaupþingi. Svo vill til að ég hef undir höndum árs- reikninga lífeyrissjóða VR, fyrir árin 2005, 2006 og 2007. Ekki veit ég annað en árs- reikningar séu opinber plögg svo mér finnst rétt að al- menningur dæmi sjálfur um hvort hér sé um ofurlaun að ræða sem formaðurinn skaff- aði sér og öðrum stjórn- armönnum hjá Lífeyrisj.VR á kostnað okkar lífeyrisþega. Samkvæmt ársreikningum lifeyrissjóðs VR. voru laun stjórn- armanna og framkvæmdastjóra eft- irfarandi á þessum árum. Sjá töflu. Ekki er að undra þótt sumir stjórnarmenn hafi setið í stjórn frá því að elstu menn muna, enda eftir nokkru að slægjast. Fyrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs VR, Víglundur Þorsteinsson, hefur ruðst fram á völlinn og reynt að hjálpa núverandi stjórnarformanni Lífeyr- issjóðs VR og formanni VR, Gunn- ari P. Pálssyni, í hans þrengingum gagnvart félögum í VR. En vita fé- lagar VR yfirleitt hverslags of- urlaun þessir menn hafa haft á und- anförnum árum? Þeir fengu nær 150 þúsund krón- ur fyrir hvern fund sem þeir sátu við að tapa 6-7 milljörðum króna af fé lífeyrissjóð VR við hrun bank- anna. Margir hafa minni laun við betri iðju. Á þessum 15 fundum á ári færðu þeir framkvæmdastj. Líf- eyrissjóðs VR tæpar 83 milljónir á þremur árum, í laun, fyrir að tapa áður nefndum milljörðum hjá Líf- eyrissj VR. Þá virðast ekki hafa verið greidd nein fátækralaun hjá lífeyrissj VR. Árið 2005 voru meðallaun starfs- manna hjá sjóðnum (samkv árs- reik.) kr. 6.316.363, árið 2006 kr. 7.084.870, og árið 2007 kr. 7.705.454. Varla hafa þeir lægst launuðu haft þessi laun, svo einhver hefur haft góð laun hjá lífeyrissjóði VR á fyrgreindum árum. Væri gaman að formaður VR upplýsti hver voru meðallaun sem hann samdi um fyrir almenna félaga í stéttarfélagi VR á þeim sömu árum. Árið 2005 varð ég svo frægur að sitja ársfund Lífeyr- issjóðs VR. Ekki hef ég á langri ævi setið á annarri eins hallelúja- samkomu. Hver lofræðan á fætur annari dundi á mér. Skyldu hirð- mennirnir halda svona ræður á næsta ársfundi? Ekki var ég vinsæll á þessum fundi og ekki heldur ársfundinum 2006 þar sem ég gerði fyrispurn um af hverju Lífeyrissjóður VR greiddi ekki desemberuppbót til bótaþega. Ekki batnaði mín staða á árs- fundi 2006 þegar ég benti á að unnt væri að lækka laun stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og greiða okkur bótaþegum desemberuppbót. Víg- lundur Þorsteinsson, þáverandi stjórnarformaður, hélt yfir mér hálftíma ræðu á báðum fundunum og sagði meðal annars: „Þegar búið er að taka 10 aura af krónu eru 90 aurar eftir.“ Mikil speki, ekki satt? Gunnar Páll sagði að hann skyldi athuga málið. Sú athugun stendur enn. Að ég best veit. Í lögum lífeyrissjóðsins, 6. gr. 6.3.7, Ársfundur: Ákvörðun um stjórnunarlaun. Á þeim tveimur ársfundum sem ég hef setið hefur ekki verið minnst á stjórnarlaun. Læt ég svo linna um launa- greiðslur hjá Lífeyrissjóði VR. Hvet ég alla sjóðfélaga að kynna sér reksturs sjóðsins og mæta á ársfund hans svo hann verði ekki áfram eins og trúarsamkoma. JÓHANNES JÓHANNESSON eftirlaunamaður hjá LSVR, Starengi 94, 112 Reykjavík Það sem höfðin- gjarnir hafast að Frá Jóhannesi Jóhannessyni Stjórnarlaun og framkvamdastj laun Lifeyrissj. V R 16 fundir á ári Stjórn 2005 Árslaun pr.fund Víglundur Þorsteinsson stjfor 2.366.000,00 147.875,00 Gunnar P.Pálsson varaform. 1.476.000,00 92.250,00 Birgir R Jónsson 984.000,00 62.500,00 Benedikt Kristjánsson 984.000,00 62.500,00 Benidekt Vilhjálmsson 984.000,00 62.500,00 Ingibjörg R Guðmundsdóttir 984.000,00 62.500,00 Jóhanna Vilhelmsdóttir 984.000,00 62.500,00 Tryggvi Jónsson 984.000,00 62.500,00 Varamenn 287.000,00 ? Þorgeir Eyjólfsson forst 25.506.000,00 á mán 2.125.500 Samtals 35.539.000,00 17 fundirá ári Stjórn 2006 Árslaun pr.fund Víglundur Þorsteinsson stjfor 2.500.000,00 147.058,00 Gunnar P.Pálsson varaform 1.530.000,00 90.000,00 Birgir R Jónsson 1.020.000,00 60.000,00 Benidikt Kristjánsson 1.020.000,00 60.000,00 Benidikt Vilhjálmsson 1.020.000,00 60.000,00 Ingibjörg R Guðmundsdóttir 1.020.000,00 60.000,00 Jóhanna Vilhelmsdóttir 1.020.000,00 60.000,00 Tryggvi Jónsson 1.020.000,00 pr. m. 60.000,00 Varamenn 170.000,00 ? Þorgeir Eyjólfsson forst 26.548.000,00 á mán 2.212.333 Samtals 36.868.000,00 13 fundir á ári 2007 Árslaun pr.fund Gunnar P.Pálsson stj.form. 2.070.000,00 159.230,00 Helgi Magnússon varaform. 1.350.000,00 103.846,00 Benedikt Kristjánsson 1.080.000,00 83.077,00 Benedikt Vilhjálmsson 1.080.000,00 83.077,00 Ingibjörg R Guðmundsdóttir 1.080.000,00 83.077,00 Jóhanna Vilhelmsdóttir 1.080.000,00 83.077,00 Hrund Rudólfsdóttuir 900.000,00 69.230,00 Margrét Kristmansdóttir 900.000,00 69.230,00 Varamenn 1.215.000,00 ? Þorgeir Eyjólfsson forstj 29.842.000,00 á mán 2486833 Samtals 40.597.000,00 Í MORGUNBLAÐINU 4. desem- ber birtist tillaga til Umferð- arstofu frá Ólafi Auðunssyni þar sem hann hvet- ur Umferð- arstofu til að innleiða það fyr- irkomulag sem notað er í Sví- þjóð varðandi tímabundna skráningu úr umferð. Ég vil byrja á að þakka Ólafi fyr- ir ábendinguna. Líkt og hér á landi er í Svíþjóð límdur á númeraplötu ökutæk- isins miði sem tilgreinir skoð- unarár. Munurinn er hins vegar sá að í Svíþjóð er miðinn skafmiði og hægt er að skafa af honum stóran flöt sem á er prentað skoðunarárið og kemur þá í ljós sérstakt númer sem eigandi öku- tækisins getur hringt inn og fengið ökutækið þar með afskráð. Þá er það fært til bókar í mið- lægu skráningarkerfi að tiltekið ökutæki sé afskráð. Hér á landi er fyrirkomulagið þannig að eig- andi ökutækis framvísar undirrit- uðu eyðublaði með ósk um að ökutækið sé skráð úr umferð. Eyðublaðið er m.a. hægt að nálg- ast á heimasíðu Umferðarstofu, www.us.is. Í framhaldi af því sendir Umferðarstofa viðkomandi miða með áletruninni „notkun bönnuð“ sem ætlast er til að sé límdur á skráningarnúmerið. Með þessu kemst eigandi öku- tækisins hjá því að greiða van- rækslugjald vegna skoðunar á ökutæki sem t.d. er í geymslu og er ekki í notkun. Það skal tekið fram að tryggingafélög og fjár- málaráðuneytið telja þetta ekki fullnægjandi til að hægt sé að fella niður tryggingar og bif- reiðagjöld og er þess því krafist að skráningarnúmer ökutækisins sé lagt inn til Umferðarstofu og ökutækið þar með afskráð. Öku- tækjasvið Umferðarstofu gerði á sínum tíma athugun á sænska fyrirkomulaginu. Í stuttu máli sagt var niðurstaðan sú að ávinn- ingurinn af því réttlætir á engan hátt þann mikla kostnað sem upp- taka þessa kerfis hefði í för með sér fyrir eigendur ökutækja. Í Svíþjóð leggst stofn- og rekstr- arkostnaður þessa kerfis á millj- ónir eigenda ökutækja sem þyrfti að leggjast á margfalt færri öku- tæki hér á landi. EINAR MAGNÚS MAGNÚSSON, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Varðandi tillögu til Umferðarstofu Frá Einari Magnúsi Magnússyni Einar Magnús Magnússon @
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.