Morgunblaðið - 21.12.2008, Síða 58
58 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008
✝ Karl Kristján Sig-urðsson fæddist í
Reykjavík 13. janúar
árið 1935. Hann lést
1. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Karen
Kristine Nilsen og
Sigurður Krist-
jánsson. Systkini
hans eru Guðjón
Ragnar og Sigurdís
Ásta María. Frá 3 til
8 ára aldurs bjó hann
í Vatnsholti í Gríms-
nesi, þar sem for-
eldrar hans voru með búskap. Fað-
ir hans lést þegar Karl var átta
ára gamall og flutti fjölskyldan þá
til Reykjavíkur. Hann lærði renni-
smíði hjá Jens Árnasyni. Karl tók
einnig fyrst stig til
vélstjóraprófs og var
í siglingum víða um
heim um árabil. Þeg-
ar hann kom í land
réð hann sig á verk-
stæði hjá Garðaprýði
og gerði þar við
margskonar tól og
tæki. Síðustu ár tók
Karl að sér sérverk-
efni í fínsmíði á tækj-
um og tólum fyrir
Raunvísindastofnun
Háskólans.
Karl var ókvænur
og barnlaus, en í 18 ár átti hann
samleið með Sigrúnu Ragn-
arsdóttur.
Karl var jarðsunginn frá Bú-
staðakirkju 10. nóvember.
Nýlega lést Karl Kristján Sig-
urðsson, rennismiður. Leiðir okkar
lágu saman fyrir 6 árum, þegar
mér var bent á smið til að leysa
brýnan vanda. Við Eðlisfræðistofu
Raunvísindastofnunar vantaði blý-
skýlingu utan um nýþróaðan
geislanema í stað lausra blýsteina.
Ég hafði þá nýlega séð hvernig er-
lendur kollegi leysti verkefnið.
Hann smíðaði þrjú stálílát sem
hann hellti síðan bráðnu blýi í.
Kalli leysti verkefnið á mun ein-
faldari hátt. Hann lét steypa gegn-
heilan hólk, sem er einföld aðgerð,
og renndi, boraði og sneið hólkinn
síðan í þrjá hluta. Einfaldara gat
þetta vart verið.
Þetta var upphafið að samstarfi
okkar. Hann fékk skissur og skil-
aði, oftast degi síðar, vel smíðuðum
hlut. Að stærsta verkefninu átti
hann meginfrumkvæðið. Árið 1999
hafði við Raunvísindastofnun verið
smíðaður sjálfvirkur sýnaskiptir,
allflókið tæki sem flytur á sjálf-
virkan hátt 10 mæliglös hvert á eft-
ir öðru í mælistöðu. Að fenginni
reynslu af þessu tæki blasti við að
endurbætt útgáfa gæti komið að
góðum notum við margvíslegar
rannsóknir þar sem geislavirkum
sporefnum er beitt. Stúdent, sem
vann eitt sumar hjá okkur og vant-
aði tímabundið verkefni, teiknaði
fyrir mig einfalda mynd í tölvu af
nýju tæki. Myndin kom öðru hvoru
fram þegar ég var að leita í bréfas-
tafla á skrifborði mínu. Þótt engin
áform væru í bráð að ráðast í verk-
efnið, sýndi ég Kalla eitt sinn
myndina, til að fá mat á umfangi
smíðinnar. „Á ég ekki bara að
smíða þetta tæki?“ sagði hann. Ég
svaraði að það væri ekki komið á
dagskrá. En eftir stutt samtal, þar
sem ég fann að honum fannst verk-
efnið áhugavert, sagði ég já takk.
Þremur vikum síðar sýndi hann
mér listilega smíðaðan sýnaskipti.
Hvorki fyrir þetta tæki né önnur
verkefni vildi hann fá þóknun,
nema þegar hann vantaði einhver
verkfæri.
Fyrir ári smíðaði Kalli svo end-
urbætta útgáfu af sýnaskiptinum,
sem hefur síðustu mánuði verið
helsta mælitækið í radonmælingum
Raunvísindastofnunar, og er það
nú að opna nýja notkunarmögu-
leika. Þessi samvinna hefur leitt til
tveggja greina í erlend vísindarit
þar sem Kalli er meðhöfundur.
Þegar hann féll frá var þriðja
greinin í uppsiglingu.
Náðargáfa Kalla til smíða mun
snemma hafa komið í ljós. Hann
var jafnhagur á málm sem tré og
vel að sér í rafeindatækni, en í
þeirri grein lauk hann námi í
dönskum bréfaskóla. Fyrir nokkr-
um árum færði hann Ríkisútvarp-
inu að gjöf allmörg viðtæki af elstu
gerðum sem hann hafði gert upp
sem ný.
Smíðahlutir hans báru vitni um
hugmyndaauðgi, handlagni og
vandvirkni. Meðfæddir hæfileikar
af þessu tagi eru þjóð okkar verð-
mætir, en lítið er gert í skólum
okkar til að leita þessara nemenda
og þroska hæfileika þeirra og sér-
gáfu þeirra.
Karl var síðastliðið sumar ráðinn
til tækjasmíði við verkstæði Eðl-
isfræðistofu og byrjaði þar á því að
koma tækjum og tólum í betra
horf. Þegar andlát hans var til-
kynnt á tölvuvef stofunnar, skrifaði
einn starfsmanna okkar þar: „Kalli
breytti verkstæðinu í himnaríki.“
Hans er sárt saknað. Við sendum
ættingjum hans samúðarkveðjur
okkar.
Páll Theodórsson.
Það er með söknuði sem ég kveð
minn góða vin Karl Sigurðsson.
Hann nefndi við mig í sumar að
hann ætti kannski ekki langt eftir
en mér fannst óhugsandi að hann
væri að nálgast dauðans dyr.
Kynni okkar Karls byrjuðu í
Sölunefnd varnarliðseigna. Við
komum þangað af og til og skoð-
uðum þann ýmiss konar áhuga-
verða varning sem þar var til sölu.
Einhverju sinni þurfti hann aðstoð
við að lyfta þungum spennubreyti
upp í bílinn sinn og bað mig um
hjálp. Þann greiða átti ég eftir að
fá ríkulega endurgoldinn. Hann var
augljóslega áhugamaður um raf-
eindatækni svo ég spurði hvort
hann gæti útvegað mér íhluti í
magnara sem ég var að smíða. Það
var auðsótt mál og hann bauð mér í
heimsókn á heimili sitt á Sogaveg-
inum.
Íbúðarhúsið og bílskúrinn voru í
senn fínasta safn og verkstæði. Þar
var að finna fjölda hálfrar til
heillar aldar gamalla útvarpstækja
ásamt öðrum rafeindatækjum.
Hann safnaði og gerði við það sem
hann fékk og allt leit út sem nýtt.
Öllu var raðað þétt og snyrtilega,
bara snyrtimennskan gaf til kynna
að þarna væri klár maður. Inni í
húsinu voru öll fínu tækin og úr-
klippusafnið hans. Hann safnaði
ljósritum af áhugaverðum greinum
og setti í möppur og safnaði jafnvel
hljóðupptökum af áhugaverðum
fyrirlestrum og geymdi á segul-
böndum. Í bílskúrnum voru þar að
auki tré- og járnsmíðavélar. Karl
var rennismiður að atvinnu en
áhugamaður á langtum víðara sviði
í frístundum.
Nokkrum mánuðum eftir fyrstu
kynni okkar keypti ég mælitæki í
Sölunefndinni. Þegar ég kom heim
áttaði ég mig á því að mikilvæga
hluti vantaði í tækið og án þeirra
var það gagnslaust. Ég nefndi
þetta við Karl og þá kom í ljós að
hann lumaði á því sem mig vantaði.
Hann hafði séð hlutina og keypt.
Hann áttaði sig á því að tæki var á
leiðinni og beið eftir því. Hann vildi
gefa mér hlutina en féllst þó á að
ég greiddi honum útlagðan kostn-
að. Atvik sem þetta urðu heldur að
reglu en undantekningum. Þau
urðu ófá verkefnin sem ég hef tekið
að mér sem byrjuðu á heimsókn til
Karls.
Einhvern tímann datt það upp úr
mér að ég ynni fyrir Pál Theódórs-
son eðlisfræðing í Háskólanum.
Karli fannst mikið til um það.
Hann hafði hlustað á fyrirlestra
Páls frá því um 1980 þar sem Páll
spáði um framtíð rafeindatækni-
nnar. Hann hafði spilað fyrirlestr-
ana inn á segulband og afritaði þá
á kassettu handa mér. Ég nefndi
það við Karl að Pál sárvantaði góð-
an smið, en hann var feiminn við að
hitta Pál. Ég gekk harðar að hon-
um og það endaði með því að þeir
kynntust og unnu saman í mörg ár.
Karl endaði sem meðhöfundur
tveggja vísindagreina. Einföld riss-
mynd af því sem átti að smíða
dugði Karli og útkoman varð alltaf
betri en upphaflega hugmyndin.
Það var svo í maí í ár að Karl
fékk fasta stöðu á verkstæði Raun-
vísindadeildar Háskóla Íslands.
Hann var farsæll í því starfi og
verkefnunum fjölgaði jafnt og þétt.
Karl var einstaklega prúður
maður, þægilegur í samskiptum,
hjálpsamur og góður vinur. Hann
var vel að sér í málefnum líðandi
stundar og jafnan var gaman að
koma í heimsókn til hans til að
spjalla.
Guðjón I. Guðjónsson.
Karl Kristján
Sigurðsson
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
SIGURÐAR JÓNSSONAR
frá Sandfellshaga, Norðurþingi,
síðar Miklubraut 66,
Reykjavík.
Ingibjörg Jónsdóttir,
Jóna Björg Sigurðardóttir, Karl Halldór Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Grímur Ársælssonfæddist í Dölum í
Vestmannaeyjum 17.
nóvember 1940. Hann
lést á gjörgæsludeild
Landsspítalans við
Hringbraut 29. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Hansína Á. Magn-
úsdóttir húsmóðir, f. í
Vesturhúsum í Vest-
mannaeyjum 12. jan-
úar 1904, d. 16. sept-
ember 1980, og
Ársæll Grímsson
bóndi, f. í Nýborg á Stokkseyri 9.
janúar 1901, d. 23. febrúar 1998.
Systkini Gríms eru; 1) Maggý Jór-
unn f. 9. apríl 1927, gift Guðmundi
Stefánssyni, d. 1996, börn þeirra
Hannes, Magnús og Nanna. 2) Mar-
grét, f. 2. desember 1928, d. 23. apr-
íl 1990, gift Ragnari Gíslasyni, dótt-
ir þeirra Hanna Björk. 3) Erla, f. 30.
júní 1930, gift Gunnari M. Björns-
syni, d. 1986, börn
þeirra. Dagmar, Ár-
sæll, d. 1987 og Jó-
hanna. 4) Hannes, f.
29. nóvember 1931, d.
26. apríl 1949.
Í Vestmannaeyjum
bjó Grímur til 1945
þegar fjölskyldan
fluttist að Húsatóftum
við Grindavík og frá
1948 bjó hann í Hafn-
arfirði, fyrst í Sveins-
koti á Hvaleyri en frá
1974 að Suðurbraut
16.
Grímur stundaði útgerð á smá-
bátum frá Hafnarfirði mestan hluta
síns starfsferils, en einnig verka-
mannastörf í skipasmíðastöðinni
Dröfn í Hafnarfirði og í stuttan
tíma hjá Raftækjaverksmiðjunni
Rafha.
Útför Gríms fór fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju 9. desember, í kyrr-
þey.
Þá hefur síðasti kaflinn í lífsbók
uppáhaldsfrænda míns verið skráð-
ur og bókinni lokað. Óvænt og
miklu fyrr en nokkurn hafði órað
fyrir. Sorgin og söknuðurinn er
mikill, en ljúfar minningarnar
streyma fram og gera okkur bæri-
legra að sætta okkur við það sem
við fáum engu um ráðið.
Í sextíu ár bjó Grímur í Hafn-
arfirði, fyrst í Sveinskoti á Hvaleyri
en síðar inni í bæ. Fyrsta 1½ ár lífs
míns bjó ég með mömmu hjá
ömmu, afa og Grími í Sveinskoti
auk þess sem ég dvaldi þar ótal
sinnum sem barn um lengri eða
skemmri tíma. Fjölmargar
bernskuminningar mínar tengjast
þ.a.l. lífinu á Hvaleyrinni þar sem
streita og tímaleysi nútíðarinnar
þekktist ekki.
Ég var ekki há í loftinu þegar ég
skottaðist með afa um Hvaleyrina
og hann kenndi mér m.a. að þekkja
hvítu trilluna hans Gríms með
grænu lunningunni langt úti á Firð-
inum. Oftar en ekki var hún drekk-
hlaðin á landstími, enda frændi með
fengsælustu grásleppukörlunum í
Hafnarfirði. Þá var nú eins gott að
vera fljót heim í hús til ömmu svo
maturinn stæði klár á borðinu þeg-
ar Grímur kæmi heim. Alveg sama
hversu þreyttur og lúinn hann var
eftir róðurinn, alltaf hafði hann
tíma til að kjá í heimilishundinn og
mig, óstýrilátan krakkann, sem,
eins og hundurinn, réð mér ekki
fyrir kæti þegar hann renndi loks í
hlað á jeppanum sínum.
Grímur var bæði barngóður og
hjartahlýr. Því fékk maður ríkulega
að kynnast; ómældur tíminn sem
hann gaf sér til að leika, spila og
tefla eða bara leyfði manni að þvæl-
ast með sér á jeppanum um allar
trissur að ekki séu nú nefndar allar
gjafirnar sem hann færði fjölskyld-
unni og alltaf hittu í mark. Þegar
við hittumst á förnum vegi spurði
hann alltaf frétta af fjölskyldunni,
gladdist með góðlátlegu brosi og
glettni í auga þegar vel gekk, en
tók ákaflega nærri sér ef erfiðleikar
bjátuðu á og velti upp möguleikum
til úrbóta.
Áhugi Gríms á íþróttum var mik-
ill og var hann einlægur stuðnings-
maður Knattspyrnufélagsins
Hauka. Var það svo að þegar elsta
dóttir mín, þá barnung, ákvað að
flytja sig frá Haukum til FH að
helsta áhyggjuefni hennar var
hvort Grímur frændi myndi e.t.v.
hætta að gefa henni jólagjafir!
Helsta áhugamál hans var skák.
Hana stundaði hann lengi með
Skákfélagi Hafnarfjarðar en síðustu
árin einkum með Riddurunum og
KR-klúbbnum. Fór hann nokkrar
utanlandsferðir til að tefla með KR-
ingum og veittu þessar ferðir hon-
um ómælda ánægju. Elsku frændi.
Það er erfitt að kveðja þá sem
manni þykir vænt um, einkum nú
þegar hátíð ljóss og friðar er fram-
undan, einmitt sá árstími sem við
höfðum markað fasta tíma til að
njóta samvista. Þú varst vandaður
maður; íhugull, hógvær og barst lít-
ið á í lífinu en varst einstaklega
ljúfur og traustur í allri framgöngu
og hafðir mikið að gefa okkur öll-
um. Ég þakka þá gæfu að hafa átt
þig fyrir frænda. Ég þakka þér all-
ar góðu stundirnar sem við áttum
saman og allar dýrmætu minning-
arnar sem þær hafa gefið mér.
Þó þú sért horfinn að sinni veit
ég að við sjáumst síðar. Hafðu þökk
fyrir allt.
Sofðu rótt.
Þín frænka,
Hanna Björk.
Enginn veit sína ævina fyrr en öll
er. Sláttumaðurinn slyngi með ljá-
inn gefur engin grið og er sífellt á
ferð. Horfinn er af skákborði lífsins
Grímur Ársælsson, skákmaður og
trillukarl, sem fann sér æ meiri
uppbyggilega dægradvöl og góða
afþreyingu við taflið eftir því sem
árin færðust yfir og hann hægði
ferðina frá sjósókn og lífsins streði.
Skák og skak voru hans ær og kýr,
aðalviðfangsefni alla tíð. Grímur var
traustur og yfirvegaður skákmaður,
iðinn við kolann, í tvöfaldri merk-
ingu, allt sitt líf. Undanfarin mörg
ár tefldi hann oft í viku bæði í Ridd-
urunum, skákklúbbi eldri borgara á
höfuðborgarsvæðinu, í Hafnarfjarð-
arkirkju, í Skákdeild KR í Fax-
askjóli, í Skákklúbbi hinnar vísu
Kaísu (gyðju skáklistarinnar) í FB
Garðabæ (áður VISA-klúbbnum),
heimsótti Skákklúbb FEB (Félags
eldri borgara) í Stangarhyl, og sótti
nú síðast líka skákkvöld í Gallerý
Skák í Bolholti. Hann var einn af
frumherjum að stofnun Riddarans
fyrir 10 árum og forvígis- og um-
sjónarmaður klúbbsins frá fyrstu
tíð til hinsta dags. Hann undirbjó
skákfundi klúbbsins hvern miðviku-
dag árið um kring og vann skipu-
lega að uppbyggingu hans með inn-
heimtu lágra þátttökugjalda af
félögunum á hverri æfingu, sem síð-
an voru nýtt til að kaupa vandaðan
skákbúnað, taflmenn, klukkur og
borð. Nú síðast fartölvu og flatskjá
til að auðvelda pörun, skráningu og
allt móta- og utanumhald.
Grímur barst lítt á, bæði í skák-
inni sem lífinu öllu og lét lítið yfir
sér. Einstakt prúðmenni í öllum
sínum háttum, hæglátur og hlé-
drægur, hvers manns hugljúfi. Við
skákborðið var hann oft kíminn,
reri fram í gráðið íbygginn á svip,
léttur í skapi þegar vel gekk, en gat
líka verið þungur á brún, enda
óvenju svipmikill maður, þegar svo
bar við ef sókn rann út í sandinn
eða vörnin brast, hálfafsakandi sig
en hrósandi mótherja sínum. Grím-
ur naut þess að tefla skák, elda
grátt silfur í friði og spekt á hvítum
reitum og svörtum í góðra vina
hópi, eins og fleiri, með hugkvæmn-
ina eina að vopni. Þó Grímur væri
sjómaður lengst af var hann þó ekki
„sigldur“ maður fyrr en hann brá
sér með skákfélögum sínum úr KR-
klúbbnum til Færeyja fyrir nokkr-
um árum, sjálfum sér og öðrum til
mikillar ánægju, en sú ferð var síð-
ar í flimtingum kölluð „Grímsævin-
týrið“. Í hitteðfyrra lá svo leið hans
í sama hópi til Skotlands að etja
kappi við þarlenda í Edínaborg og í
ár var haldið til Hollands með
nokkrum skákfélögum á skákmótið
í Wijk Aan Zee (Sjávarvík) og loks
til Danmerkur sl. vor, þegar 2 tugir
víkinga úr Skák(her)deild KR fóru
utan til að herja á Dani, fyrst Jóta
nær Árósum og síðan Hafnarbúa í
Kóngsins Kaupinhafn í Danaslagi.
Það er mikil missir og eftirsjón
að Grími. Því er sár söknuður að
okkur vinum hans og skákfélögum
kveðinn við sviplegt og ótímabært
fráfall hans. Minning hans lifir.
Einar S. Einarsson.
Grímur Ársælsson
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bilum
- mælt í Tools/Word Count). Ekki er
unnt að senda lengri grein. Hægt er
að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Undirskrift | | Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Minningargreinar