Morgunblaðið - 21.12.2008, Side 64
64 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008
1. Nat King Cole – „The Christmas Song (Chestnuts Roasting on an Open Fire)“
Það er nú meira, þetta ömurlega yfirlæti sem lekur af hverjum tón í þessu smeðjulega lagi.
Cole situr drýgindalegur í tennispeysunni við arineldinn og þykist hafa einhver skilaboð til
lýðsins. Bjakk! Það mætti ýmislegt fleira fara á eldinn en þessar kastaníuhnetur …
2. Wham! – „Last Christmas“
Úff … hver er ekki fyrir löngu kominn með upp í kok af þessu væmna,
smásmugulega eitísglingri þeirra brúnkubræðra, George Michael og
Andrew Ridgeley! Hrikalegt alveg hreint!! Steininn tekur svo úr þeg-
ar þeir velta sér um í snjó eins og bavíanar í meðfylgjandi myndbandi.
Ömurlegt.
3. Band Aid – „Do They Know It’s Christmas?“
Jæja, þurftu þá ekki ofaldir og vita smekklausir milljónamæringar úr poppbransanum að
pynta okkur, blásaklausa hlustendur, með þessu handónýta lagi til þess eins að sefa eigin sam-
visku!! Hið sanna eðli þeirra er þó afhjúpað með eftirminnilegum hætti í eftirfarandi texta-
broti: „Well tonight thank God it’s them instead of you“. Maður er orðlaus yfir þessari vitleysu.
4. Bing Crosby – „White Christmas“
Þessi gamla sveskja, og repúblikani í þokkabót, þurfti endilega að dæla út jólalögum á sinni tíð
í tugavís og í meira en hálfa öld höfum við þurft að þjást vegna þessa. „White Christmas“,
sungið með dauðyflislegri, drepleiðinlegri bassarödd, er kristaltærasta dæmið um þá glæpi
sem Bing gamli hefur framið í þessari deildinni. Sveiattan!!
5. John Lennon og Yoko Ono –„Happy Xmas (War Is Over)“
Hvað er þetta með að nota jólin til að trana sér og sínum fram og sefa einhverja samvisku?!
Lennon og Ono, sjálfumglatt milljónerapakk og frístundamót-
mælendur með meiru ákváðu sisona að binda enda á öll heims-
ins stríð með lagi, hverju öðru. Ekki höfðu þau erindi sem
erfiði, og nægir að hlusta á lagið til að skilja af hverju.
6. Paul McCartney – „A Wonderful Christmas Time“
Paul „greyið“ McCartney
þurfti þá að sjálfsögðu að
leggja í jólalagapúkkið,
hrakinn áfram af minni-
máttarkennd gagnvart
Lennon. McCartney, höf-
undur margra af öm-
urlegustu lögum dæg-
urtónlistarsögunnar,
bætir glæsilega í þann sarp með þessum mar-
flata og mæðulega söng. „Simply having a won-
derful Christmas time,“ segir þar. Ég segi hins
vegar einfaldlega hundleiðinlegt!
7. Eartha Kitt – „Santa Baby“
Nei, nei, nei og aftur nei. Nú er nóg komið. Er
smekkleysið ekki löngu búið að keyra um þverbak
spyr ég? Þurfum við virkilega á þessum ósóma að
halda? Að þurfa að hlusta á kvensnift draga
feitlaginn síðskeggjaðan mann á tálar á frem-
ur rætin og slepjulegan hátt. Í skjóli jólanna!!!
8. Cliff Richard – „Mistletoe & Wine“
Botninum náð. Ég held að ég sé ekkert að
tjá mikið um þetta lag. Annað en að þetta
er ÖMURLEGT DRASL!
9. Jethro Tull – „Ring Out Solstice
Bells“
Nei, heyrðu mig nú! Þó að Ian Andersson,
einfætti flautu-
leikarinn úr Tull
líti út eins og jóla-
sveinn er ekki þar
með sagt að hann
valdi söngvum
þeim tengdum.
Engu að síður
svínar þessi gla-
seygi brjálæðingur inn á jólalagasviðið með
morknu, miðaldastemmulagi sem gerir hvern
þann er hlustar á þunglyndan um leið. Til hvers,
Ian?
10. Bill Nighy – „Christmas Is All Around“
Ömurðin heldur ótrau … nei bíddu … er þetta ekki
stórvinur minn, hinn tröllslegi Bill Nighy með sína
smekkvísu útgáfu af ódauðlegum slagara Troggs,
„Love is All Around“? Tær snilld. Fimm stjörnur.
1. Sniglabandið – „Jólahjól“
Ég sver það … ef ég heyri þetta bannsetta lag einu sinni enn þá tek ég þetta hjól og … svo mik-
ið er þjösnast á þessu lagi yfir hátíðirnar að það glymur í hausnum á manni langt fram á vor!
Er enginn möguleiki á að frysta spilun á þessu afstyrmi í framtíðinni?
2. Í svörtum fötum – „Jólin eru að koma“
Þessir gleiðmynntu poppgosar gátu ekki látið það ógert að
hella úr barmafullri poppfroðufötu sinni yfir á jólalagaformið
með þessum líka stórkostlega árangri. Uppblásið og yfirdrif-
ið, svo mjög að mann hreinlega sundlar. Hljómar helst eins og
auglýsing fyrir Kringluna!
3. Helgi Björnsson – „Ef ég nenni“
Ef ég nenni? Halló! Hvað er eiginlega í gangi hérna!? Á tímum sem snúast um gjafmildi, auð-
mýkt og fórnfýsi nennir sjálfur Helgi Björns þessu varla. „Koss fyrir lítið – ef ég nenni, feg-
urstu rósir – ef ég nenni, gullsveig um enni – ef ég nenni, öll heimsins undur – ef ég þá nenni!!!
4. Eiríkur Hauksson – „Jól alla daga“
Einmitt. Jól alla daga. Stórkostlegt. Vandamálið er bara að þá þyrftum við að hlusta á þetta
helv.... lagagerpi alla daga! Þegar bjöllurnar, barnakórinn og svívirðileg Evróvisjónhækkunin
koma svo undir restina rennur manni kalt vatn milli skinns og hörunds af hroða. Ekki meir Ei-
ríkur!
5. Laddi – „Snjókorn falla“
Ja, hérna hér! Konungi grínsins væri nú hollast að halda sig þar sem
hann kann best að fóta sig. Mínum grænloðna heila
er það hulin ráðgáta af hverju spaugsnilling-
urinn lét hafa sig út í að syngja yfirmáta glatt,
glaðvært og væmið lag um blessuð jólin – án
votts af spotti eða spéi. Þetta sorp er best
geymt í reiðileysi úti á götu með stein-
dauðum jólatrjám. Og nei, ég ætla EKKI
að kyssa þig undir mistilteininum í kvöld!
6. Eyjólfur Kristjánsson – „Gleðileg jól (allir saman)“
Urrg … þarf ekki hinn ómfagri og söngblíði Eyjólfur Krist-
jánsson að leggja sitt til málanna í líki enn eins trosnaðs og yf-
irmáta væmins jólalags. „Gleðileg jól. Allir saman. Það er
komin jólastund“. Só! Og þetta þarf maður að þola u.þ.b. fimm-
tíu sinnum á dag … á öllum stöðvum!
7. Pálmi Gunnarsson – „Gleði og friðarjól“
Ekki batnar það … kemur ekki hófstillti bassafanturinn Pálmi
Gunnarsson, beint að norðan, með enn eina þumbaralegu þvæluna
um gleði, frið og kærleika!! Stóra vandamálið með þessi bévítans
lög er að þau eru öll eins! Renna saman í sýrópsdrjúpandi sull sem
fær mann til að sortna fyrir augum … en verst er þó með eyrun.
8. Svanhildur og Anna Mjöll – „Jólaleg jól“
Jólaleg jól? Kaffilegt kaffi? Snjókallalegur snjókall? Eru
virkilega engin takmörk fyrir því lygilega hug-
myndaleysi og ímyndunarskorti sem þetta bless-
aða jólalagafólk er sekt um? Ég er orðinn
grænn af reiði út af þessu helv …
9. Björgvin og Svala – „Fyrir jól“
Ætli þau feðgin séu búin að finna jóla-
gjafirnar sem þau eru búin að vera að
leita að núna í tuttugu ár? Vonum það.
Þá er mögulegt að þetta lag verði
LOKSINS tekið úr spilun!
10. Egill Ólafsson, Karlakórinn
Fóstbræður og Sönghópur
Söngskólans – „Helga nótt“
Guð minn almáttugur. Af hverju
nokkrum manni
finnst þessi dóma-
dagsleiðindi vera á
einhvern hátt fal-
leg, helg eða hátíð-
leg er mér alger-
lega óskiljanlegt.
Sem betur fer er
liðið yfir mann úr
leiðindum til-
tölulega snemma
þannig að maður þarf ekki að þola við
út allt lagið. Það er kannski eitthvað
jákvætt við þessi jólalög eftir allt sam-
an?
Þegar Trölli slátraði jólalögunum
Nú er svo komið að jólalög, innlend sem erlend, hafa dunið látlaust á eyrum landsmanna í rúmlega mánuð. Margir eru
orðnir langþreyttir á síbyljunni, hoknir af endalausum nið bjölluhljóms og barnakóra. Einn er sá sem veigrar sér ekki
við að segja nákvæmlega hvað honum finnst um þetta flóð jólalaga og eftirlét hann Morgunblaðinu skýrslu þar um.
Þessara jóla verður því héðan í frá minnst sem þeirra jóla „þegar Trölli slátraði jólalögunum“.
ÚtlensktÍslenskt