Árdís - 01.01.1944, Page 12

Árdís - 01.01.1944, Page 12
 málans og nærri eins margir með samþykt lýðveldis stjórnarskrárinnar. Tarkmarkinu var nú náð. Á afmælisdag Jóns Sigurðssonar, þann 17. júní 1944 kom Alþingi saman á Þingvöllum við Öxará, þar sem gildistaka lýðveldisstjórnarskrárinnar fór formlega fram og þingið kaus hinn fyrsta lýðveldisforseta, Svein Björnsson. Innan árs fer fram forseta kosning á Islandi, þar sem þjóðin sjálf kýs sér forseta til fjöggra ára með líkum hætti og lög standa til í Bandaríkjunum. Frásagnir af þessum sérstæðu og söguríku hátíðahöldum á Þing- völlum þann 17. júní s.l. hafa birst í íslenzku vikublöðunum vestanhafs. Af þeim má ráða hve hrifning hafði gagntekið hugi íslenzku þjóðarinnar við endurreisn lýðveldisins. Á tímum hinna þyngstu rauna hafði þjóðin aldrei týnt sjálfri sér þó stundum léti nærri að hún örmagnaðist undir heljarfargi erlendra yfir- stétta og innanlands andstreymis, er frá eldgosum og hafísum stafaði. Vígði þátturinn slitnaði aldrei og á Þingvöllum við Öxará fann þjóðin sig að fullu á ný og var með fögnuði tekin í tölu alfrjálsra lýðræðisþjóða. Stríð og sigur (Matt. 15: 21-18) Prédikun flutt af séra Rúnólfi Marteinssyni, í sambandi við þing Bandalags Lúterskra Kvenna, í kirkju Herðubreiðarsafnaðar, Langruth 9. júlí 1944. 1 bænaranda nálgumst ver frásögu og segjum af hjarta: “Meistarinn góði, öllum himnum hærri Leyf mér að baðast ljóss við geisla þína; laugaðu guðdómskrafti sálu mína.” Og með sálmaskáldi Israelsmanna biðjum vér: “Vísa mér vegu þína, Drottinn, kenn mér stigu þína, lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér.” (D.S. 25: 4, 5) 1 þessum anda viljum vér heyja alt starf vort og stríð. “Lífið er stríð” og stríð er stundum vegur til lífs. “Þar sem ekkert þreytt er stríð þar er enginn sigur.” Vér erum komin saman í kirkju Herðubreiðarsafnaðar að Langruth og höldum hér guðsþjónustuhátíð með þingi Bandalags lúterskra kvenna. Söfnuðurinn og Bandalagið hafa það sameinginlegt, 10

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.