Árdís - 01.01.1944, Blaðsíða 23

Árdís - 01.01.1944, Blaðsíða 23
að veita í þágu listarinnar, vísindanna eða uppfyndinga. Það eru auðvitað undantekningar í þessum efnum, tökum t. d., Marie Curie, Sappho, Joan of Arc, o. fl., en þær eru tiltölulega fáar. Það er umfangsmikið starf að vera góð eiginkona og móðir, það er yfirgripsmikið starf og nauðsynlegt, og veröldin býst ekki við meiru af konunni. Þeir sem hafa alist upp á góðu heimili vita að það kemst nær því að vera guðsríki hér á jörðu heldur en nokkur annar staður. Það er eitt atiiði sem mörgum mæðrum yfirsést í sambandi við upp- eldið og það er það að innprenta ekki börnum sínum sjálfstæði nógu snem- ma. Þeir ungu verða að læra að standa á sínum eigin fótum, að læra af sínum eigin yfirsjónum og að lifa sínu eigin lífi. Það er erfitt fyrir móður- ina að standa hjá og rétta ekki hjálparhönd, en hún getur aðeins gefið góðar bendingar og henni mun verða launað með þakklæti og djúpum skilningi barnanna siðar meir. Hún greiðir þannig veginn fyrir komandi kynslóðir. Reynsla konunnar á heimilinu gerir hana hæfa fyrir annað víðtækara starf en það er starf í þjóðfélaginu sem er í raun og veru bara stórt heimili. Hún hefir ekki gert sér fulla grein fyrir því starfi ennþá, aðallega vegna þess að sú hugmynd hefir ríkt hjá fólki að það starf eigi að vera eingöngu í höndum karlmanna. Fyrir þá orsök hafa þær ekki gert alt sem í þeirra valdi stendur og munu seinna gera í þjóðlífinu. Þær hafa ekki gert sér fulla grein fyrir því að það er ekki nóg að koma til leiðar einni mikilvægri breytingu, nefnilega stofnun heimilisins og menningar- innar, heldur verður sú breyting að vera áframhaldandi. Menningin verður að halda áfram — hún verður annaðhvort að vaxa eða rýma. Hún hefir verið í afturför mikilli í Evrópu á þessari öld. Þessi afturför er lamandi og viðkvæmt málefni. Getum við í þessu landi komið í veg fyrir slíka afturför? Getum við sýnt veröldinni hvernig er mögulegt að gera svo framvegis? Ef það væru menn og konur í mannfélaginu sem gerðu sér grein fyrir því að hvorki sé hægt að rífa menninguna upp með rótum né að láta hana rotna þar sem hún stendur, þá væri mögulegt að koma stöðugleika og framför heim og saman. Hér er umhugsunarefni fyrir konurnar — þær mega ekki láta þjóðfélagsmálin afskiftalítil. Það tók margar aldir að stofna heimilið, en það var ekki nóg. Skáldið Oliver Wendell Holmes kemst svo að orði í sambandi við framför: “Build thee more stately mansions, O, my soul, As the swift seasons roll! Leave they low-vaulted past! Let each new temple nobler than the last, Shut thee from Heaven with a dome more vast, 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.