Árdís - 01.01.1944, Blaðsíða 48
“Tveir sterkir þættir í lífi Mrs. Bardal voru heimilið, með ástvinunum
og kirkjan.
Á heimilinu var hún manninum sínum fórnfús meðhjálp og börn-
unum sínum umhyggjusöm og ástrík móðir. Hún var atorkusöm til starfa
og veitti heimilinu á allan hátt góða
umsjá. Hún var mjög gestrisin, veitti
þeirn sem á heimilið komu allan fagn-
að efth því sem unt var og hafði yndi
af komu kunningjanna. Hún var
spaugsöm og fyndin og naut sín vel
þar sem gleði og vinarþel áttu mót.
Hún var meðlimur í Fyrsta lút-
erska söfnuði í Winnipeg að minsta
kosti frá því hún giftist, og má vera
áður. Þar átti hún andlegt heimili.
Hugsun hennar var samtóna kristin-
dóminum. Hún sótti kirkju stöðugt
og starfaði í söfnuðinum af lífi og sál.
Hún var ötul og áhugasöm félags
kona í kvenfélagi safnaðarins. Kirkjan
og starf hennar var yndi hennar og
blessun, trúmenskan sívakandi og
kærleikurinn sterkur og einlægur.
Með sanni má segja, að geislarnir
sem streymdu inn í sál hennar, frá
heimili, ástvinum og kirkju, voru
margir og fagrir, en þar voru einnig
aðrir geislar. Auðug unaðaruppspretta var t. d. söngur.
Hún hafði mikið yndi af hljómlist yfir höfuð, en sérstaklega söng.
Hún haf.ði nautn af fögrum tónum í kirkjunni, á heimilinu, á samkomum,
og í útvarpi. Hún hafði einnig mikinn unað af myndasýningum og leik-
list. Hið sama verður sagt um ýmsar tegundir bóka, en sérstaklega þó
um ljóðmæli. 1 samtali hafði hún hnyttin svör á reiðum höndum og þess
vegna var oft hressandi að hitta hana.
Allir, sem þekktu Halldóru, sakna hennar. Hún var að vísu búin að
Ijúka dagsverki sínu og vinna það vel, en hún var svo góður félagi í hópi
samferðafólksins, að menn finna til vöntunar þegar hún er ekki lengur
í hópnum.”
Við félagssystur hennar í kvenfélagi Fyrsta lút. safnaðar söknum
hennar úr hópnum en þökkum henni jafnframt af lirærðum hjörtum alt
hennar langa og góða starf.
Frú Halldóra Bardal
46