Árdís - 01.01.1944, Síða 60

Árdís - 01.01.1944, Síða 60
Skýrslur frá 17 kvenfélögum báru vott um mikinn áhuga og víð- tækt starf. Þessi félög telja um 500 meðlimi sem inn hafa tekið á árinu yfir $10,000. Þessi stóra upphæð hefir verið notuð á líkan hátt og að undanförnu, nefnilega til þess að styrkja söfnuðina, heima og erlent trú- boð, útvarpssjóð kirkjufélagsins, Sameininguna, byggingarsjóð B. L. K., Betel, líknarstarf í garð barna, gamalmenna, fátækra og sjúkra bæði heimafyrir og annarsstaðar. Mörg félögin sýna áhuga fyrir Sunnudags- skólanum; fyrir viðhaldi á íslenzkri tungu með því að sjá um að kenna börnurri íslenzk ljóð og íslenzka söngva; þau sjá um sölu á ritunum Árdísi og Hlín; þau prýða kirkjurnar og grafreitina. Einnig hafa öll félögin lagt mikið á sig fyrir stríðsþarfir. Þau prjóna mikið og sauma fyrir Red Cross. Þau styrkja fjárhagslega hina ýmsu stríðssjóði, svo sem: Red Cross, Russian Relief, Greek Relief, Milk for Britain, Soldier’s Welfare, o.s.f. Þau gleðja hermennina með bögglum. Þau verja peningum í War Savings Stamps, Certificates og Bonds. Alt þetta starf kvenfélaganna sýnir brennandi áhuga fyrir öllum líknarmálum og öðrum velferðarmálum, það staðfestir sjálfsafneitun, hugrekki og dugnað allra meðlima á þessum reynslutímum. Fjármál: Skýrsla féhirðis, Mrs. G. Jóhannson, sýndi $295.12 í sjóði frá fyrra ári; inntektir á árinu $62.52; útgjöld $52.98; í sjóði nú $304.66. DAGSKRÁ ÞINGSINS: 1. Red Cross: Skýrslur kvenfélaganna sýndu að feikna mikið er starfað fyrir Red Cross, og að mikill fjárhagslegur styrkur er veittur yfir árið í þennan sjóð. Þingið lýsti ánægju sinni yfir þessu starfi og samþykti að gefa $15. í þennan sjóð úr sjóði B. L. K. 2. Bindindi: Mrs. A. S. Bardal, erindsreki á síðasta þingi Manitoba Temperance Alliance, las ítarlega skýrslu yfir starf þessa félags og lagði áherzlu á hinar mörgu, illu afleiðingar vínnautnarinnar, sem þörf er því á að minka sem mest. Til þess að votta að það sé hlynt málinu þá sam- þykti þingið að gefa M. T. A. nokkurn fjárstyrk. Erindrekar á næsta þing M. T. A. eru þær Mrs. A. S. Bardal og Miss Lilja M Guttormsson, sem einnig verða í stjórnarnefnd þessa félags. 3. Hannyrðasýning: Mjörg yndisleg stykki voru sýnd á þinginu svo sem “patch-work quilts”, útsaumaðir dúkar, heklaðir dúkar og margt fleira. Ákveðið var að halda áfram að hafa þessar sýningar á ársþingum. 4. Framsögn íslenzkra ljóða og bamasöngflokkar: Erindrekar voru kvattir til þess að vekja áhuga heima fyrir á því að fara að dæmi kven- félags Glenboro safnaðar og stofna barnasöngflokka. Þeir voru einnig beðnir að styðja viðhald íslenzkrar tungu með tilsögn í framsögn og lestri. 58

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.