Árdís - 01.01.1944, Side 43

Árdís - 01.01.1944, Side 43
SIGURLAUG JÓHANNA ÓLAFSSON Sigurlaug Jóhanna Ólafsson, ekkja Sigtryggs Frímans Ólafssonar, andaðist 10. janúar 1944 að lieimili fóstursonar síns og konu hans Sig- tryggs og Sigríðar Bjerring í Winnipeg. Hún var fædd 26. júlí árið 1857 í Kasthvammi í Laxárdal í Suður- Þingeyjarsýslu. Foreldrar hennar vóru hjónin, Indriði Davíðsson og Friðbjörg Einarsdóttir. Jóhanna kom til Ameríku árið 1885 og giftist það sama ár, 23. des. Sigtryggi Fríman Ólafssyni. Settust þau að í Winnipeg. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en þau ólu upp að fullu, tvö fósturbörn; þau Theodóru Brandson (Mrs. H. Her- get í Prince Rupert, B.C.), og Sigtrygg O. Bjerring sem er systursonur Sigtryggs og ber nafn hans. Einnig varð það hlut- skifti þeirra að líta til með fleiri börnum um lengri og skemmri tíma því þau vóru sérlega barngóð og æfinlega fús og reiðubúin til hjálpar. Vóru þau samtaka í gestrisni og að koma hvarvetna frarn til góðs. Trygð til vina og vandamanna og fastheldni við alt sem var gott og fagurt, einkendi hjón þessi bæði. Sérstaklega létu þau sér ant um kristin- dóm og bindindi, og má með sanni segja að þau geymdu trúararfinn, sem gefur útsýni á gæfu leið og lyftir hug til hæða. 1 þakklátri minning, S. O. Bjerring. ELIN PETREA ÞIÐRIKSSON Tæpar fimm mílur fyrir sunnan Gimli meðfram aðalvegi stendur heimili sem Steinstaðir heitir. Þar numdu þau hjónin Albert og Elín Þiðriksson land árið 1882, þá hefur Elín verið 31 árs að aldri. Á þessu heimili dvaldi hún í firntíu og þrjú ár, þar vann hún sitt fagra æfistarf, þar mætti hún þeirri reynslu að sjá á bak eiginmanni sínum, fimm upp- komnum börnum sínum og einni fósturdóttur. Þaðan stjórnaði hún af mikilli prýði málum Víðinessafnaðar í tuttugu ár er hún var forseti hans, 41

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.