Árdís - 01.01.1944, Blaðsíða 16

Árdís - 01.01.1944, Blaðsíða 16
svarinu hennar til Jesú. Hún mótmælir ekki því sem Jesús segir, að það sé ljótt að taka brauðið frá börnunum og kasta því fyrir hvolpa, en hún bendir á nýtt viðhorf í því sambandi: hvolparnir mega eta molann sem enginn annar notar. Dásamlegur sigur: “kona, mikil er trú þín.” Hvað gjörði alt annað til, þegar þetta dýrðlega orð var fengið? Það minnir á það sem Matthías Jochumsson segir: “Fyrir hálmstrá herrans jötu frá hendi eg öllu: lofti, jörðu og sjá.” Kanverska konan hafði glímt við Guð, og fengið sigur. Hún er fyrirmynd vor karla ekki síður en kvenna: (a) Hún stefndi beint að marki; (b) Hún hlífði sér á engan hátt en lagði alt fram; (c) Misti aldrei móðinn, hvernig sem á móti blés; (d) Hún varð aldrei vond. Þetta síðasta atriði er vert að athuga, því freistingin til að mæta mót- bárum með ásökunum, illum orðum tilfinninga óhroða eða fyrirlitningu er svo afarsterk í mannlegu eðli. Ekki er nokkur vottur til þessa hjá henni. 1 því sambandi má segja, að sálarvötn hennar séu slétt eins og spegill. Er kanverska konan þá einnig fyrir mynd íslenzku, lútersku kven- þingi? 1 19 ár hefir Bandalag lúterskra kvenna verið starfandi. Félagsskap- urinn er samstarf kvenfélaganna í kirkjufélagi voru. Svona langt er þá komin kristileg félagssarfsemi meðal lúterskra Vestur-lslendinga. Hug- urinn hverfur ósjálfrátt til baka til upphafsins hér í Vesturheimi. Land- námskonurnar, þær, að minsta kosti framan af árum höfðu aldrei verið í kvenfélagi. Þær voru ókunnugar öllum félagslegum störfum; en fjöldi þeirra átti andlegan forða: hæfileika, sannfæringu fyrir kristindómi, og nokkra almenna fræðslu. Af þessum brunni drukku þær og eignuðust löngun, þrótt og tækni til að stofna og starfrækja kvenfélög, hlynna að kristilegum söfnuðum, hjálpa hinum bágtstöddu og inna af liendi önnur félagsleg störf til nytsemdar og blessunar. Flestir Vestur-lslendingar munu fúslega játa, að kvenfélögin hafi verið ein hin sterkasta stoð í kirkjustarfi þeirra. Svo fæddist sú hugmynd, að láta hinar einstöku lindir renna saman í einn læk. Kvenfélögin eiga svo fjölda margt sameiginlegt, að gott er fyrir þau öll að eiga með sér þessi félagslegu samtök. Þau hafa með þessu fengið sterkan málróm, þau eiga kost á því að framkvæma í sameining sumt sem þeim var ekki unt að framkvæma sem einstök félög og þau eiga kost á því að hjálpa hvert öðru og styrkja hvert annað í hinum sam- 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.