Árdís - 01.01.1944, Page 6
Viðbúnaður mót komanda degi
Eftir séra Kristinn K. Olafson
Það er heilbrigt að láta hugann stefna mót því ókomna. Að lifa í því
liðna getur heillað, en úr því getur orðið lífsflótti eða tilhneiging til að
sleppa frá því sem er. Að lifa aðeins í líðandi stund fráskilinn bæði
því liðna og ókomna, er að slíta alt samhengi í lífinu og gefa sig á vald
augnabliks áhrifa. Það á hvorki rætur né ávexti sem fullnægja. Það er
lítilsvirðing á þýðingu og tilgangi lífsins. Milli öfganna er hin heilbrigða
afstaða. Sagan á'að leggja lið á líðandi stund til þess betur verði haldið
inn í framtíðina. En framtíðin er hið fyrirheitna land með ótakmörkuð-
um tækifærum og möguleikum. Það er heilbrigt æskueinkenni að seilast
eftir því sem framundan er. Þegar fyrir það tekur eru elli og afturfarar
einkenni greinileg. Lífið hefir tapað krafti sínum.
Sigurkraftur lífsins kemur fram í því ekki sízt hve ógjarnt mönnun-
um er að tapa móði til lengdar. Það þyrmir yfir einstaklinga og þjóðir
þannig um stundarsakir að í öll skjól virðist fokið og allar vonir horfnar.
En áður en varir fer oft að votta fyrir nýjum vonum og nýrri viðleitni
í áttina til viðreistnar. Sagan á þessa ótal dæmi. Frá svartnætti útkuln-
aðra vona er oft skamt að dagrenningu endurfædds hugs og átaka að
endurnýjuðu takmarki. Meðan ekki brestur hug er enginn að fullu bug-
aður. Og vonin er þá fyrst dygð, eins og Gilbert Chesterton mun komast
að orði, þegar ástæðurnar virðast með öllu vonlausar.
Hin kristna lífskoðun á hér hlut að máli mjög ákveðið. Trúin er
örugg eftirvænting þess sem maðurinn vonar. Og vonir þær er hin
kristna lífskoðun vekur eru ekki lítilsigldar. Fyrst og fremst boðar krist-
indómurinn það mjög ákveðið að menn geti orðið og eigi að verða nýir
menn — endurfæddir, gjörbreyttir. Þessi gjörbreyting er svo hafin yfir
hina venjulegu meðalmensku lífsins eins og líka yfir hátinda hins gjald-
genga velsæmis, að ekki er aðeins að ræða um stigmun heldur eðlismun.
“Verið þér því fullkomnir, eins og yðar himneski faðir er fullkominn”,
eru eggjunarorð Krists í þessu sambandi. Þau eru tæmd af merkingu
nema þau tákni opnar dyr til ótakmarkaðrar fullkomnunar fyrir mann-
anna börn. Herhvöt hins kristna boðskapar er að leggja inn á þessa leið
og hagnýta þau skilyrði, sem þar eru fyrir hendi. Sál getur orðið Páll,
hinir bráðlyndu ‘þrumusynir’ geta orðið hæfustu verkfæri kærleika Guðs,
og hinn ístöðulitli Pétur getur orðið staðfastur leiðtogi og píslarvottuv.
1 hverju mannslífi leynast möguleikar, sem guðleg skilyrði geta hafið og
þroskað langt framyfir það er skammsýn mannleg gagnrýni hefir grun
um.
4