Árdís - 01.01.1944, Blaðsíða 53

Árdís - 01.01.1944, Blaðsíða 53
SKÝRSLA FORSETA Kæru félagssystur og gestir: Fyrir hönd Bandalags Lút. Kvenna vil eg bjóða ykkur velkomnar á okkar tuttugasta ársþing. Af því að góð vísa er aldrei of oft kveðin ætla eg að endurtaka orð félagssystur mínnar og bjóða ykkur sérstaklega velkomnar í heimabæinn minn — þó hann sé ekki stór er hann ríkur af velvild til ykkar allra. Verið þið öll vekomin! Heilt ár er liðið síðan við mættum á þingi í Winnipeg. Hvað höfum við gjört? er nokkur sýnilegur árangur af starfinu? Áður en því er svarað má taka til greina yfirstandandi erfiðleika sem á margvíslegan hátt hefta framgang ýmsra fyrirtækja. 1 fyrra var efst á blaði að koma á stað sem fyrst heimili fyrir sumarnámskeið í kristilegum fræðum. Fyrsta sporið var stígið að kaupa tilhlyðilegan blett fyrir “camp”. Var landkaupanefna búin að umgangast það og borga niðurborgun. Átti sá blettur að vera 5 ekrur á stærð á vatnsbakkanum fyrir norðan Gimli. Eins og öllum kvenfélögum var tilkynt í fyrra kom tilboð frá Manitoba District Luther League og Manitoba Federated Luther League of the American Luth- eran Church um samvinnu í því að byggja “camp.” Var málinu vísað til kvennfélaganna og þau beðin að gefa úrskurð með eða móti samvinnu. Á fundi sem framkvæmdarnefndin hélt að heimili Mrs. A. S. Bardal í desember vóru svörin kornin frá félögunum. Aðeins 3 vóru með sam- vinnu 15 á móti og 2 sendu ekki svar. Skerpti þessi úrskurður sjálfstæðis hugsjónina svo ríka hjá okkur Islendingum og hefur áhugi fyrir málefn- inu sannarlega aukist. Og með tímanum mun rætast fram úr þessu fyrir- tæki með sóma. Yms kvenfélög liafa haft sérstök fyrirtæki til arðs fyrir sjóðinn og hafa sést upphæðir stærri og smærri í blöðunum. Eitthvað verður ef til vill afhent hér á þinginu málefninu til styrktar. Fyrir allar þessar gjafir er Bandalagið þakklátt. Með góðra manna hjálp kemst þetta fyrirtæki á legg eins og öll önnur fyrirtæki sem unnið er að af alhug með kristilegri samvinnu. Á öðrum fundi framkvæmdarnefndar, einnig að heimili Mrs. Bardal, vara-forseta Bandalagsins var rætt um möguleika á að leigja “camp ’ fyrir þetta sumar. Vóru góðar undirtektir og var “camp” nefndinni undir forystu Mrs. Gray falið að hafa framkvæmdir í því. Á fundi er haldinn var að heimili Mrs. S. Ólafsson í Selkirk kom það í ljós að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir nefndarinnar vóru eingin pláss fáanleg til leigu. Var því ekki um annað að gera en að sleppa námskeiðinu í sumar. Þetta var félögum tilkynt ásamt þeirri ósk að áhugi yrði vakandi og að sjóðurinn yrði aukinn eftir mætti. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.