Árdís - 01.01.1944, Síða 53

Árdís - 01.01.1944, Síða 53
SKÝRSLA FORSETA Kæru félagssystur og gestir: Fyrir hönd Bandalags Lút. Kvenna vil eg bjóða ykkur velkomnar á okkar tuttugasta ársþing. Af því að góð vísa er aldrei of oft kveðin ætla eg að endurtaka orð félagssystur mínnar og bjóða ykkur sérstaklega velkomnar í heimabæinn minn — þó hann sé ekki stór er hann ríkur af velvild til ykkar allra. Verið þið öll vekomin! Heilt ár er liðið síðan við mættum á þingi í Winnipeg. Hvað höfum við gjört? er nokkur sýnilegur árangur af starfinu? Áður en því er svarað má taka til greina yfirstandandi erfiðleika sem á margvíslegan hátt hefta framgang ýmsra fyrirtækja. 1 fyrra var efst á blaði að koma á stað sem fyrst heimili fyrir sumarnámskeið í kristilegum fræðum. Fyrsta sporið var stígið að kaupa tilhlyðilegan blett fyrir “camp”. Var landkaupanefna búin að umgangast það og borga niðurborgun. Átti sá blettur að vera 5 ekrur á stærð á vatnsbakkanum fyrir norðan Gimli. Eins og öllum kvenfélögum var tilkynt í fyrra kom tilboð frá Manitoba District Luther League og Manitoba Federated Luther League of the American Luth- eran Church um samvinnu í því að byggja “camp.” Var málinu vísað til kvennfélaganna og þau beðin að gefa úrskurð með eða móti samvinnu. Á fundi sem framkvæmdarnefndin hélt að heimili Mrs. A. S. Bardal í desember vóru svörin kornin frá félögunum. Aðeins 3 vóru með sam- vinnu 15 á móti og 2 sendu ekki svar. Skerpti þessi úrskurður sjálfstæðis hugsjónina svo ríka hjá okkur Islendingum og hefur áhugi fyrir málefn- inu sannarlega aukist. Og með tímanum mun rætast fram úr þessu fyrir- tæki með sóma. Yms kvenfélög liafa haft sérstök fyrirtæki til arðs fyrir sjóðinn og hafa sést upphæðir stærri og smærri í blöðunum. Eitthvað verður ef til vill afhent hér á þinginu málefninu til styrktar. Fyrir allar þessar gjafir er Bandalagið þakklátt. Með góðra manna hjálp kemst þetta fyrirtæki á legg eins og öll önnur fyrirtæki sem unnið er að af alhug með kristilegri samvinnu. Á öðrum fundi framkvæmdarnefndar, einnig að heimili Mrs. Bardal, vara-forseta Bandalagsins var rætt um möguleika á að leigja “camp ’ fyrir þetta sumar. Vóru góðar undirtektir og var “camp” nefndinni undir forystu Mrs. Gray falið að hafa framkvæmdir í því. Á fundi er haldinn var að heimili Mrs. S. Ólafsson í Selkirk kom það í ljós að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir nefndarinnar vóru eingin pláss fáanleg til leigu. Var því ekki um annað að gera en að sleppa námskeiðinu í sumar. Þetta var félögum tilkynt ásamt þeirri ósk að áhugi yrði vakandi og að sjóðurinn yrði aukinn eftir mætti. 51

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.