Árdís - 01.01.1944, Side 21

Árdís - 01.01.1944, Side 21
sjónarsviðinu, en þeir sem eftir verða munu þrá það að veröldin staðnæm- ist í friðarhöfninni, þeir munu gera alt sem í þeirra valdi stendur til þess að svo reynist og til þess að hún skilji aldrei við þá höfn ef mögulegt er þaðan í frá. En hverjir eru það sem þessu geta komið til leiðar? Fyrst og fremst þjóðirnar sjálfar, með aðstoð og fullkominni samvinnu allra stétta, með aðstoð hvers bygðarlags, hvers heimilis, hvers einstaklangs. Hver þessi þáttur hefir sitt hlutverk og ef það hlutverk er leyst af hendi eftir beztu vitund og kunnáttu, í fullu samræmi við heildina, þá er engin hætta á því að þessi friðarhugsjón rætist ekki. I þessu stutta erindi gefst ekki tími til þess að íhuga hverja deild út af fyrir sig í þessu sambandi, tek eg því til umræðu aðeins eina deild þjóðfélagsins, þá deild er innifelur konur heimsins. Til hliðsjónar hafði eg bókina “Women’s Partnership in the New World”, by Dr. Maude Royden. Engir eru næmari fyrir þörfinni á fullkomnara, fyrirkomulagi heldur en konurnar. Þeirra hlutverk er því það að aðstoða heildina í því að stýra veröldinni inn á friðarhöfnina og láta hana staðnæmast þar fyrir fult og alt ef mögulegt er. Hvaða vald hefir konan til þess að koma þessu til leiðar? Hún hefir meira vald en nokkru sinni fyr í veraldarsög- unni, þó að hún sé enn ekki álitin vera jafningi karlmannsins, og hún hefir mikið frelsi sem hefir farið sívaxandi síðan að hún fékk atkvæðisrétt árið 1918. Hún getur notað þetta vald og þetta frelsi til þess að beita áhrifum og hæfileikum sínum á sem beztan hátt í framkvæmd lilut- verks síns. Hverjir eru aðalþættirnir í þessu hlutverki, nefnilega í þeim velferðar málum sem eru áhugamál konunnar? 1. Veraldar friður. 2. Varðveizla heimilisins. 3. Vellíðan manna hvar sem er í heiminum. Hlutverk kon- unnar má því álíta jafnháleitt og jafn áríðandi og hlutverk mannsins. Hvorugt hlutverkið er öðru fremra. Eftir því sem enski rithöfundur- inn, John Ruskin, skrifar, þá er skylda mannsins á heimilinu og eins í þjóð- félaginu, sú, að sjá um viðhald, framsókn og vörn, en skylda konunnar er að sjá um gott fyrirkomulag, vellíðan og fegurð. En hlutverk beggja er, að græða, endurreisa, leiðbeina og varðveita, en ekki að eyðileggja. Ef þetta er framkvæmt á réttann hátt þá er heimilið heimili friðar, og þjóðfélagið höfn friðar. Ruskin segir ennfremur: “Leið góðrar konu er að sönnu stráð blómum, en þau blóm gróa í sporum hennar en ekki á undan þeim.” En með þessum blómum meinar hann þær einstaklings sálir sem konan endurreisir. Tökum nú fyrir fyrsta og aðalþáttinn í hlutverki konunnar, veraldar friðinn. Hún verður að beita öllum sínum lífs og sálar kröftum í þágu 19

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.