Árdís - 01.01.1944, Blaðsíða 56

Árdís - 01.01.1944, Blaðsíða 56
sjálfan mig að flóni ef eg gerði það; en nú get eg trúað pappírnum fyrir því. Eg ætla að gera það, eftir stutta stund varð eg að fara upp í flug- vélina, leggja af stað í eina árásina ennþá. Hefi eg sagt þér að eg hefi gefið þessari flugvél nafn — nafnið þitt, þessvegna er eg viss um að hún muni leiða mig til sigurs. Máske það sé misskilningur, en mér hefur fundist á bréfum þínum upp á síðkastið að þú hafir þá tilfinningu að starf þitt sé mislukkað, að þér hafi ekki tekist að framkvæma það sem þig hafði dreymt um. Nú vil eg segja þér nokkuð: Manstu eftir fyrst þegar þú mættir litlum móðurlausum rauðhærð- um dreng? mannstu hvað kjarklaus hann var? mannstu eftir fyrsta morgn- inum sem hann kom grátandi á skólann? þú ert auðvitað búin að gleyma þessu, því eg hef ef til vill verið einn af mörgum. Mannstu eftir öllum spurningunum sem eg spurði þig því eg hafði engan annan að spyrja — “Hver skapaði Guð? hvað er dauðinn? hvernig getur maður lært hug rekki? getur nokkur mætt dauðanum óhræddur?” og margt, margt fleira — og þú varst aldrei of þreytt til að hlusta, stundum sagðir þú aðeins “eg veit það ekki góði” en í raun og veru svaraðir þú þó öllum mínum spurningum, og nú langar mig að segja þér það líka, að nú er eg ekki lengur huglaus. Og það varst þú sem kendir mér liugrekki, ekki með fullyrðingum né prédikunum heldur með framkomu þinni og sálarstyrk.” Og síðar í bréfinu las hún þetta: “Heyrðu, lætur þú nemendur þína ennþá læra kvæði utanbókar? stynja þau yfir því eins og við gerðum? hafa þau sama ólundarsvipinn við það verk og við höfðum? En þetta voru alt láta læti fyrir okkur — og nú fylla þessi fögru ljóð huga minn þegar eg flýg ofar skýjunum. Góða, haltu þessu áfram, kendu þeim ennþá það fagra — þrýstu því að sálu þeirra, að lífið er fult af fegurð. Bend þeim aðeins á fegurðina, þá geta þau mætt því sem er ljótt án þess það skaði þau. Kendu þeim að lifa þá munu þau kunna að mæta dauðanum.” Hún braut bréfið saman og sat hugsi — var þetta rétt, var hann, æskumaðurinn, ef til vill vitrari en hún? Hún hafði reynt að kenna hon- um alt sem hún kunni, hún hafði reynt að samrýma sínar eigin skoðanir og skilning á lífinu við það sem hún hafði kent. Hún hafði verið að hlynna að þeirri löngun hans að verða byggingameistari — að hjálpa til að reisa fagrar og traustar byggingar til að prýða heiminn — að byggja alt á traustum grundvelli — hún var að kenna honum að elska lífið — og varðveita líf smáu fuglanna og alls sem var minni máttar. Og svo kom hann til hennar einn morgun og sagði henni að hann væri að innritast í flugherin og bætti því við “nú er meira um vert að verja það sem búið er að byggja en að reisa nýar byggingar.” — Henni hafði sortnað fyrir augun — undir þetta hafði hún ekki búið hann, hún hafði aðeins reynt 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.