Árdís - 01.01.1944, Síða 44

Árdís - 01.01.1944, Síða 44
og tók þátt í störfum kvennfélags safnaðarins. Snemma á árum gekkst hún fyrir að mynda kvennfélag í Víðinesbygð, hvaða ár það var og hvað nafn þess félags var er nú gleymt en áreiðanlegt mun það vera að það var fyrsta kvenfélagið sem stofnað var í Nýja-fslandi, það starfaði aðeins um stutt skeið, mun það hafa orsak- ast af burtflutningi ýmsra og öðrum erfiðleikum frumbýlingsára. Kvöldskugganna naut hún í um- önnum góðrar dótturdóttur sinnar í níu síðustu æfiárin á heimili þeirra Kristjáns og Elínar Sigurðsson við Sandy Hook. Aftankyrð eftir hinn lánga starfsdag var henni kærkomin, var hún þá gerð heiðúrsmeðlimur kvennfélags síns. Á þeim árum gerðist hún meðlimur Bandalags Lúterskra Kvenna, sá hún í fjarsýn að ef rétt væri áhaldið gæti sá félagsskapur átt mikla framtíð. Viðhorf hennar var svo óbreytt frá því sem verið hafði þegar hún í blóma lífsins sá í anda framtíðar mögulegleika kvennfélags- starfseminnar. Það er ljúft að láta hugann dvelja við endurminningar um þessa mikil- hæfu og góðu konu. Hún átti svo heilbrigt viðhorf, svo hrausta sál, svo mikið viljaþrek og sterka trú á handleiðslu Guðs. Hún elskaði æskuna og lét sér svo ant um að auka gleði og gæfu hinna ungu. Eg er samfærð um að hver og einn sem henni kyntist er betri maður eða kona fyrir þá kynningu og bygðin hennar hefur notið mikillrar blessunar af starfi hennar. Elín Petreu Þiðriksson Það eru ýmsir þættir í sögu landnáms íslendinga í Vesturheimi sem aldrei verða í letur færðir, einn þeirra er sá er fjallað gæti um áhrifin djúpu og þögulu landnámskvenna. Þær störfuðu án hávaða og án þess að auglýsa góð verk sín, brautin var oft torsótt og grýtt og víða hefur ef til vill kent blóðs í spori. En þær áttu þann auð í sál sem kraft gaf á dimmum dögum. Þau koma í hugann nöfnin margra þeirra á þessu svæði og öðrum landnámssvæðum. En þannig hefðu þær helst kosið að láta það vera að starfið hyrfi í gleymskunnardjúp, þær voru of heilsteyptar hugumstórar og sannar til að óska eftir nútíðar auglýsingaskrumi og 42

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.