Árdís - 01.01.1944, Side 19
þess mjög, að hlusta á hann spila . . . hún var augsýnilega elsk á músik
og stóru,bláu augun hennar ljómuðu af gleði yfir fegurð sónötunnar.
Um tíuleytið stóð húsráðandi upp frá hljóðfærinu og kom yfir að
sófanum, þar sem við sátum. Hann spurði sessunaut minn, hvort hún
vildi ekki syngja fyrir okkur, en hann myndi leika undir. Brást hún þegar
vel við, stóð upp og gekk að hljóðfærinu með honum, en hann settist þar
á ný. Hann leit nú í kringum sig og man eg, að hann brosti eins og með
sjálfum sér meðan hann horfði á gestina, sem settu á sig svipinn, sem
segir: “nú er að taka á þolinmæðinni”... þeim leiddist augsýnilega, að
verða nú að hlusta á gamla konu, sem engin vissi deili á, en húsráðandi
vildi sýna vinsemd ... og svo byrjaði hún að syngja ... hún söng bara
Sshubert-söngva ... og alt í einu var það ekki gömul, óbreytt kona, sem
stóð þarna og söng viðvaningslega, heldur glæsileg heimskona, sem kunni
að syngja. Það var satt, að röddin var farin að bila, en meðferðin á
hverju lagi, skilningur hennar á því sem hún fór með og listfengnin tók
okkur traustataki. . . þeir segja, að erfiðast sé að syngja Schubert allra
tónskálda, því hann heimti meiri kunnáttu og skilning en nokkurt annað
tónskáld. Hún stóð ekki við hljóðfærið allan tímann, heldur gekk um
stofuna, lagaði blóm í glösunum, settist á stól — og söng... en á meðan
vafði hún okkur böndum listarinnar. — Eftir nokkra stund ætlaði hún
að hætta að syngja, en við heimtuðum meira ... meira ! Fólkið í kring
var nú ekki lengur með neinn yfirlætissvip — nú skein hrifning af hverju
andliti, og þetta voru menn og konur, sem vit höfðu á listum . .. hún
söng og tíminn leið svo ótrúlega fljótt... áður en varði var klukkan orðin
tólf — þá hætti hún að syngja, álfheimarnir lokuðust fyrir okkur — við
vorum komin úr álögunum.
Dauðaþögn hafði ríkt meðan konan söng, en nú sagði einhver — alt
of hátt — og augsýnilega af eintómri kurteisi við konunglegu óperusöng-
konuna: “nú megið þér til að syngja fyrir okkur”... “nei, eftir þetta syng
hvorki eg né nokkur annar”, svaraði hún, snéri sér að konunni, sem sungið
hafði og, án þess að segja orð, faðmaði hún hana að sér með tárin í
augunum.
Síðar sagði húsráðandi mér, að kona þessi hefði einu sinni verið
mesta Schubert-söngkona í heimi; hún ferðaðist um gervalla Norður-
álfuna og hélt söngleika í heimsborgunum; alhr dáðust að henni, en einn
var annmarkinn — hún söng bara þegar hún var upplögð. Þótt söng-
leikar hennar væru auglýstir og allir að göngumiðar seldir, þá aflýsti hún
öllu saman, ef henni fanst hún ekki vera upp á sitt bezta .. . og þetta var
ástæðan fyrir því, að hún náði aldrei heimsfrægðinni... nú var hún
gleymd í heimi söngsins, en okkur hafði auðnast að vera viðstödd þetta
eina skifti, sem hún “kom aftur”.
17